Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Page 23

Fálkinn - 15.11.1961, Page 23
ina, og með miklum bresti rifnaði hún af hjörunum. Ég sá óljóst einhverja veru í rúminu, .sem teygði sig eftir kertinu og slökkti. svo við vorum í svarta myrkri. í einu stökki kastaði ég mér á rúmið og hélt þeim, sem þar var fyrir, niðri með hnénu. Fanginn barðist ákaft um á hæl og hnakka, en ég greip fyrir kverkar honum með vinstri hendi og hélt honum niðri, svo tók ég upp skammbyssuna og lagði kalt hlaupið við gagnaugað á honum. „Kveiki nú einhver ljós!“ sagði ég. „Hann er á mínu valdi.“ Það var gert. Ég leit á fangann, og fjandinn fjarri mér, það var ung stúlka! Ég sleppti og stóð upp af rúminu, heldur sauðarlegur. Hver og einn leit ánalega á þann næsta. Enginn átti neina vitglóru eftir, svo var undrunin. Unga stúlkan byrjaði að gráta, og faldi andlitið undir sænginni. Gestgjafinn sagði auðmjúklega: „Dóttir mín, hún hefur gert eitthvað, sem ekki er rétt, nicht wahr?“ „Dóttir yðar? Er hún dóttir yðar?“ „Já, hún er dóttir mín. Hún kom heim í kvöld frá Cinci- mantií ofurlítið lasin.“ „Fjandinn hafi það, þessi drengur hefur logið. Þetta er ekki það rétta 166, þetta er ekki B. B. Jæja, Wicklow, þú skalt finna það rétta 166 fyrir okkur, eða — halló! hvar er þessi drengur?“ Horfinn, svo sannarlega! Og, það, sem meira var, okkur tókst ekki að finna hann. Þetta var ljóta ólánið. Ég bölvaði bjánaskap mínum, að hafa ekki bundið hann við einhvern mannanna, en nú var of seint að fást um það. Hvað átti ég nú að gera? — Það var spurningin. Þessi stúlka gat verið B. B. Ég trúði því ekki, en það var engin sönnun. Svo ég lét menn mína taka sér aðsetur í auðu herbergi gegnt 166 og sagði þeim að handtaka sérhvern, sem nálgaðist her- bergi stúlkunnar, og hafa gestgjafann hjá sér undir strangri gæzlu, þar til frekari skipanir bærust. Svo flýtti ég mér til virkisins til að gá, hvort allt væri þar í röð og reglu ennþá. Jú, allt var í lagi, og hélt áfram að vera það. Ég var á fótum alla nóttina til að fullvissa mig um það. Ekkert skeði. Ég var ósegjanlega glaður, þegar dagur rann, að geta til- kynnt Hermálaráðuneytinu, að stjörnufáninn blakti enn yfir Fort Trumbull. Þungu fargi var létt af hjarta mínu. En auðvitað slak- aði ég ekkert, til á aðgæzlunni, til þess var málið of alvar- legt. Ég kallaði fyrir fangana, hvern af öðrum og yfir- heyrði þá klukkutímunum saman, og reyndi að fá þá til að .játa, en árangurslaust. Um hádegi bárust fréttir af týnda drengnum. Hann hafði sést á veginum, þrammandi í vesturátt og var kominn um átta mílur kl. 6 um morguninn. Ég sendi riddaraliðsfor- ingja við annan mann, þegar í stað á eftir honum. Þeir komu auga á hann um 20 mílur vesturfrá. Hann hafði klöngrast yfir girðingu og dróst þreytulega áfram yfir akur í áttina að stóru, gamaldags sveitasetri í útjaðri þorpsins. Þeir riðu gegnum skóg, tóku á sig krók og komu að húsinu úr gagnstæðri átt, stigu þara af baki og skutust inn í eld- húsið. Enginn þar. Þeir læddust inn í næsta herbergi, sem einnig var autt, en dyrnar þaðan inn í setustofuna voru opnar. Þeir voru í þann veginn að fara inn um þær, er þeir heyrðu lága rödd, það var einhver, sem baðst fyrir. Svo þeir biðu hógværir, og liðsforinginn gægðist inn og sá gamlan mann og gamla konu krjúpa á kné úti í horni á setustofunni. Það var gamli maðurinn, sem baðst fyrir, og rétt er hann var að enda bænina, lauk Wicklow upp hurð- inni og gekk inn. Bæði gömlu hjúin þustu til hans og föðm- uðu hann að sér, hrópandi! „Drengurinn okkar! Blessaður engillinn! Guð veri lofaður. Hinn týndi er fundinn. Hann, sem var dáinn, lifir!“ Já, lagsmaður, hvað heldurðu? Þessi litli drísildjöfull var fæddur og uppalinn á þessu heimili, og hann hafði aldrei farið fimm mílur frá því á æfi sinni, fyrr en hálfum mánuði áður, er hann slangraði inn í setuliðsvirkið og laug mig fullan með þessari sorgarsögu sinni! Þetta er gullsatt. Þessi gamli maður — vellærður, uppgjafa prestur, var faðir hans, og gamla konan móðir hans. Ég verð að bæta við nokkrum til skýringar á þessum dreng og afrekum hans. Það kom í ljós, að hann var afar gráðugur í reyfara og æsiblöð, þess vegna áttu skuggalegir leyndardómar og fáránlegar hetjusögur heldur en ekki við hann. Svo hafði hann lesið blaðaskrif um lævíslegt fram- ferði njósnara mitt á meðal okkar, og hin fáu afrek, sem þeir höfðu komið fram, þangað til ímyndunarafl hans var í Ijósum loga. Félagi hans í nokkra mánuði hafði verið ung- lingur úr nágrenninu, tölugur vel og með fjörugt ímynd- unarafl. Hann hafði um tíma verið ,,skítskrifari“ (Þ. e. undir- gjaldkeri) á fluttningadalli, sem gekk frá New Orleans um tvö til þrjúhundruð mílur upp eftir Mississippi — Þess vegna kunni hann nokkur skil á Suðurríkjunum. Veistu, af hverju hann sagðist heldur deyja en útskýra viss atriði í svikavef sínum? Blátt áfram af því hann gat það ekki! — Þau voru öldungis meiningarlaus, hann hafði fiskað þetta upp úr sinni eigin ímyndun; án þess að hugsa um afleið- ingarnar, og svo þegar hann átti fyrrvaralaust að útskýra þau, var honum ekki unnt að finna upp neinar skýringar. Til dæmis gat hann ekki sagt, hvað væri fólgið í „ósýnilegu skriftinni“, af þeirri einföldu ástæðu, að það var ekkert, bara auð blöð. Hann hafði aldrei sett neitt inn í byssu, og ætlaði sér aldrei — því bréf hans voru öll skrifuð til ílmyndaðra manna og þegar hann faldi eitt í hesthúsinu, hafði hann ætíð á burt með sér bréfið, sem hann hafði falið þar daginn áður, svo hann kannaðist ekkert við hnútasnærið, því hann sá það í fyrsta sinn, er ég sýndi honum það, en þegar ég lét hann vita, hvaðan það væri komið, tók hann það óðara að sér, á sinn rómantíska hátt, og naut þess í ríkum mæli. Hann fann upp hr. „Gayherd“, Bond Street 15 var ekki til — það hafði verið rifið þrem mánuðum áður. Hann fann upp ,ofurstann“ hann fann upp lygasögurnar um þetta ó- gæfusama fólk, sem ég lét handtaka; hann fann upp ,,B.B.“, hann fann meira að segja upp no. 166, því hann vissi ekkert um, að slíkt númer væri til í Arnarhóteli, fyrr en við kom- um þangað. Hann var tilbúinn að finna upp hvern og hvað sem var, hvenær sem á þurfti að halda. Ef ég spurði um njósnara „úti fyrir“, lýsti hann samstundis ókunnu fólki, sem hann hafði séð á hótelinu, og heyrt nöfn þeirra af til- viljun. Æ, hann lifði í stórkostlegum, leyndardómsfullum og rómantískum heimi þessa fáu, viðburðaríku daga, og ég held sá heimur hafi verið honum veruleiki, og hann hafi notið þessa alveg inn að hjartarótum. En hann olli okkur erfiði, og hroðalegri auðmýkingu. Þú skilur, vegna hans höfðum við um tuttugu manns í fangelsi í virkinu með varðmenn úti fyrir dyrunum. Sumir væru her- menn, og þá þurfti ég ekki að biðja afsökunar, en hinir voru fyrsta flokks borgarar hvaðanæva að úr landinu, og engar afsakanir dugðu til að gera þá ánægða. Þeir hömuðust og bölsóttuðust og gerðu okkur lífið afar leitt! Og þessar tvær frúr, önnur var kona þingmanns frá Ohio, hin systir biskups — ja, fyrirlitningin og háðið og reiðitárin, sem þær helltu yfir mig, var nóg til, að ég gleymi þeim ekki fyrst um sinn. (Framh.) Við fórum upp þrjá stiga, eins hijóðiega og kettir, og svo, innst í löngum gangi, komum við að dyrum, sem Ijósaskímu lagði út um. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.