Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Side 10

Fálkinn - 29.11.1961, Side 10
Mállaus og máttarvana heyrði hann gegnum þilið ráðabrugg læknanna Það marraði í ruggustóln- um í herberginu við hliðina, um leið og aðstoðarlæknirinn spratt á fætur. — Þetta er með berum orðum morð, sagði hann. Röddin, sem var hærri en venja var til, vegna þess að honum hafði hitnað í skapi, heyrðist greinilega gegnum þunnt þilið. Sjúklingurinn opnaði aug- un, en hreyfði sig ekki í rúm- inu. Hann gat hvorki hreyft sig eða talað. Svona hafði hann legið í fjórtán mánuði, eins og dauð- ur hlutur, en þó með augu og eyru og starfandi heila. Þeir hjúkruðu honum og nostruðu við hann og hann gat horft á þá. Hann sneri þannig að hann gat horft út um gluggann og fylgdi með augunum þeim, sem framhjá gengu — búðarsendlunum og póstinum, og einstöku sinn- um kom einhver í heimsókn. Og stundum flaug fugl framhjá glugganum. Rétt áð- an hafði hann séð dúfu flögra hjá. Hún var líklega að eltast við baunirnar, sem Dóra hafði verið að sá í garðinn. Hugur hans hafði komizt í æsing, er hann heyrði rödd aðstoðarlæknisins í næsta her- bergi: — En það væri morð! Læknirinn svaraði ekki strax. Hann hlaut að hafa gengið að arinhillunni, þar sem eldspýturnar og vindling- arnir voru, því að nú heyrði hann hringla í eldspýtustokk. Hann kveikti sér í vindlingi og settist í hægindastólinn, sem marraði undan þyngslun- um. — Nú, jæja með berum orðum; víst er það morð. Og hvað svo? — Já, en guð sé oss næst- ur. Þér getið ekki gert þetta. — Ekki það? Það hefur komið fyrir fyrr en í dag, og þér hafið áreiðanlega reynt í yðar starfi, að fleiri en einn læknir hefur gert það Nei, ef til vill ekki í svona tilfelli, en þegar einhver veslingur hefur barizt lengi við dauð- ann, — hefur yður sjálfum þá ekki fundizt, að of stór morfínskammtur geti komið að góðu haldi? — Jú, en þá hefur verið öðru máli að gegna. — Er það? Svo að þér álít- ið þá, að hið líkamlega dauða- stríð sé verra en endalaust andlegt víti. Það þætti mér gaman að vita. Veiki maðurinn varð allt í einu for- vitinn að heyra meira. Þetta var sam- tal sem snerti hið raunverulega líf. Fólk, sem kom til þess að heimsækja hann sagði aldrei neitt þessu líkt. Það talaði um eitthvað annað og hann gat aldrei látið á sér skilja, hvort það sem það var að tala um, væri honum til skemmtunar eða leiðinda. Það talaði ýmist um veðrið eða ættingjana. Aðeins Dóra blessunin hafði vit á að tala um hvernig gengi í verksmiðjunni. En þetta þarna innan úr herberginu var ræða lífsins. Hvern skyldu þeir vera að tala um? hugsaði hann. Líklega einhvern af sjúklingum læknisins. Skyldi það vera einhver sem hann þekkti? Aðstoðarlæknirinn sagði eitthvað, sem hann átti erfitt með að greina, því að hann hafði auðheyrilega hallað sér fram og vildi ekki horfast í augu við lækninn. — Og mannlegt líf er óhrekjanlegt og heilagt, er ekki svo? heyrðist lækn- irinn segja með skýrri rödd og ákveð- inni. — í því er ég yður alveg sammála. Því meira líf og lífsþróttur, því meiri réttur. En hvers líf er mest virði? Ungu konunnar, sem hefur til að bera kjark skilning og fegurð, eða manns- ins sem hvorki getur talað né hreyft legg eða lið, — sem yfirleitt getur ekk- ert nema sofið? — Þér getið ekkert um það sagt, hvort honum þykir ekki vænt um það, að hann hélt lífinu, sagði aðstoðar- læknirinn og maldaði í móinn, en án þess að vera sannfærður. Og svar lækn- isins var fullnægjandi: stutt hláturs- roka. Sjúklingurinn var nú glaðvaknaður. Hann var hræddur og órólegur og reyndi að telja sér trú um, að þetta væri ekki annað en vondur draumur. Hann skimaði skelfdum augum um allt herbergið, hann horfði á tréð fyrir utan gluggann og sá greinarnar bærast í vorgolunni, og hann horfði á rúm- teppið, sem var svo slétt ofan á hreyf- ingarlausum líkama hans. Jú, víst lá hann þarna lifandi í rúm- inu sínu og hlustaði á rödd læknis síns, sem var að stinga upp á að stytta eymd- arástand hans, — eins og hann væri hundur, sem hefði orðið undir bifreið eða ósjálfbjarga fuglsungi, sem hefði oltið út úr hreiðrinu sínu. Þessa stundina fannst honum hann vera betur lifandi en nokkurn tíma áð- ur í þessa fjórtán mánuði sem hann hafði legið rúmfastur. Og nú vissi hann í fyrsta skipti, hversu heitt hann þráði að lifa, og halda lífinu áfram. Eins og hestur, sem hefur fælst og reynir að slíta sig lausan frá hesta- steininum, barðist hann nú gegn þeim ofurmætti, sem batt hann mállausan og máttlausan við rúmið. En þessi ofur- máttur hélt honum rígföstum í járn greipum sínum. Hann gat hvorki hróp- að né hreyft sig. — Hann verður ekki var við neitt, hélt læknirinn áfram. — Ég get lofað yður því. í níu tilfellum af hverjum tíu deyr sjúklingurinn í svefni og veit ekkert hvað er að gerast. Það gerir hann líka, það skal ég sjá um. — En hugsið þér til konunnar hans. Henni þykir þó vænt um hann? Hvernig mundi henni líða eftir á? — Hún mundi verða sannfærð um, að hann hefði ekki orðið neins var. Hún mundi trúa því um aldur og ævi, að þetta hefði verið slys, og þegar nokkuð væri liðið frá, mundi henni verða léttir að fráfalli hans. Læknisaðgerð er aldrei skemmtileg, en samt er hún hundrað sinnum skemmtilegri en að seigkveljast til bana. Nú varð þögn á ný og sjúklingurinn reyndi að leggja við hlustirnar eins og

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.