Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Qupperneq 4

Fálkinn - 04.04.1962, Qupperneq 4
INlína og Friðrik farin að syngja aftur Nína og Friðrik, hið vinsæla danska söngpar, eru nú aftur farin að syngja opinberlega. Ungi sonurinn þeirra, Nicolas Ali, er að sjálfsögðu hafður á barnaheimili á meðan. Myndin hér að ofan er tekin í London, þar sem þau koma fram á hinu árlega Royal Variety Show, þar sem fjölmargt konungborið og tigið fólk er jafnan meðal áheyrenda. Á þessari sýningu koma eingöngu fram fyrsta flokks listamenn, svo að þeim hjónum hefur verið sýndur ærinn sómi með því að fá að syngja þarna. Gefið börnunum yðar sleikjubrjóstsykur! Kunnur sálfræðingur, Edward Podolski að nafni, fullyrðir að of lágt sykurinnihald blóðsins geti haft þær afleiðingar, að dómgreind manna sljóvgist og sömuleiðis eigi menn erfitt með að hafa rétta stjórn á hreyfingum sínum ef þá skorti sykur í blóðið. í alvarlegasta tilfelli af sykurskorti geta menn hreinlega misst vitið, segir sálfræð- ingurinn. Eitt merki þess, að sykurinnihald blóðsins sé að minnka og verða ískyggilega lágt er það, að fólk — bæði börn og fullorðið — er sýknt og heilagt að stela sér sykurmolum og yfirleitt öllu, sem einhver sykur er í. — Gefið þess vegna barni yðar sleikjubrjóstsykur, ef það er óþægt, segir sálfræðingurinn að lokum. Hitt og þetta Maður sem nær meðalaldri setur ofan í sig um 150 tonn af mat og drykk, eða um það bil 2000 sinnum sína eigin þyngd. — Sam- kvæmt nýlegum skýrslum eru að meðaltali á ári hverju í Englandi 250 brúðgumar 80 ára og eldri — og sex yfir nírætt..— Áfengið er sá af óvinum mannsins, sem hann á auðveldast með að elska. — Fullkomlega hamingjusamur er sá maður, sem getur gleymt brúð- kaupsdegi sínum hvað eftir annað, án þess að fá orð í eyra fyrir. Tveir miklir menn verða brátt 87 ára gamlir. Það eru þeir Sir Winston Churchill og SomersetMaugham. Ekki er hægt að telja þá til spjátrunga, en þeir hafa gaman af að halda hátíðlega afmæl- isdaga.. Ekki alls fyrir löngu, þegar þeir hitt- ust við frönsku Miðjarðarhafsströndina sagði Somerset Maugham: — Á síðasta afmælis- degi mínum fékk ég 500 heillaóskaskeyti. — Hm, sagði Sir Winston, ég fékk 30 þús- und, og það kenndi stolts í röddinni. En hvað mundi gamli maðurinn segja, ef hann fengi að vita, að hinn ungi landi hans, rokksöngv- arinn, Cliff Richard, fékk 35 þúsund heilla- óskaskeyti, þegar hann varð 21 árs? ★ Groucho Marx hélt nýlega fyrirlestur um sögu bifreiðárinnar í bandarískt sjónvarp og meðal annars las hann upp kafla úr læknablaði um það leyti, sem fyrstu bif- reiðarnar voru að koma á markaðinn. Kaflinn hljóðaði þann- ig: ■—- Ef þessi vél, kemst nokkru sinni hrað- ar en 120 km. á klukkustund, sem er mjög lygilegt, þá verður hún að stjórna sér sjálf, því að mannsheilinn mun ekki vera fær um að stjórna henni. — Þetta er, sagði Groucho Marx, einn sannasti spádómur, sem nokkru sinni hefur birzt í heiminum. ★ Þjóðverjar eru afar hreyknir af því, að nú hefur verið gerð vaxstytta af Ludwig Erhard, þeim manni, sem gerði „þýzka kraftaverkið11. Vax- styttunni hefur verið komið fyrir í hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussauds í London. Stofnunin hefur að vísu haft nokkra Þjóð- verja í sölum sínum, en þeir hafa allir verið fluttir í „hryllingsklefann“. En hinn digri efnahagsmálaráðherra hefur fengið stöðu í fína herberginu, þar sem hann getur bæði kinkað kolli til Churchills og Roosevelts. 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.