Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Page 11

Fálkinn - 29.11.1961, Page 11
SMÁSAGA EFTIR LUCE DENNIS hann gat. Hann heyrði hvernig aðstoð- arlæknirinn reyndi árangurslaust og linkulega að malda í móinn: — Og hvað þá um mig? Hvað verður haldið um mig? — Ég var að segja yður, að ég sé við því öllu saman. Þér farið inn í þorpið til þess að sækja tóbak — og þar með hafið þér sönnun fyrir því, að þér hafið verið fjarverandi. Ég hef sent yður þangað og ber þess vegna ábyrgðina. Yður er bezt að fara undir eins, og koma ekki aftur fyrr en ég hef gefið yð- ur merki. Farið þér nú og þakka yður fyrir. Hann mundi líka þakka yður fyrir, ef hann vissi um þetta. Þeir tókust í hendur þarna inni í her- berginu. Sjúklingnum fannst hann geta séð þetta gegnum þunnan vegginn. Að minnsta kosti vissi hann að þeir gerðu það. Nú opnaðist hurð og gengið var þungum skrefum gegnum anddyrið. Síð- an var útidyrahurðinni skellt í lás. Aðstoðarlæknirinn gekk fyrir opinn gluggann á stofu sjúklingsins, en sneri andlitinu undan á meðan. — Dóra, hrópaði sjúklingurinn, en þetta óp var aðeins til í sál hans — ekkert hljóð komst fram á varir hans. Mínútu síðar kom hún inn til hans. Hún lauk dyrunum hægt upp og gekk hljóðlega inn. Hún var í grænu, þykku kápunni sinni og með litla hattinn. Það var fararsnið á henni líka. En Dóra virtist ekki hafa hugmynd um þessar ráðagerðir. Hún gekk beint út að glugganum og horfði hugsandi út. Hún var dökk yfirlitum og yndisleg, hörundið var fagurhvítt. Oftast hafði hún frá einhverju skemmtilegu að segja, þegar hún kom inn, en í dag var hún þögul. — Ég þarf að skreppa inn í bæ og ég skal hafa kvöldblaðið með mér heim handa þér. Ég verð ekki lengi í burtu. Læknirinn hefur boðið mér að aka með sér í bílnum sínum. Samfara óttanum, hinum hræðilega ótta, kenndi hann nú ákafrar reiði, sem var ennþá sterkari en óttinn. Hann ætl- aði þá að fara með Dóru með sér þessi ungi læknisoflátungur. Og Dóra ætlaði að aka með honum, því að hann sjálfur gat ekki aðvarað hana hvorki með orði né bendingu. Dóra stóð enn hikandi við gluggann. — Það er yndislegt veður í dag. Þeg- ar þú ert kominn á fætur og orðinn hress aftur verðum við að fara að herja á illgresið. Það er að kæfa allt í garð- inum hjá mér. En finnurðu samt ekki ilminn af blómunum þarna úti? Hann er svo sterkur. Hún sneri sér ekki við til þess að horfa á hann, né vænti nokkurs svars. Dyrnar opnuðust aftur og læknirinn kom inn. Sjúklingurinn leit hatursaug- um til 'hans. — Jæja, frú Watson. Nú þyrfti ég að fara að komast af stað. — Æ. þakka yður fyrir. Þá verð ég víst að fara. Hana langaði ekkert til að fara með lækninum, ef til vill var hún ofurlítið hrædd við hann. Maðurinn hennar sá þetta mjög greinilega. — Komið þér nú. Þér haldið ekki heilsu, ef þér komið aldrei út fyrir húss- ins dyr og fáið yður ferskt loft. — Vitanlega tók hann hana undir arminn, — sem læknir auðvitað — og leiddi hana örugglega út úr herberginu og gætti þess að vera sjálfur milli henn- ar og sótthitagljáandi augna manns hennar. — Ég skal ekki vera mjög lengi, kallaði hún til mannsins síns. Læknirinn kom inn aftur eftir dálitla stund og tók sem snöggvast í handlegg- inn á sjúklingnum. Sjúklingurinn fann greinilega til stungu eftir sprautunál- ina. Án þess að líta upp, lagði læknir- inn handlegginn aftur í réttar stellingar og gekk út. Fáeinum mínútum síðar heyrðist hann setja hreyfilinn í bifreið sinni í gang og ,aka burt. Sjúklingurinn var einn eftir. Hann var aleinn og virtist liggja graf- kyrr. En í rauninni barðist hann áköf- ustu baráttu, sem hann hafði nokkru sinni háð á ævi sinni, barðist gegn þeim mætti sem batt hann við rúmið. Hann varð að berjast gegn svefninum, sem nú mundi fara að ásækja hann. Hann var sterkur, — ungur og sterkur. Hann ætti að hafa nægilegt þrek til þess að geta stigið fram úr rúminu, brjóta upp hurðina, ef hún væri aflæst, ná í lækninn og jafna duglega um við hann. Ef hann aðeins gæti fundið lyk- ilinn að sínum þrótti, sem hann hafði týnt fyrir fjórtán mánuðum síðan. Frh. á bls. 31. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.