Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Side 14

Fálkinn - 29.11.1961, Side 14
Krossfiskar og hníðurkarlar Bókaflóðið fer nú senn að ná hámarki. Bæk- urnar streyma á markaðinn daglega og menn hafa veitt því eftirtekt, að í ár virðast vera gefnar út fleiri bækur eftir innlenda höfunda en áður. Ber vissulega að fagna þeirri þróun. Ægisútgáfan gefur út bók, sem líklegt er að vekja muni forvitni margra. Bókin nefn- ist Krossfiskar og hrúðurkariar og er eftir Stef- án Jónsson fréttamann. Stefán er fyrir löngu orðinn þekktur sem útvarpsmaður. Hann hefur ferðast vítt um landsbyggðina og tekið upp innlent efni, sem notið hefur mikilla vinsælda. Þetta er fyrsta bókin, sem Stefán lætur frá sér fara og hér á eftir verður hún kynnt lítil- lega með tveimur stuttum köflum. Teikning- arnar eru eftir Kristinn Jóhannsson á Akureyri. Eftir Stefán Jónsson, fréttamann KR/'ít-NN 'ií. 14 FÁLKINN Það skeði á Djúpavogi, Alþingishátíð- arveturinn, að beitusíld skemmdist í íshúsinu. Þetta voru nokkur tonn af síld, og um vorig var öll kássan flutt á gamlan og uppgróinn fiskreit á milli húsanna Lögbergs, Brekku, Svalbarðs og Rjóðurs. Þetta var allmikill haugur, og strax með fyrstu sól þreyttu nú þangað flug- ið, gjörvallar fiskiflugur af svæðinu milli Hamrafjarðar og Berufjarðar. Síldarhaugurinn blasti við eldhús- glugganum heima hjá mér og það var furðuleg sjón, hversu einarðlega flug- urnar gengu fram í því að breyta hon- um í skordýr. Á einum sólbjörtum degi varð þessi hóll af silfurglitrandi beitusíld, bik- svartur af flugu. Þannig stóð han"n eins og jarðfastur tinnusteinn í nokkra daga. En svo tók hann allt í einu að iða og nötra. Og á sjöunda degi umhverfðist hann. Löngu framliðnar síldar risu upp á sporðinn og steyptu sér kollhnís í byngnum. Og öll hænsnin frá fyrr- nefndum húsum þustu að og skipuðu sér í þéttan hring umhverfis furðuverk- ið og tíndu maðka daglangt. Þau voru komin þangað við sólarupp- rás á morgnana og viku þaðan ekki fyrr en seint á kvöldin. Þá, — þegar göglin voru horfin til síns heima og skvaldrið í þeim þagnað, mátti heyra suðið í þessum milljörðum skorkvikinda heila bæjarleið í nætur- kyrrðinni, svo sleitulaust gengu þau að mat sínum. Ég hef heyrt Svía borða síld í því fræga matarhúsi Fraskati í Kaupmanna- höfn, en það jafnast ekkert á við að- ganginn í maðkinum. Á daginn skondraði sem sagt allur hæsnagrúinn umhverfis síldarbynginn í margfaldri, óskipulagðri fylkingu, og sjálfsagt hefur það verið þeim að þakka að maðkurinn skreið ekki alla leið heim í hús. Þau voru svo niðursokkin í átið, að hanarnir báru það ekki einu sinni við að fjandskapast út af hænunum. Sjálf afbrýðisemin kafnaði í matarlystinni. Fálki kom einn morgun á hröðum væng. Undir venjulegum kringumstæð- um hefði hænsnamorið sundrast með óskaplegu gargi og hver fogl þotið í sinn kofa nema sá eini útvaldi. Nú hremmdi ránfuglinn brúna topphænu og flaug með hana burt-án þess að hin hænsnin litu einu sinni upp. Óttinn við dauðann hafði líka hopað um set. Aldrei hafði hænsum verið gjörð önn- ur eins Paradís í Suður-Múlasýslu. En nú brá svo kynlega við að hæn- urnar steinhættu líka að verpa. Við máttum una eggjalaus dægrum saman í þessum hluta þorpsins. Það var ekki annað sýnna en fiskiflugan hefði líka knésett ástina — unz einhver, sem leið átti framhjá síldarbyngnum, rakst á nokkrar hrúgur af eggjum, sem leynd- ust þar á milli steina. Og nú voru góð ráð dýr. Hér höfðu

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.