Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Side 28

Fálkinn - 29.11.1961, Side 28
GABRIELA \ Frh. af bls. 25 Hann hafði setið á skrifstofunni, þegar einn af ráðsmönnum hans kom inn til hans og bað hann að hjálpa sér að lesa fram úr lyfseðli. — Það er fyrir frk Holthuys, hafði ráðsmaðurinn sagt. Julian snaraði sér fram í apótekið. Við búðarborðið stóð ung stúlka, fögur, hávaxin og ljóshærð. Fyrr en varði voru þau farin að tala um allt annað en lyf- seðilinn. Þekkti hún Holthuys í Rends- burg? Þá hafði hann fengið að vita, að hún var dóttir gamla vinar hans, hers- höfðingjans. Gabriela hafði sagzt vera í Tiibingen hjá góðum vinum sínum. Nú var hún hins vegar á leið til Kissingen, þar sem hún ætlaði að dveljast nokkrar vikur. Hún hafði titrað eilítið, þegar hann bað hana um heimilisfang hennar í Stutt- gart. Hafði hún ekki verið dálítið tauga- óstyrk á þessum fyrsta fundi þeirra? Síðan hafði hann ferðazt til Kissing- en í von um að hitta hana. Og hann hafði ekki orðið fyrir vonbrigðum. Dag- arnir í Kissingen höfðu verið eins og draumur. Stöðug sól og blár himinn. Þau höfðu farið saman í langar göngu- ferðir og kynnzt mjög vel. Hafði hún logið allt frá fyrstu tíð? Ef til vill var hún allsendis óskyld fjöl- skyldunni Holthuys. Ef til vill var hún bara auðvirðilegt ævintýrakvendi. En brátt mundi hann fá fulla vitneskju um þetta. Stuttgart nálgaðist óðfugla og var auðvelt að finna bústað henn- ar. Hún bjó í nýrri byggingu í fögru um- hverfi rétt utan við borgina. Hann lagði bíl sínum fyrir utan húsið og hljóp upp tröppurnar. Hann hringdi dyrabjöllunni og heyrði létt fótatak, dyrnar opnuðust og þarna stóð hún. Gabriela hafði skipt um kjól. Án þess að segja orS, vék hún til hliðar og hleypti honum inn. Hann var að vörmu spori kominn í stóra forstofu. Fyrir inn- an var dagstofa, herbergi með ljósu veggfóðri og þykku. gráu gólfteppi. — Gerðu svo vel og fáðu þér sæti, sagði hún lágt. En Julian Brandt stóð áfram. — Gabriela . . . — Já — Mig .. . mig langar til þess að fá að vita sannleikann. — Jæja? Gabriela kveikti sér í sígarettu . — Ég hélt að allt okkar í milli væri deginum ljósara. Ég hef viðurkennt það sem sonur þinn sagði. — En ég skil samt ekki . . . Getur það verið . . . Nei. það er ómögulegt. Ég þekki foreldra þína. Ég þekki ættina . . . — Já. þú þekkir foreldra mína, sagði hún kaldhæðnislega. — Afbragðsfólk er 28 FÁLKINN það ekki? En það vill svo vel til, að ég þekki þá líka. Ég veit hversu íhaldssam- ir þeir eru, miskunnarlausir og eigin- gjarnir.. . Hún þagnaði andartak og augu henn- ar skutu gneistum. Síðan hélt hún á- fram og brýndi röddina: — Hvað veizt þú um lífið 'og hvernig það getur verið? Þú sem hefur alla þína tíð lifað á færibandi. Þú, sem hefur alltaf haft nóg af peningum. Þú, sem hefur aldrei soltið. Þú veizt ekki, hvað það er að vera einn og óstuddur í þess- um heimi. Hann gekk til hennar. Hún titraði af geðshræringu. — Taktu þessu með ró, Gabriela. — Veiztu ekki, að foreldrar mínir hafa neitað mér að koma heim? Nei, auðvitað veiztu það ekki. Um slíkt er ekki talað manna á meðal. Hún reif sig lausa frá honum og lét sig falla í stól. — Seztu. sagði hún hreimlausri rödd: — Foreldrar mínir hafa alltaf verið mjög strangir. Ég hlaut það sem kallað er gott uppeldi. Það var byggður múr í kringum mig, ef ég má komast svo að orði. Þau vissu nákvæmlega hvað ég átti að vita og hvað ég átti að gera hverju sinni. Og umfram allt mátti ég aldrei gleyma því, að ég var af Holt- huys-ættinni. Hún bandaði frá sér með hendinni, eins og hún vildi reka á burt allar þess- ar leiðinlegu minningar. Og þegar hún hélt áfram, horfði hún beint framan í hann: — Ég tók stúdentspróf og byrjaði í tónlistarskóla. Þar varð ég ástfangin af ungum manni. Hann var fátækur og hafði ekkert nafn. Ég var afskaplega hrifin af honum. Seinna, þegar það var um seinan, skildi ég, að hann hafði að- eins ætlað að krækja sér í ,,feitan bita“. Foreldrar mínir sáu í gegnum hann. Þau bönnuðu mér að hitta hann, en ég kærði mig kollótta um það sem þau sögðu. Ég hélt áfram að hitta hann. Ég hélt að honum væri mjög annt um mig. Ást.. . Það er auðvelt að telja ungri og sak- lausri stúlku trú um að maður elski hana út af lífinu. Ég vil ekki vera að betrumbæta sjálfa mig, en ég hélt. . . í stuttu máli sagt: þetta fór eins og venju- lega. Ég varð vanfær. Hún þagnaði og reis á fætur, gekk að skápnum og tók fram flösku og tvö glös. Hún hellti í annað og bauð honum. — Hann svaraði ekki. Var þetta ekki ein- mitt gamla sagan? Hafði hún ekki sagt þessa sögu svo oft, að hún var farin að trúa henni sjálf? — Ég var rekin að heiman, sagði Gabriela jafnróleg og áður. — Ég fékk ekki tækifæri til þess að snúa aftur. Það er mögulegt, að maðurinn hefði gifztmér, ef faðir minn hefði ekki gefið mig upp á bátinn. Og sem útskúfuð dóttir var ég einskis virði í augum hins unga manns. Ég missti allt: heimili mitt, manninn, sem ég unni, og tækifæri til þess að mennta mig frekar. Þarna stóð ég ein og allsendis grunlaus um lífið, án nokk- urrar hagkvæmrar menntunar, á tím- um þegar erfitt var að fá atvinnu hér í Þýzkalandi. Ég gat þetta ekki. Julian dreypti á glasinu. — Hvað áttu við með því, að þú hafir ekki getað þetta, spurði hann lágt. — Ég fann mér mann, sem tók mig að sér, svaraði hún. — Fannst þér mann? Áttu við mann, sem hafði þig að stundargamni. .. mann, sem kvæntist þér ekki? — Hann var giftur. Ekki sérlega hamingjusamur, býst ég við, en giftur engu að síður. Ég átti ekki um annan kost að velja en þiggja þá hjálp, sem hann bauð mér. — auðvitað vildi hann fá sitt fyrir ómakið. Hann var reyndar mjög ríkur. Og mjög þekktur. Það var víst það sem olli því, að ég fékk smátt og smátt slæmt orð á mig. Ég var ást- mey ríks manns, og margir héldu að ég ætti mér fleiri aðdáendur. — En voru þá engir aðrir sagði Juli- an, án þess að líta á hana. — Nei, það var það ekki, enda þótt það liti þannig út. Albert hefur náttúr- lega haldið það. Hann var hér hjá mer einu sinni, ásamt hinum góða vini mín- um og mörgum fleiri karlmönnurh. Þeir höfðu allir hitzt í kvöldverðarboði og komu til mín um nóttina. Við átum og drukkum og skemmtum okkur konung- lega. Ég skil ósköp vel, að Albert hafi brugðið, þegar hann sá mig sem konu- efni föður síns. Frh. á bls. 35 I fyllingu tímans Frh. af bls. 17. sagði frú Kenmore. „Já.“ „En sniðugt.“ „Já, finnst yður ekki.“ „En hvernig fáum við hann fram í eldhús?“ „Hafið engar áhyggjur. Það skal ég sjá um.“ Það var komið fram í nóvember og kuldinn orðinn nístandi. Það fór ekki fram hjá frú Hermann, að Bill varð ánægðari með frú Kenmore með hverj- um degi, og hún var mjög ánægð með það. Eitt kvöld, þegar þau sátu öll þrjú í dagstofunni, tók frú Hermann loka- ákvörðunina. Frú Kenmore las upphátt og Bill var í óvenju góðu skapi. „Hvað er eiginlega að hitanum hér í stofunni?“ sagði Bill skyndilega og leit reiðilega til frú Kenmore. „Ég hef ekki getað fengið nokkurn hita í dag,“ sagði frú Hermann og leit ögrandi á frú Kenmore. „Ég held að miðstöðin sé biluð.“ „Já, það er anzi kalt,“ sagði frú Ken- more. „En í eldhúsinu er þó hlýrra, eða hvað?“ sagði Bill.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.