Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Page 19

Fálkinn - 25.10.1961, Page 19
urinn hoppaði og studdi sig við rönd þess. Augu hennar voru vot af tárum. Ég var undarlega vel að mér í forn- egypzkri tungu þessa nótt, því að undir eins skildi ég orðin, þegar prinsessan ávarpaði fótinn. — Alltaf strýkur þú frá mér, litli fótur. Ég læt mér þó annt um þig. Ég baðaði þig með ilmvatni úr alabasturs- keri og smurði þig dýrustu smyrslum. Þegar prinsessan þagnaði, tók fóturinn til máls: — Þú veizt það sjálf, að ég er ekki sjálfum mér ráðandi. Ég hef verið keyptur því verði sem upp var sett. Gamli kaupmaðurinn hefur ekki ennþá gleymt að þú neitaðir honum eiginorði. Þetta er hefnd hans. Það var líka hon- um að kenna, þegar Arabinn rændi hina konunglegu kistu þína í neðanjarðar grafhvelfingum Þebuborgar . .. Áttu ekki fimm gullpeninga svo að þú getir keypt mig aftur? — Æ, nei. Gimsteinar mínir, hring- neska ilskó og kvaðst þess albúinn að fylgja prinsessunni. Prinsessan losaði nú af sér líkneskj- una, sem hún hafði á brjóstinu og setti hana ofan á blöðin á skrifborðinu mínu, þar sem fóturinn hafði staðið. — Það er ekki nema sanngjarnt, að ég gefi yður þetta í staðinn sagði hún brosandi. Síðan rétti hún mér hönd sína, sem var mjúk og köld viðkomu, eins og nöðruskinn. Svo hófst ferða- lagið. í nokkra stund þutum við sem ör af boga gegnum gráleitar, iðandi víðáttur, þar sem glórði í hálfskapaðar skugga- myndir til hægri og vinstri. sem voru horfnar áður en auga á festi. Eitt and- artak sáum við ekkert nema haf og himin, en á næsta augnabliki hyllti undir óbeliskana álengdar og við náð- um til ákvörðunarstaðarins. Prinsessan leiddi mig að gráleitu granítfjalli. Þar fórum við inn um frem- ur þrönga og torfundna glufu. Þegar þeirra voru steind og starandi eins og augu sfinxanna og skegg þeirra voru hvít af snævi tímans. Bak við þá stóðu þegnar þeirra í hinum stirðlegu stell- ingum egypzkar listar, og þar fyrir aft- an öll hin heilögu dýr, kettir, Ibiskálf- ar og krókódílar. Þarna voru allir Faraóarnir: Cheops, Cheprenes, Psammetichus, Sesostris. Amenotaph — allir þessir horfnu höfðingjar og í ennþá hærri há- sætum gnæfðu Chronos og Xizouthros, sem uppi var samtímis syndaflóðinu, og Tubal og Cain, sem uppi voru þar áður. Skegg Xixouthrosar konungs hafði vaxið í sjöfaldan hring utan um granít- borðið, sem hann hallaðist fram á, sokk- inn niður í þungar hugsanir og drauma. Lengra burtu eins og í gegnum- móðu — grillti ég í hina sjötíu og tvo kon- unga, sem uppi voru á undan Adam, og hina sjötíu og tvo þjóðflokka þeirra, Smásaga eftir Theophile Gauthier arnir og fjársjóðirnir, sem fullir voru af gulli og silfri, — öllu er búið að stela frá mér, sagði prinsessan. — Prinsessa! sagði ég. — Það gerir ekkert til þó að þér hafið ekki þessa gullpeninga. Ég gef yður fótinn með glöðu geði. Ég gæti alls ekki afborið þá tilhugsun, að jafn hávirðuleg per- sóna og Hermonthía prinsessa gengi hölt mín vegna. Hún leit til mín með djúpu þakklæti. Síðan tók hún fótinn, lét hann við stúf- inn. rétt eins og hún væri að setja upp skó, því næst gekk hún nokkur skref um gólfið til þess að fullvissa sig um, að nú gæti hún gengið um óhölt. — Ó, hvað faðir minn verður glaður. Hann tók sér það svo nærri, að ég skyldi vera rænd og limlest, hann sem þegar við fæðingu mína lét heila þjóð fara að vinna að því að grafa svo djúpa gröf handa mér, að ég mætti hvíla ósködduð til hins efsta dags, þegar Amenthi veg- ur sálirnar á metaskálum sínum. Kom- ið með mér til föður míns. Hann mun taka vel á móti yður sem hafið gefið mér fótinn minn aftur. Mér fannst þetta mjög eðlileg uppá- stunga. Ég sveipaði um mig stórrós- óttum innifrakka, sem veitti mér fara- óskan svip. smeygði fótunum í tyrk- þangað kom, kveikti hún á kyndli og vísaði mér svo veginn áfram. Gangarnir sem við fórum eftir, voru svo langir og víðir, að þúsundum manna hefði ekki veitt af þúsundum ára til þess að höggva þá í gegnum bergið. Veggirnir voru þaktir alls konar áletr- unum og táknrænum málverkum. Úr þessum gangi komum við inn í ferhyrnt herbergi. Það var djúp gjá í miðju gólfi. Þar klifruðum við niður og fórum eftir gjánni, unz við komum í annað herbergi, þaðan aftur um ganga og ýmiss konar ranghala. Að lokum komum við inn í sal einn, svo stóran og víðáttumikinn, að ekki sá til lofts eða veggja. Hermonthía prinsessa leiddi mig við hönd sér inn eftir salnum og heilsaði kunningjum sínum meðal múmíanna um leið og við gengum fram hjá. Þegar augu mín voru farin að venj- ast umhverfinu, gat ég greint hina gömlu. löngu liðnu konunga, er sátu þarna í hásætum sínum. Þeir voru uppþornaðir og hrukkóttir eins og nergament og dökkir af nafta og asfalti, en eigi að síður tígulegir öldungar. Þeir báru tignarmerki úr gulli og voru hlaðnir dýrum steinum. Augu sem fyrir ævalöngu hurfu af yfirborði jarðar. Þegar Hermonthía prinsessa hafði lofað mér að litast um í þessu furðu- lega umhverfi um stund. leiddi hún mig fyrir föður sinn, sem kinkaði kolli mér til heiðurs. — Ég hef fengið fótinn minn aftur, hrópaði prinsessan og klappaði saman lófunum af gleði og það var þessi heið- ursmaður sem gaf mér hann aftur. Og allir hinir brons- og koparlitu þjóð- flokkar tóku undir í kór: — Hermonthía prinsessa hefur feng- ið fótinn sinn aftur. Jafnvel sjálfur Xixouthros lyfti hin- um þungu augnalokum sínum og virti mig viðlits. — Það sver ég við Oms. hund helj- ar, og Tmei, dóttur sannleikans og sól- arinnar, að þetta er vel af sér vikið, sagði Farao og benti á mig með lótus- blómskrýddum veldissprota sínum. — Hverra launa æskið þér? Fullur þeirrar djörfungar, sem draumar einir geta blásið manni í brjóst, þegar ekkert sýndist ómögulegt, bað ég Faraó um hönd Hermonthíu prinsessu. Farao varð svo hissa að hann starði á mig galopnum augum sínum. Framhald á bls. 36. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.