Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Qupperneq 5

Fálkinn - 15.11.1961, Qupperneq 5
eóóari vlku- Árið 1514 lét páfinn í Róm prenta verðskrá yfir þau brot, sem menn gátu fengið synda- aflausn fyrir, ef þeir borg- uðu vissa upphæð til kirkj- unnar. Þannig var það fast gjald, sem sérhver syndari átti að borga fyrir brot sitt, ef hann átti að hljóta eilífa sælu og fyrirgefning synda sinna. Þannig gátu menn fengið fyrirgefningu fyrir að hafa drýgt morð, launmorð, þjófnað eða hórdóm. Taxtinn var sá t. d., ef jómfrú myrti bróður sinn, gat hún fengið aflausn fyrir 7 lírur, ef menn kveiktu í húsi nágrannans, þá fengu þeir sakir uppgefn- ar fyrir 6 lírur. Slíkur var þessi syndataxti allur, enda gerði páfi hann eingöngu af fjárskorti, þar sem hann var að byggja Péturskirkjuna á þessum tíma. Það voru meðal annars þessar syndaaflausnir, sem leiddu til þess að siða- bótamennirnir risu gegn kaþ- ólsku kirkjunni og stofnuðu sína eigin kirkju með eigin kennisetningum. ★ Árið 1793 skýtur fyrst upp nafninu Napolon Bonaparty á vettvangi heimsmálanna. Þetta ár gafst nefnilega borg- inni Toulon upp fyrir frönsku herjunum, sem setið höfðu um borgina undir forystu Napolons majórs. Franski herinn hafði setið um borg- ina vegna þess að á meðan byltingin var í Frakklandi, hafði borgin lýst sig sem verndarsvæði Englendinga og neitaði algjörlega yfirráðum Frakka. En þá fýsti aftur á móti að ná borginni á sitt vald sakir þess að hún var vel sett við Miðjarðarhafið og hafði löngum lotið Frökk- um og verið þeirra sterkasta flotahöfn við Miðjarðarhafið. ★ er til í Austurlöndum. Ár- lega eyddi hann 100.000 rú- bínum í þetta og lét hann velja þrisvar sinnum á ári úr þær dúfur sem til greina gætu komið til þess að ganga í heilagt hjónaband. Átti hann líka stærðar dúfnahús fullt af úrvals tegundum. Þegar búið var að velja brúð- hjónin tilvonandi, voru þau sett upp á fíl, sem hulinn var að mestu gullinni ábreiðu með ísettum demöntum, og var fíllinn síðan leiddur til þess staðs,, þar sem athöfnin átti að fara fram. Gaikwarinn framkvæmdi sjálfur vígsl- una, og að henni lokinni, hélt hann dýrlega veizlu til heiðurs hinum fiðruðu brúð- hjónum og mættu þar allir helztu embættismenn ríkis- ins. Fengu brúðhjónin þá oft- ast nær dýrðlegar gjafir. Láta mun nærri, að Gaikwar- inn hafi eytt í þegsa viðhöfn í þau fjórtán ár, sem hann ríkti, um 2 milljónir dala, enda gengu 84 dúfur í það heilaga á ríkisstjórnarárum hans. ★ Síra Jón Egilsson segir svo frá í biskupsannálum sínum, að Gyrður ívarsson Skálholts- biskup, greiddi eitt sinn hér sitt og kvað: Otniíecjt en, óatt Sérkennilegasti fuglavinui' sem uppi hefur verið, var áreiðanlega hinn geysiauðugi Gaikwar í Baroda á Indlandi, en hann ríkti þar um fjórtán ára skeið. Hann hélt aðallega upp á dúfur og eyddi stórfé í það að gifta saman dúfu- pör með pomp og pragt, þeirri viðhöfn, sem aðeins Gyrður kembir nú gula reik með gylltum kambi. Bað hann síðan bróður Eystein Ásgrímsson að bæta við. Ey- steinn botnaði þannig: Kominn ertu úr krókasteik, þinn kúluvambi. ★ Er Ögmundur Pálsson var tekinn höndum af Dönum á Hjalla í Ölfusi árið 1541,mælti Sá Sem e9 Síðastli&ið sumar var sumarbústaður sá, sem nœstur er okkar, leigður nýgiftum flugliðsforingja og konu hans. A hverjum morgni fór hann snemma af stað til flugvallarins og klukkutíma síðar gekk kona hans niður að ströndinni með hvítt, stórt bað- handklœði. Við furðuðum okkur allmikið á þessu atferli, að fara svona snemma morguns í sólbað niður að ströndinni. Svo kom hú aftur hlaupandi eftir nokk- urn tíma brosmild og glaðleg. Hún sagði okkur frá því, að maður hennar flygi dlltaf svo nálœgt strönd- inni, þegar hann vœri á æfingarflugi og er hann sœi hana veifa hvita handklœðinu, hallaði hann þá ann- aðhvort vinstri vœngnum til þess að tákna: „Ég verð á vakt í nótt og kem ekki heim í nótt,“ e'ða hann hallaði hœgri vœngnum tii þess að segja: „Eft- ir átta tíma, verður þú aftur í mínum örmum. Einn morguninn hafði hann flogið fremstur fyrir sex flugvélum og þegar hann sá mig, halllaði hann vinstri vœngnum. Nokkrum mínútum síðar flugu hinar sex vélar yfir ströndina og hölluðu allar hægri væng. M. V. hann þessa vísu við systur sína,Ásdísi húsfreyju á Hjalla: Hugsaðu um það, hringaláð, hvað hlauzt af vilja þínum. Köld eru jafnan kvennaráð; kernur að orðum mínum. Vísan var talin eftir Ög- mund, en hún er úr Reinalds- rímum og hefst þar svo: Hygg þú að því, hringaláð, hvað hlauzt af vilja þínum. ★ Stoðar lítt að stæra sig, styttast heimsins náðir: Maðkurinn étur mig og þig; mold erum við báðir. Páll Vídalín. Sá, sem grætur, vorkennir sjálfum sér. Grátur er fyrsta merki þess, að menn séu að leggja árar í bát og gugna í viðureigninni við þá örðug- leika, sem þeir eiga við að stríða. Jakob de Geer. Það er örðugt að mikla fyr- ir sér þá hamingju, sem menn hafa aldrei öðlazt. Stendhal. ★ Hamingjan er ekki hláturs- efni. Whately, erkibiskup af Dyflinni. DDNNI Ég er enn sannfærS- ur um það, að bezta fræðslan fyrir ung- linga í kynferðismál- unum sé á kvöld- námskeiðum. DG HEYRT

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.