Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Side 35

Fálkinn - 25.10.1961, Side 35
að hann væri orðinn leiður á henni og hefði beint mætti sínum að einhverri annarri stjörnu, eins og myndhöggvari, sem finnur galla í marmara sínum, leit- ar uppi annan st'ein, sem samboðnari er leikni hans. í bernsku hafði ég líka þekkt dýrlega veru, sem talaði stundum við mig, með- an ég svaf. Árum saman hafði ég ekki munað eftir henni, en nú vissi ég stund- um, þegar ég vaknaði á morgnana, að ég hafi verið í félagsskap hennar, enda þótt ég myndi það ekki greinilega. En þrátt fyrir allt gat ég ekki skilið, hvers vegna ég hafði fæðzt sem dvergur, þang- að til mig dreymdi undarlegan draum, sem kenndi mér, að til er sannleikur í þessum ’heimi, sem menn á okkar tím- um vita ekki um. í draumnum sá ég sjálfan mig ganga eftir þröngum stíg, sem lá yfir mýri á upphækkaðri braut, og þessi stígur sveigðist hvorki til hægri né vinstri, heldur lá þráðbeint alla leið útað sjón- deildarhringnum. Á eyju í mýrlendinu stóð marmaraturn, og frá honum heyrð- ist hljómlist, er lét vel í eyrum mínum. Við fætur mína sá ég grænan stíg, sem lá niður af upphækkuðu brautinni og í átt til turnsins. Ég gekk eftir stígnum, þar til ég kom að turninum. Dyrnar voru lokaðar, en ég opnaði þær og lok- aði þeim með slagbröndum á eftir mér. Ég gekk upp hringstigann, sem fyrir innan var, og birta kom innum mjóa glugga á veggnum. Gegnum þá gat ég séð upphækkuðu brautina, er bar uppi stíginn, sem ég hafði farið eftir áður. Ég setti hlera fyrir gluggana, svo að ekkert gæti minnt mig á ferð mína. Sú stund rann upp, er mig langaði ekki að dveljast lengur í turninum, þó að hún, sem lokkað hafði mig með rödd sinni, væri töfrandi fögur, og ég bjóst til að yfirgefa hana og snúa aftur til vegarins, sem ég hafði farið út af. En slagbrandarnir voru orðnir ryðgaðir, og ég gat ekki opnað dyrnar. Sömu sögu var að segja um hlerana fyrir gluggun- um; þá gat ég heldur ekki hreyft. Ég h'ljóp aftur upp í herbergið, en það var mannlaust ■— og ég var aleinn og ótta- sleginn. Lengi hélt ég áfram að berja á lok- aðar dyrnar, þar til hendur mínar voru orðnar marðar og blóðugar. Þá fann ég allt í einu glugga efst í turninum, en hann hafði ég ekki séð fyrr. Hann var hleralaus, og hann var svo hátt uppi yfir jörðinni, að ég gat séð marga ferða- langa gangandi eftir upphækkuðu braut- inni. Stundum sá ég einhvern fara út á stíginn, sem lá að turninum mínum; cg bráði heitt, að hann kæmi og frels- aði mig, en ég vissi, að ég yrði að kalla til hans, að hann skyldi snúa aftur og halda áfram leiðar sinnar í stað þess að lenda í fangelsinu hjá mér. Það var erfitt að vara þá við, því að turninn var svo 'hár og þeir langt í burtu, en 'hver af öðrum heyrðu þeir til mín og sneru við. Framhald á bls. 36. * * & * * * & * & 3f 3f & 3f Jf & * & 5f Jf & 5f 3f & 5f -IX 3f 3f )f 3f -ÍX * & )f & % * Hrútsmerkitt (21. marz—20. apríl). Varla munuð þér komast hjá því að vera svolítið umtalaðir í þessari viku, en þér skuluð ekki setja þet.ta slúður fyrir yð- ur og þess vegna skuluð þér ekki æðrast, þótt móti blási um stund, því að innan tíðar mun þessi rógur hjaðna niður eins og hver önnur bóla. Ef til vill munuð þér finna í þessari viku, hvað ástin er í raun og veru. Nautsmerkið (21. apríl—20. maí). Bráðlega munuð þér fá frá óvæntum aðila upplýsingar, sem munu koma yður að miklu gagni. En samt sem áður skul- uð þér ekki nota yður þær st,rax, heldur geyma þær um stund og spila svo út þessum trompum á réttu augnabliki. Fremur mun vikan vera tíðindalaus fyrir yður, en eitfhvað mun þó gerast undir vikulokin. TvíburamerkiS (21. maí—20. júní). Ef þér hamrið járnið meðan það er heitt og notfærið yður út í yzt.u æsar þau tækifæri, sem yður gefast, þá mun yður verða mikið ágengt. Hins vegar verðið þér að gæta tungu yðar, því að hvöss tilsvör eru aldrei ýkja vinsæl og fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Það, sem þér ætlið að fara að læra, mun verða yður að gagni. Krabbamerlciö (21. júní—20. júlí). Þér ættuð að hvíla yður svolitið fyrstu daga vikunnar og láta það yður litJu skipta, þótt þér verðið að gefa ýmsar ráða- gerðir upp á bátinn um sinn. Stjörnurnar segja, að yður sé nauðsyn á hvíld og yður veitti ekkert af því að hvílast svo- lítið. Getið þér þá tekið til við áhugamál yðar siðar. Ljónsmerkiö (21. júlí—21. áffúst). Þér þurfið mikið að taka yður á, þér eruð of latir og of tillitslausir við vini og kunningja. Margir hafa talið yður á að taka verk nokkurt að yður.sem þér skuluð hlifðarlaust. neita að gera, enda þótt kennt verði um letinni í yður, það býr nefnilega eitt.hvað undirförult á bak við. Jómfrúarmerkiö (21. áffúst—22. sept.). Svo virðist sem yður hafi leiðzt mikið upp á síðkastið. En leiðindi þessi munu brátt hverfa og þér munuð fyllast bjart- sýni á lífið og tilveruna. Og með bjartsýnum hug og nýjum og endurbætt.um krafti munuð þér vinna yður í álit. Bréf frá útlöndum mun koma yður talsvert á óvart. Vogarskálamerkiö (23. sept.—22. okt.). Þess er bráðlega að vænta að þér lendið í mikilli klípu innan fjölskyldu yðar. En hún hefur líka ýmislegt upp á yður að kvarta og mun krefjast mikils af yður, þegar fram líða stund- ir. Ákveðið starf, sem þér hafið lengi ætlað að taka að yður, mun gefa af sér góðan arð. Sporðdrekamerkiö (23. okt.—22. nóv.). Fyrst undir vikulokin mun eitthvað fara að gerast. Nokkr- um vandamálum mun skjóta upp, en þegar þau eru að korn- ast á hæsta stig munu þau leysast undursamlega að allra dómi. Fjárhagslega séð mun vikan verða nokkuð góð, og þér munuð að öllum líkindum geta fengið einhverja launahækkun. Bogmannsmerkiö (23. nóv.—20. des.). Svo lítur út fyrir.að þérmunið lenda í allskemmtilegum ævin- týrum, sem yður hefur aldrei dreymt um að lenda í. Þessa dagana munuð þér verða í sjöunda himni yfir velgengni yðar, enda er útlit fyrir að vegur yðar aukist enn. Hins vegar skul- uð þér gæta yðar á ljóshærðum manni, hávöxnum. Steingeitarmerkiö (21. des.—19. jan.). Vissulega er engin ástæða til þess að vera með minnimátt.- arkennd. Og ættuð þér strax að láta af þessari vitleysu, því að þetta getur orðið yður að miklu ógagni í framtíðinni. Brát.t munuð þér fá óskir yðar flestar uppfylltar og þér eigið i vændum rikulega viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Vatnsberamerlciö (20. jan.—18. febr.). Ef þér sýnið iðni og dugnað, er enginn vafi á því að yður verður ríkulega launað. Samt munu ekki hljótast af þessu beinar tekjur, en þetta mun bæta fjárhag yðar að nokkru. Þér skuluð þrátt fyrir þessa bót ekki láta skeika að sköpuðu, hvað snertir fjármálin. Fiskmerkiö (19. febr.—20. marz). Þér þurfið nú þegar að láta til skarar skríða í málum, sem snerta einkalíf yðar. Loftið er lævi blandið og innan tíðar mun svolitið gerast, sem mun koma róti á hug yðar. Annars mun hugmynd, sem þér hafið lengi haft í huga, komast í framkvæmd. Happatala yðar er 9. FALKINN 35

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.