Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Page 25

Fálkinn - 04.04.1962, Page 25
lega stórt að vísu, en áreiðanlegt, og hefur mikla reynslu, sérstaklega í fram- leiðslu hjartalyfja. Gabrielu leið illa. Hvernig hafði hann fengið vitneskju um að Julian fengizt við að finna upp lyfið? Var það í raun og veru satt, að hann læsi fagtímarit? Það fannst henni mjög ósennilegt. Hins vegar hafði Julian nokkrum sinn- um talað um hjartalyfið sitt. Og fyrst í raun og veru var til fyrirtæki, sem hafði hug á. að framleiða lyfið....... Hvað átti hún að segja? — Hvernig svo sem yður lízt á málið, heyrði hún prinsinn segja, — þá vildi ég biðja yður um, að nefna það ekki einu orði við mann yðar, að það hafi verið ég, sem stakk upp á þessu. Ég skil það á þögn yðar, að þér hafið ekki áhuga á þessu, og ég vil alls ekki eyOi- leggja neitt fyrir vini mínum. Maður yðar getur jú sjálfur auðveldlega sett sig í samband við þetta fyrirtæki. Gabriela tók hanzkana sína og veskið og stóð á fætur. Auðvitað yrði þetta bezta lausnin. Julian gat sjálfur haft samband við verksmiðjuna. — Ég vona, að þér hafið mig afsak- aða, en ég þarf að fara heim núna, sagði hún stuttlega. — Þakka yður fyrir hugulsemina. Á leiðinni út úr kaffihúsinu, sem nú var orðið fullt af fólki, flugu alls konar hugsanir um hug hennar. Hohenperch var að sjálfsögðu á höttunum eftir pró- sentum. Ef til vill hafði hann skipulagt þetta mót þeirra? Hefði hún átt að vera alúðlegri við hann? Julian var dugleg- ur lyfjafræðingur og sennlega stór- kostlegur uppfinningamaður, en á við- skiptafræði bar hann ekkert skynbragð. Ef til vill þurfti hann aðeins ofurlitla hjálp á því sviði. Það mundi vissulega verða dásamlegt, ef þetta gæti komizt farsællega í kring. Þetta gat haft mikla þýðingu bæði fyrir hana og Julian og fyrir framtíð þeirra. Þá gætu þau verið alveg óháð apótekinu og Bettinu. Þau gætu kannski rðið rík með tíman- um. Ef til vill átti hún að hringja til Hohenperch og ákveða að vinur hans setti sig heldur í samband við Juli- an .... Hún flýtti sér heim á leið. Klukkan sló sjö í kringum Tiibingen og um það bil hálfa mínútu hljómuðu klukkuslögin yfir litla bæinn. í horn- glugganum á stóru stofunni stóð Gabri- ela og leit niður á götuna. Fyrir tveimur tímum síðan hafði Ju- lian farið á stefnumót í Gulleyjunni. Hvers vegna var hann svona lengi? Allan daginn hafði Gabriela kvalizt af nagandi óróleika og hún vissi af hverju hann stafaði. Það var vegna bréfsins frá Zynthia. Hún hafði satt að segja gleymt nafninu á fyrirtækinu þegar Julian kom æðandi inn í eldhúsið til hennar um morgunnin og var allur eitt sólskinsbros. Hann veifaði bréfinu framan í hana. Frh. á bls. 33. FALKINN 25 úr stólnum við hlið sér og lagði það á borðið. Hohenperch dró stólinn fram, sett- ist og stundi. Öll framkoma hans og útlit báru vott um fyllstu kurteisi og riddaramennsku. Hann fór að tala og orðin streymdu af vörum hans. Hann sagði ofurlitlar skrítlur og einnig minntist hann á umferðarslys, sem hann hafði nærri því orðið sjónarvottur að þarna rétt hjá torginu. Hægt og nærfærnislega nálgaðist prinsinn efnið: Er yður í raun og veru ljóst, að þér eruð giftar mjög mikils metnum manni, spurði hann skyndilega. — Dr. Brandt hefir fundið upp nýtt hjarta- meðal og hefur þegar getið sér gott orð meðal þeirra, sem vit hafa á slík- um hlutum. Hin vísindalegu fagblöð er mér sagt að hafi fjallað um hann og lyf hans mjög lofsamlega. —- Ég vissi ekki, að þér hefðuð áhuga á lyfjafræði, svaraði Gabriela þurrlega. —- Ég verð raunar að játa, að ég hef ekkert vit á atvinnu mannsins míns. Hún er mér sem lokuð bók. — Það var skaði. Það var mjög mik- ill skaði, sagði Hohenperch og lét ein- glirnið falla. —- Ég vil tala hreinskilnis- lega og heiðarlega við yður, frá Brandt. Eins og þér ef til vill vitið, þá erum við, ég og maðurinn yðar, ekki sem beztir vinir. Við lentum í ofurlítilli rimmu, skiljð þér.......Nú jæja. .... Prinsinn bandaði frá sér, eins og þetta væri varla umtalsvert og hélt síðan áfram: — Þannig er mál með vexti, að ég á kunningja, sem er forstjóri Zynthia, og ég er að vetla því fyrir mér, hvort það væri ekki hagkvæmt fyrir mann yðar að gera samning við fyrirtækið. Þetta er mjög traust fyrirtæki, ekki sér-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.