Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Síða 4

Fálkinn - 15.11.1961, Síða 4
Gömul kona suður í Nobiallo á Ítalíu fór að rifja upp gamlar endurminning- ar, er hún fékk þrjár fimmtíu ára gaml- ar myndir frá Finnlandi fyrir nokkru. Þessi kona, sem heitir Marga Boodts heldur því fram að hún sé Olga Roman- ova, dóttir Niktdásar II. Rússakeisara. Hún varð auðsjáanlega hrærð er hún fékk þessar myndir. Þetta voru hóp- myndir af fólki og á þeim öllum þekkti hún einhverja. Ekki gat hún nefnt nöfn- in á fólkinu, sem hún kannaðist við, en á einni myndinni voru tvær konur, sem hún sagðist vita hverjar væri, og að hún ætti mynd af annari þeirra. — Vitanlega er mér ómögulegt að muna nöfn á fólki, sem ég sá fyrir 50 árum, segir hún, — ég man andlitin vel. Og þegar ég sé þessar myndir minnist ég sælla daga, sem aldrei koma aftur. Ein af myndunum sýnir miðaldra karl og konu, klædd eins og siður var til í byrjun aldarinnar og um þessa mynd segir hún: — Ég man ekki eftir manninum, en konuna finnst mér ég kannast vel við, þó ég muni ekki nafnið hennar. Það voru nefnilega um 300 manns við hirðina, og ég man ekki sérstaklega nein nöfn það- an, svona löngu eftir. Frú Boodts var spurð hvort hún myndi eftir konu, sem Olga Romanova og syst- ir hennar kölluðu „Söndru frænku“, og sem annaðist um þær í uppvextinum. — Já, ég man vel eftir henni, og man að við höfðum þrjár fóstrur, sem kallaðar voru Diandra, Sandra og Gandra. Kon- an á myndinni er ein af þeim, en ég man ekki hver þeirra það er. Frú Boodts skoðaði allar myndirnar gaumgæfilega, og á einni þeirra sagðist hún þekkja konu, sem hét Maria Alex- andra Niemela, og var frænka æðstu hárgreiðslukonunnar við hirðina, sem hét Karoline Wilander. Frú Bodts var spurð um hvort hún gæti munað nafnið á nokkrum af líf- læknum zarsins. Hún sagði að Nikulás zar hefði alltaf sæg af útlendum og inn- lendvm læknum kringum sig, sumpart vegna þess að krónprinsinn sonur hans hafði blæðisýki. En hún sagðist muna að einn af læknunum hafi heitið Velj- monov. Frúin brosti er hún var spurð um, hvort hún hefði verið í opinberum dans- leik í Virola’hti í Finnlandi sumarið 1913. — Já, segið þið ekki neitt, lofið mér... Virolahti •—■ já, þessi dansleikur var í skála inni í skógi — það var birkiskóg- ur. Margir ráku upp stór augu, man ég, þegar einhver ungur maður kom til mín og bað mig um dans. Ég man ekkert hverra manna hann var, en við dönsuð- um vals saman. Þegar hljómsveitin hætti beygði hann sig og tók upp vasa- klútinn, sem ég hafði misst, ■—■ ég sagði honum að eiga hann til endurminning- ar. Það voru fyrstu og síðustu orð mín við þennan pilt, ég hef aldrei séð hann siðan. Ég hafði gaman af að vera með borg- aralegu fólki, segir frúin, — það var allt annað en að umgangast fólk, sem hagaði sér á alla lund eftir hirðsiðunum. Einu sinni þegar ég var krakki strauk ég frá foreldrum mínum, í opinberri heimsókn í Odessa. Ég fannst ekki fyrr en eftir marga klukkutíma, og þá var ég að drekka mjólk og eta brauð heima hjá einhverri verkamannsfjölskyldu. Frú Boodts segist hafa fengið fjölda bréfa víðsvegar að, og fyrir skömmu fékk hún bréf frá frú Terttu Lainu. Hún var dóttir Nelly Sophiu Tilla, sem einu sinni var leiksystir hennar. EKKI alls fyrir löngu hafa klæðskerar í Kali- forníu sent frá sér lista, þar sem taldir eru upp verst klæddu menn í heimi. Og hér eru þeir, sem efstir eru á blaði: Krushchev: Allt of feitur mað- ur í hrukkóttum buxum og pokajakka. Hertoginn af Windsor: Föt hans eru eins og gamlar og leiðinlegar fréttir. Castro: Hinn blettótti og kám- ugi kakivinnufatabúning- ur hans er blátt áfram hneyksli. Auk þess er skegg hans órækt- arlegt. Nasser: Hinn dökki og þröngi búningur hans orsakar það, að hann líkist einna helzt glæpamanni úr sögum Damon Runyons. Að sjálfsögðu gleyma þeir ekki bezt klæddu mönnunum í þessum heimi og sá bezt klæddi er auðvitað Kennedy forseti. ★ NÝLEGA kom hinn mikli fiðlusnillingur, Misha Elman til Kaupmannahafnar til þess að halda konsert. En hann er á miklu ferðalagi um Evrópu. Rétt fyrir brottförina frá New York lét hann þessi orð falla: „Bara að fólk hugsi nú um leik minn en ekki aldurinn. Þegar ég var 12 ára gamall og kom fyrst fram í Berlín sagði fólkið: „Hann er bara góður eftir aldri.“ Sízt af öllu vildi ég heyra fólk segja þetta aftur.“ Þess má geta, að Elman er tæplega sjötugur að aldri. ★ Einveldið kemur fram í Frakklandi í hin- um undarlegustu myndum. Fyrir nokkru gerð- ist það í skóla einum í Talence í Gironde, að bjallan hringdi út, er kennarinn var í miðjum klíðum að útskýra og hlýða yfir. Nemendurnir fylltust óróa og voru ókyrrir í sætum sínum, en kennarinn hélt áfram að kenna, strangur á svip. Loksins hléypti einn nemendanna í sig kjark og sagði: „Hr. kennari .... bjallan hringdi út.“ Kennarinn stóð þá upp og benti með ein- um fingri á sitt lærða brjóst og sagði valds- mannlega: „Bjallan, ■—• það er ég.“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.