Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1961, Page 12

Fálkinn - 08.11.1961, Page 12
Áður en Á fáum sviðum hafa orðið jafn stór- stígar og örar framfarir og í veitinga- málunum. Hér í Reykjavík er nú fjöldi nýrra og smekklegra veitinga- húsa semi jafnast á við það sem bezt gerist á erlendri grund. Flestir les- endur þekkja að líkindum veitinga- húsin eins og þau líta út, þegar starf- semi þeirra er í fullum gangi: Leik- ur hljómisveitarinnar ómar og gestir gera ýmist að svífa í dansi, snæða ríkulega máltíð eða rabba við kunn- ingjann á barnum. Hvarvetna er ys og þys. En það er ekki víst að allir hafi séð veitingahús, áður en gestirn- ir koma, — þegar starfsfólkið er í óða önn að undirbúa kvöldið. FÁLK- INN brá sér þess vegna snöggvast inn í eitt hinna nýju veitingahúsa, Klúbbinn við Lækjarteig, til þess að gefa lesendum kost á að kynnast þessu. Svo vel vill til, að einmitt um þessar mundir er eitt ár liðið, síð- an Klúbburinn hóf starfsemi sína. — Á þessari opnu gefur að líta ýmsar svipmyndir af starfsfólkinu, þar sem það keppist við undirbúningsstörfin, svo að allt sé til reiðu, þegar gest- irnir koma. Myndin hér til vinstri er af forstjóra Klúbbsins, Birgi Árnasyni. Á myndinni þar fyrir neðan er yfir- þjónninn, Þórarinn Flygenring að líta yfir matseðil kvöldsins. Myndin hér að neðan: HaraldUr Tóm,- asson barþjónn skenkir í glös fyrir fyrstu gesti kvöldsins.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.