Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Side 24

Fálkinn - 25.10.1961, Side 24
I Slöngukaka. 2 egg 1 dl sykur 1V2 dl hveiti 1 tsk lyftiduft Avaxtamauk Egg og sykur þeytt létt og ljóst, hveiti og lyftidufti sáldrað saman við. Hellið deiginu í smurða smjörpappírs- skúffu. Bakað við 250° í nál. 5 mín- útur. Hvolft á sykri stráðan pappír. (Penslað með köldu vatni, þá losnar kakan auðveldlega úr mótinu). Volgt ávaxtamauk borið á kökuna með snör- um handtökum. Kakan vafin upp. Fatið tæmist óðfluga, þegar Kónga- horn eru á boðstólum með kaffinu — reynið það sjálfar. Kóngahom. 250 g hveiti 125 g smjörlíki 114 dl mjólk 1 egg V2 tsk salt 1 msk sykur 50 g pressuger eða 3 tsk þurrger + 1 msk volgt vatn Rúsínur Gerið hrært út með egginu. Hveiti, sykri og salti hrært saman við, ásamt helmingnum af smjörlíkinu (lint) og það mikilli mjólk, að deigið sé nokkuð lint. Deigið þakið, geymt á köldum stað til næsta dags, þegar það er hnoðað og flatt út. Afgangnum af smjörlíkinu smurt á deigið og það brotið þrisvar sinnum saman á hvern kant. Geymt í 10—15 mínútur. Flatt út og skorið með kleinujárni eins og myndin sýnir, í þríhyrninga. Rúsínum dreift yfir og hornin vafin saman frá breiðari end- anum. Hornin sett á smurða plötu, smurða með eggi, látin lyfta sér í 15 mínútur. Bakað við 250° í 10 mínútur. 12—15 horn. — Hægt er að útbúa deigið og baka hornin samdægurs. Þá er mjólkin höfð ylvolg og deigið geymt í eldhúsinu, þar til það hefur lyft sér, annars er aðferðin sú sama. Rusk. 250 g hveiti 3 tsk lyftiduft 1 tsk sykur % tsk salt 60 g smjörlíki 1 egg 1 dl súr mjólk Öllu þessu sáldrað á borð, smjörlík- ið mulið saman við, vætt í með egginu og súru mjólkinni. Deigið hnoðað sem minnst, úr því mótuð lengja, sem er mótuð svo að hún verði ferköntuð. — Lengjan skorin í 8 sneiðar. Notið beitt- an hníf. Sett á smurða plötu. Smurt með mjólk. Bakað við mikinn hita, 250—275° í 8 mínútur. Ruskin klofin, borin fram með smjöri. Ýmsar upp- skriftir

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.