Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1961, Side 21

Fálkinn - 08.11.1961, Side 21
I hringekjunni: Auður Guðmundsdóttir og Friðleifur Guðmundsson sem Helena og Hólm læknir. áheyrendum. Þrír piltar á gagnfræðaskólaaldri beygja sig fram á stólbökin og stara stjörfum augum og með opinn mimni, og þegar inngjöfin fer fram, heyrðist lág stuna úr bekknum fyrir aftan. Það er auðséð og heyrt, að leikararnir hafa náð tök á á- horfendum. Spenningurinn eykst og á- horfendur eru orðnir í vafa um hvort Helene Blom er að leika áhrifin frá inngjöfinni, eða hvort henni hafi ekki tekizt að hella meðalinu niður og láta vatn í glasið. Það er líka sýnilegt, að læknirinn er byrj- aður að sjá eftir öllu saman. Það stóð lengst hlé eftir ann- an þátt í leikskránni, og þá stóðu flestir upp og fóru í „kókið“ frammi í forsalnum. Við vissum, að það er oft gaman að tala við leikarana í hléinu, og fórum rakleitt í búningsherbergin, sem eru ekki allt of stór, en hvað um það: Þarna hjálpaði hver öðr- um við sminkun og lagfæring- ar. Stúlkurnar höfðu fremra herbergið og þar sem leikarar eru nú einu sinni alltaf að skipta um föt, var vissara að banka vel og vandlega til að opna ekki hurðina á óheppi- legu augnabliki. Það stemmdi líka, því ein leikkonan var rétt að strjúka kjólinn niður. Hættan var sem sagt liðin hjá og velkomið að koma inn og taka nokkrar myndir. Þarna voru nær allar í eigin persónu. Auður Guðmundsdóttir, sem leikur Helenu svo vel, að þar mættu margar okkar sviðsvan. ari og frægari leikkonur vara sig. Inga Blandon, sem leikur frú Sandemann, við mikinn fögnuð og hlátur áhorfenda, og Halldóra Guðmundsdóttir, Katrín Þorláksdóttir og Svana Einarsdóttir. Þær voru allar í „kókinu“ og löguðu farðann og hárgreiðsluna eða fengu sér ,„reyk“, svona til að róa taug- arnar. Það var skemmtileg óreiða í herberginu, eins og vera ber á slíkum stöðum, og maður hafði á tilfinningunni hve vænt þeim þætti um starfsem- ina, sem öll er unnin í frístund- um, og oft standa æfingarnar langt fram á nætur. Það var glatt á hjalla og gaman að vera hjá stúlkunum, en þótt hlé eftir annan þátt sé lengsta hléið, tekur það líka enda og fróðlegt að sjá hvern- ig umhorft væri hjá piltunum handan veggjarins. Sigurður Kristinsson, sem leikur hinn kvensama Blom arkitekt með myndugleik og tilþrifum, var að lagfæra á sér augabrúnina og sýndi ekki lit á kvensemi, þótt ein aðvífandi settist hjá honum þarna fyrir framan spegilinn. Og þarna var Gunnlaugur ljósameistari og Valgeir Óli Gíslason, gam- alkunnur leikari hjá Leikfé- lagi Hafnarfjarðar. Friðleifur Guðmundsson, Holm læknir, sem stúlkunum á næsta bekk fyrir aftan mig var orðið bölv- anlega við vegna sprautunnar, var að skipta um föt og búa sig undir að fara í búðir með Helenu. Sigurður Kristinsson hefur leikið hjá Leikfélagi Hafnar- fjarðar síðan 1943, og ég man fyrst eftir honum sem einum Bakkabræðra í hinum vinsæla sjónleik um ráðskonu þeirra bræðra, sem sýndur var í Gúttó fyrir löngu síðan. Sig- urður hefur leikið mörg veiga- mikil hlutverk og hann, eins og reyndar þau öll þarna í Hringekjunni, bera það með sér í leiknum, að höndunum er ekki kastað til hlutanna: Þau hafa ekki smitazt af því kæruleysi, sem stundum ein- kennir atvinnuleikara, en þetta er víst mannlegt. Leiksviðsmaðurinn kom eins og fellibylur og sagði öllum að vera tilbúnum og þeir voru farnir að blikka frammi í for- salnum og fólkið að tínast inn. Unglingarnir úr Kópavoginum voru orðnir áhugasamir leik- húsgestir og þegar þriðji þátt- ur hófst, dálítið óvenjulega, var steinhljóð í salnum. Píanóleikarinn, þessi sem Helena var að táldraga, var hálf aumingjalegur, en lista- menn eru nú einu sinni svona; þeirra taugakerfi er miklu fínna en okkar hinna, og þess vegna kannski ekki að furða þótt hann yrði undirleitur. Uppgjör Helenu og Hólm læknis var frábært. Það má segja, að hér hafi gamanleik- urinn farið út í drama, en efnisþráðurinn, þessi leikara- skapur með tilfinningar ann- arra, gefur sannarlega tilefni til þeirra setninga, sem skáld- ið leggur Helenu í munn. Við vorum almennt farin að vona, að Blom arkitekt hefði séð alvöruna og látið af frek- ara kvennafari og dárskap, en þegar eitt viðhaldið birtist og bauð hjónunum með sér í „geim“, kom sami gamli svip- urinn á karl, og leiknum lýk- ur þar sem Hringekjan hefur farið eina ferð. Það hafði stytt upp, er við komum út eftir sjónleikinn, og gott að hugleiða atburðarás- ina. Við mættum fólki, sem var góðglatt og hafði fengið sér neðan í því, og það var kátína og galsi. Þeir eru líka nokkrir Blommarnir á Islandi. Sv. Sœm. Inga Blandon Friðleifur Guðnvundsson Katrín Þorláksdóttir

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.