Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Síða 8

Fálkinn - 29.11.1961, Síða 8
GUNNAR M. MAGNÚSS rithöf. skrifar þessa grein fyrir FÁLKANN í tilefni 100 ára ártíðar Hannesar Hafstein 4. des. HANNES HAFSTEIN Á MORGNI ÆVI SINNAR I. Það var fallegur og sviphýr drengur, 12 ára að aldri, sem gekk hinn 1. júlí 1874 í fyrsta sinn yfir Skólabrúna og upp að dyrum Latínuskólans í Reykja- vík. Hann var hnellinn og hraustlegur, með ljómandi augu og gáfulegt yfir- bragð, hárprúður. Jón rektor Þorkelsson tók á móti drengnum og prófaði hann. Þegar því var lokið, skrifaði hann í bækur skól- ans: -— að reyndur hefði verið „og tek- inn í fyrsta bekk Hannes Þórður Hav- stein, sonur P. Havstein í Skjaldarvík I Eyjafjarðarsýslu“. Drengurinn skrifaði sjálfur nafn sitt: Hannes Þ. Hafstein. Móðir hans var Kristjana Gunnars- dóttir prests að Laufási Gunnarssonar. Hún var þriðja kona Péturs amtmanns og 24 árum yngri en hann. Faðirinn var Pétur Havstein amtmaður. Gísli Brynj- ólfsson, skáld, sagði um Pétur amtmann, að hann hafi haft „manna bezt vit á og dýpsta tilfinning fyrir sönnum skáld- skap“. Kristjana var gáfuð og mikilhæf stúlka. Til er frásögn af því, er fund- um þeirra Péturs og Kristjönu bar fyrst saman, og lýsir henni að nokkru. Þau höfðu fyrst sézt á Stórhóli hjá Eggert Briem sýslumanni, móðurbróður hennar. Nokkru síðar, er hún var heima á Hálsi 1 Fnjóskadal, bar það við, er hún var að koma heim með mjólk úr kvíum, að hún mætti Pétri Havstein. Hann spurði, 'hvort þetta væri „jóm- frú Gunnarsson11. „Kristjana Gunnarsdóttir heiti ég,“ svaraði hún. í svari þessu felst eimur af persónu- legu og þjóðlegu stolti, sem lýsir henni vel. Kristjana var alsystir Tryggva bankastjóra og alþingismanns. Skömmu síðar en hér var frá sagt, fréttist það, að amtmaður hefði beðið Kristjönu og fengið jáyrði. Þau Kristjana og Pétur áttu saman 9 börn, 4 syni og'5 dætur. Elztur þeirra var Hannes Þórður, sá, er síðar varð einn umsvifamesti íslendingur síðari hluta 19. aldar og fyrstu tugi þessarar aldar, skáld og stjórnmálamaður. Hann fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. desember 1861. Hundrað ára afmæli hans er því um þessar mundir. í fáum orðum skal embættisferill hans rakinn á þessa leið: Hann tók stúdents- próf 1880 og lagapróf í Kaupmannahöfn 1886. Þegar hann kom heim, var hann samstundis settur sýslumaður Dalasýslu, en undir árslok hið sama ár gerðist hann málflutningsmaður við landsyfir- rétt.inn. Árið eftir varð hann landshöfð- ingjaritari, og sýslumaður í ísafjarðar- sýslu og bæjarfógeti var hann frá 1895 til 1904. Árið 1904, þegar ráðherraemb- ætti var stofnað á íslandi, var Hannes valinn í það virðulega embætti. Hann var ráðherra 1904 til 1909 og aftur 1912 til 1914. Alþingismaður ísfirðinga var hann 1900 til 1902. Eyfirðinga 1903 til 1916 og landskjörinn alþingismaður 1916 til 1922, en sat síðast á þingi árið 1917. Auk þessa gegndi hann fjölmörgum trúnaðarstörfum, þótt ekki verið rakin hér. Hannes Hafstein kvæntist árið 1889 Ragnheiði Stefánsdóttur prests í Kálf- holti. Hún var þá 18 ára. Björn M. Ól- sen prófessor sagði um Ragnheiði í Óðni 1905: — Hannes Hafstein væri ekki sá maður, sem hann er, karlmennsk- an í ljóðum hans væri ekki eins öflug, lífsgleðin ekki eins björt, ef hann ætti ekki þá konu, sem hann á. — Hún felldi ung ást til Hannesar Hafsteins og þau hvort til annars.------Hafa samfarir þeirra alltaf síðan verið hinar ástúðleg- ustu og heimili þeirra fyrirmynd að rausn og hýbýlaprýði. — Frú Ragnheið- ur var óvanalega fríð sýnum og fyrir- mannleg, og að allra dómi, sem þekkja hana, hin bezta kona, trygg og vinföst. Þau hjón eignuðust 10 börn. Frú Ragn- heiður lézt árið 1913, aðeins 42 ára að aldri. Hannes Hafstein lézt 1922. II. Hverfum þá til þeirrar stundar, er hinn ungi sveinn stóð á tröppum Latínu- skólans, innritaður í hóp þeirra, sem líklegastir voru til að taka síðar þátt í menningarforustu þjóðarinnar. Það var vor í lofti. Þúsund ára hátíð var fyrir dyrum, er minnast skyldi land- náms Ingólfs. Fyrir nokkrum dögum, er hér var komið sögu, hafði borizt fregn um, að fullráðið væri, að Kristján 9. konungur Danaveldis, kæmi til íslands með fríðu föruneyti og ætlaði með eigin hendi að afhenda íslendingum stjórnar- skrá. En það var fyrsti stóri marka- steinninn á sóknarbrautinni undan er- lendum yfirráðum. Um þessar mundir var að myndast 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.