Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Qupperneq 36

Fálkinn - 25.10.1961, Qupperneq 36
Það er eitthvað •. • Frh. af bls. 1S „Er mikið um það að menn gangi í herinn upp á síðkastið?“ „Ekki get ég nú sagt það. Mér virðist hann heldur vera í stöðnun. Ég var nú til dæmis á ferðalagi í útlöndum í sumar og mér fannst hann heldur vera í stöðnun. í Danmörku eru til dæmis ekki nema 200 foringjar þar sem aft- ur á móti um 900 eru í Noregi." „Er mikið um það að aðrir trúar- flokkar reyni að krækja í safnaðar- meðlimi hjá ykkur í Hernum?“ „Lítið er nú um það. Hvítasunnu- menn hafa reynt að ná í nokkra, en þeim hefur orðið ósköp lítið ágengt. Það voru aðeins fáeinar sálir sem skiptu um trúflokk, en þetta er svo langt síð- an, að þeir gerðu þetta, að því tekur varla að fara að minnast á þetta.“ „Hefur það aldrei komið fyrir, að reynt hefur verið að gera sprell og at á Hjálpræðisherssamkomum?“ „Það kemur sára sjaldan fyrir, helzt eru það svona strákapjakkar, en við erum vanir að láta það sem vind um eyrun þjóta. Og þá hætta þeir því strax. Menn reyndu nokkuð hér áður fyrr að gera at í Hernum, en það fór allt sam- an af, þegar hann fór að festa hér ræt- ur og fólk vandist honum.“ „Er þá sögnin um engladans helber uppspuni?“ „Þetta var bara tóm vitleysa og ekk- ert annað, það hefur aldrei verið neinn engladans til.“ „Haldið þér að Hernum muni vaxa fiskur um hrygg á komandi árum?“ „Maður veit nú aldrei, en sæðinu hefur verið sáð og tíminn mun leiða í ljós hvernig okkur hefur vegnað.“ „Hefur Hernum annars ekki vegnað vel hér á landi?“ „Jú, fremur vel, hann hefur stöðvar víða um land og hefur hjálpað mörg- um. Hann er til dæmis víða vel metinn af sjómönnum, því hjá honum fá þeir ódýra og góða gistingu. Hjálpræðisher- inn er og vel metinn í öðrum löndum, t.d í Þýzkalandi og víðar fyrir ágæta hjálp við flóttamenn og aðra, sem bágt eiga. Svo sagði mér þýzk kona úr Hern- um, sem ég hitti á ferðalagi erlendis fyrir skömmu.“ Við beindum nú samtalinu inn á aðr- ar brautir og fórum að ræða um alvar- lega hluti. uppeldi æskunnar í guðsótta og góðum siðum, áfengisnautn íslend- inga og annarra. „Herinn bannar að vísu ekki áfenga drykki, og er mjög á móti þeim. Og ég hef verið fyrir mitt leyti ákaflega heppinn, hvað þessi mál snertir. Börn mín hafa alizt upp með andúð á áfeng- urri drykkjum og þykir mér mjög vænt um að þau hafa ekki fallið fyrir freist- ingum Bakkusar. Þetta get ég óbeint 36 FÁLKINN þakkað veru minni í Hernum, því að þar hafa allir mikla óbeit á víni. „Trúið þér á helvíti og eilífa útskúf- un eða gagnstæðuna, sæluríki eftir dauðann.“ „Já, en ég trúi á það, að menn lendi ekki í brennisteini og ógurlegum loga og þar brenni þeir, Þetta er allt saman líkingamál." „Er þá einhver styrkur í trúnni?“ „Manninum er alltaf styrkur í að trúa á eitthvað. Honum er það blátt áfram nauðsynlegt. Ég trúi ekki öðru en þetta helvíti sé bara samvizkubit í öðru lífi. Maður sem ekki hefur iðrazt synda sinna hérna megin, hann hlýtur að taka út sömu kvalirnar þar og á jarð- ríki. Ég er sannfærður um það, að trúaður maður á alltaf kost á ein- hverju. Og eftir því sem árin líða, verð ég alltaf vissari um það, að það er eitt- hvað á bak við þetta allt saman.“ SveTom. CAROLA Frh. af bls. 35 Ánægjan óx innra með mér, unz hún fyllti hjarta mitt, því að nú var ég ekki lengur fangi í háum turni, heldur vörð- ur, sem gætti 'ljóss í vita. Og dag einn sá ég, að allir gluggarnir voru opnir og dyrnar stóðu galopnar upp á gátt — ég var frjáls. Þegar ég vaknaði, vissi ég, hvers vegna ég var fæddur sem dvergur. Ég vissi, að það var ekki Guð, sem hafði gert mig að fanga, heldur var líkami minn hús, er ég hafði byggt með eigin höndum. Þegar sú stund kæmi, að ég hefði lært að vera ánægður, myndi þessi byrði falla af herðum minum. Og teinréttur myndi ég halda áfram leiðar minnar á hinum langa vegi. í söngvum fuglanna og í storminum, í andvaranum, sem hvíslaði í háu korn- inu, og í niðandi lækjunum heyrði ég nú rödd Guðs. Þegar hrokinn, óttinn og blygðunin sleppti tökum á mér, sá ég, að Guð er lífið, og allt, sem lifir, er Guð. Ungt grasið er blíða hans og svifhá espi- trén þrá hans, uxarnir eru þolinmæði hans og árnar gjafmildi hans. Ég fór út í skógana og fann samband mitt við hann í himneskri sameiningu. Ég var t.réð, sem breiddi út greinar sín- ar til að umfaðma vindinn; ég var brum- ið á svartþyrninum, sem opnaði sig fyrir ungum morgninum; ég var moldvarpan, sem gróf sér göng gegnum hlýja jörð- ina til að gera sér hreiður í umvefjandi myrkrinu. Ég var fjörugur sem dreka- fluga og rólyndur eins og regndropi á laufblaði. Þótt ég væri dvergur, var ég Guð, og þegar ég hrópaði nafn mitt til himnanna, bergmáluðu vínviðirnir og spörfuglarnir, pílviðartrén og uxarnir: „Og ég! Og ég!“ ★ DRAIJIVILR Frh. af bls. 19 — Frá hvaða landi eruð þér, og hvað eruð þér gamall? spurði hann. — Ég er frá Frakklandi og er 27 ára gamall, virðulegi Faraó. — Hann er 27 ára gamall og vill ganga að eiga Hermonthíu prinsessu, sem er þrjú þúsund ára gömul, hrópuðu allir konungarnir í hásætunum og þjóð- flokkarnir að baki þeirra. Hermonthía sjálf var sú eina, sem virtist sjá eitthvað vit í beiðni minni. — Ef þér væruð — ja, þótt þér vær- uð ekki nema tvö þúsund ára, skyldi ég með ánægju gefa yður prinsessuna, sagði Faraó. En þetta er of mikill ald- ursmunur. Þar að auki verðum við að gifta dætur okkar þeim mönnum, sem einhver ending er í, og nú kunnið þið ekki framar að varðveita líkama ykk- ar. Þeir sem dóu fyrir einum fimmtán öldum, eru nú þegar orðnir að dufti. Sjáið! Líkami minn er haldgóður sem steinn og bein mín eru eins og stengur úr stáli gerðar. Á efsta degi mun ég ganga fram í hinum sama líkama og með sömu andlitsdrætti og ég hafði meðan ég lifði á jörðinni. Og Hermonthía dóttir mín mun end- ast lengur en nokkur myndastytta úr bronsi. En þá mun duft yðar rokið út í veður og vind, svo að jafnvel Isis sjálf, sem gat tínt upp partana úr Osir- is, mundi tæplega vera þess megnug að safna yður saman í heild. Finnið hví- líkur kraftur er í mér ennþá .. . . . . og Faraó tók í hönd mér og kreisti hana svo fast að ég vaknaði. Þetta var þá Alfreð, kunningi minn, sem hélt í handlegginn á mér og hristi mig óþyrmilega. — Ó, þú synduga svefnpurka, sagði hann. •—• Þarf ég að bera þig út á götu og sprengja púðurkerlingar í eyrun á þér, svo að þú vaknir. Það er komið fram yfir nón Manstu ekki, að þú lof- aðir að koma mér á þesga spænsku málverkasýningu í dag? — Hamingjan góða því var ég al- veg búinn að gleyma, hrópaði ég og klæddi mig í einu vetfangi — Aðgöngumiðarnir eiga að liggja hér einhvers staðar á borðinu mínu. Ég fór nú að róta til á borðinu og leita að miðunum. En hugsið yður, hvernig mér varð við, þegar ég sá, að múmíufóturinn var horfinn. Ofan á blaðaruslinu lá græna leirmyndin af Isis, sem Hermonthía prinsessa hafði skilið eftir um nóttina. „Ef þú vilt verða góður söngvari, skaltu æfa þig á sérhljóðunum með munninn fullan af smá steinum”. „Ég gerði það áðan úti á götu, en þá fékk ég allt í einu ofboðslegan hósta og braut 6 gluggarúður.”

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.