Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Síða 15

Fálkinn - 29.11.1961, Síða 15
 hænur frá fjórum heimilum lagt í púkk. Hér lá arður fjögurra einkafyrirtækja saman í nokkrum óaðgreinanlegum hrúgum og borgarastyrjöld yfirvofandi. En þá sýndu eigendurnir hvað í þeim bjó: Jónína í Lögbergi, Ása í Brekku, Karólína í Svalbarði og mamma. Þær lentu ekki í hári saman, eins og beinast lá við að gera, og þóttust þekkja eggin hver úr sínum hænum. Nei takk. Þær lögðu saman hænufjöldann á svip- stundu, eins og ekkert væri eðlilegra, breyttu fyrirtækjum sínum í samyrkju- hæsnabú um stundarsakir og skiptu daglegri eggjatekju milli sín í réttu hlutfalli við hænsnaeign hverrar um sig. Gjörsamlega illyrðalaust. Rétt eins og það væri sjálfsagður hlutur að vera skyn samur. Engin þeirra íaði einu sinni í þá átt að hún ætti kannski betri varp- hænur en hin. Og rekstur samyrkjuhænsnabúsins hélt áfram þar til maðkurinn var búinn að éta síðustu sildina og hænsnin búin ag éta síðasta maðkinn og eftir var ör- lítil hrúga af .brúnum, sundurlausum síldarbeinum. Þá voru það hænsnin sjálf sem leystu upp þetta fyrsta Marxist-Leníníska fyr- irtæki á Djúpavogi, sem þau höfðu raun- ar sjálf stofnað, og beindu eigendum sínum, grannkonunum á Innbæjunum, aftur inn á brautir hins kapítaliska hag- kerfis, án þess að þær hefðu hugmynd um að nokkrar slíkar brautir væru til, hvað þá að þær hefðu nokkurn tíma vik- ið af þeim, og kannski meS því stefnt vestrænu frelsi og lýðræði í voða. Ljósara dæmi en þetta kann ég ekki að nefna um það, hversu æskilegt það getur verið, að húsmæður séu frjáls- lyndar í stjórnmálum og forðist að taka of einskorðaða afstöðu með eða móti einkarekstri, heldur láti aðstæðurnar ráða hverju sinni. Þegar ég var að alast upp á Austur- landi var Neskaupstaður að taka á sig bæjarmynd. Bærinn byggðist að miklu leyti frá Mjóafirði, Loðmundarfirði, Borgarfirði eystra og Njarðvík. Stað- urinn nefndist þá í daglegu tali Norð- fjörður og íbúarnir heita enn Norðfirð- ingar. Norðfirðingar sóttu langt á mið, fisk- uðu mikið, drukku mikið og slógust miklu meira en almennt var talið hæfi- legt í sjávarplássum eystra. Það er vafalaust, að þá þegar var samankomið í Norðfirði mannval um- fram það, sem gat að finna annars stað- ar á Austfjörðum. En slarkið lá þar í landi. Það þótti tæpast sæma á Norð- firði að sjómenn væru ófullir í landi ef öðru varð við komið. Menn skyldu vera fullir og slást. Jafnvel fermingar- strákar, sem komnir voru á sjóinn, iétu það ekki á sig spyrjast að þeir ekki skveruðu sér á ball og berðu hver ann- an í landlegum. Og hvort sem nú þessar áflogasögur hafa gerjast eitthvað í flutningnum suð- ur til Djúpavogs, eða mengast nokkuð furðu og hrifningu í munni okkar, strák- anna þar, þá er hitt staðreynd, að áður en lauk þótti dómsmálastjórninni í Reykjavík sem ölvunarbardagar á Norðfirði hefðu náð slíkri grósku, að frekari þróun kynni að leiða til vand-- ræða. Var auglýst eftir sjálfboðaliðum að fara austur og tukta svo til þennan ógnarlýð, að hann léti segjast og tæki upp siðaðra manna hætti. Til fararinnar bauðst þekktur hnefa- leikari í Reykjavík, afarmenni að burð- um og skapharður eftir því. Hélt hann austur með fyrstu ferð og lét þau boð ganga á undan sér, að ekki skyldi slegist á næsta balli á Norðfirði. Fréttin barst með vindi um alla Austfirði. Nú hafði Óli box tekið að sér að fara austur og laga Norðfirðinga tiJ svo að þeir færu að haga sér eins og almennilegir menn. Ekki hef ég viljað viða að mér efni í þessa sögu umfram það, sem ég hefi trúað frá barnæsku, af ótta við að frek- ari upplýsingar, þótt sannari kynnu að reynast, myndu spilla henni. Því veit ég ekki hver átti þá fárán- legu hugmynd að senda einn mann til að berja á öllum Norðfirðingum. Óstað- kunnugur hlýtur sá valdsmaður að hafa verið, öðrum eins skara afkomenda Hafnarbræðra og þar var að mæta, en fræðisetningarnar um hinn vangann svo til ótúlkaðar af hebresku. Brá Norðfirðingum enda lítt við skil- mæli hnefaleikarans, báru glóðaraugu sín jafn hátt og áður og nöguðu brotnum kjálkum af sínum æðarkollukríkum ógrátandi. Ekki var hnefaleikarinn sunnlenzki fyrr kominn í plássið en boðaður var dansleikur í barnaskólahúsinu með venjulegurn hætti: strákar sendir með boð í húsin um ball klukkan níu, aðgang eina og fimmtíu og ókeypis fyrir dömur. Eins og að líkum lætur fjölmenntu Norðfirðingar nú venju fremur á dans- leikinn, enda þurfti um skamma hríð að bíða tíðindanna. Klukkustundu síðar en ballið hafði verið boðað, kom hinn knálegi lögreglumaður skálmandi, gekk hiklaust framhjá forvitnum múgnum, er safnast hafði saman úti fyrir húsinu, hljóp léttum skrefum upp riðið, sem lá upp á mannhæðarháan útidyrapallinn og hvarf inn í húsið. Sú var þá tízka á Austurlandi, að enda þótt böll væru boðuð klukkan níu, var yfirleitt ekki byrjað að dansa fyrr en undir klukkan ellefu og byrjuðu slagsmál nokkru síðar. Er lögreglumaðurinn kom á vettvang svo snemma sá tæpast vín á nokkrum manni og engar ryskingar hafnar utan hvað allsómerkir strákar og snauðir af áfengi, tuskuðust á miðju gólfi. Hefði nú allt farið vel ef lögreglu- maðurinn hefði litið velþóknunaraugum á þennan tiltölulega friðsama hóp og farið heim síðan, í stað þess að finna sig til knúinn að byrja þegar að halda heit- strengingu sína með því að hirta ung- lingana á gólfinu. Kom flestum á óvart að svo skjótt Framhald á bls. 36. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.