Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Side 37

Fálkinn - 04.04.1962, Side 37
□TTD — BARDAGINN UM ARNARKASTALA „Ekkert kemur eins vel rifrildi af stað og fjárhættuspil“, hugsaði Ottó. „Það er bezt að sjá, hvort ég get fengið þá í teningaspil". Hann lét glamra í mynt, um leið og hann nálgaðist varðmennina. „Það er leiðinlegt að hanga svona“, sagði hann. „Við getum látið timann líða skemmtilega, ef þið hafið tening.“ Mennirnir litu tortryggnislega á hann. Þeir höfðu ströng fyrirmæli um að gæta riddarans mjög vel.En þeir gátu ekki staðizt þessa freistingu. Annar þeirra, sá eldri, glotti slægðarlega. „Allt í lagi, ókunni maður, ef þú mátt sjá af fénu, þá höfum við teningana.“ „Og reyndu engin brögð við okkur“, sagði félagi hans og beindi sverði sínu að honum. Ekki leið á löngu, unz þeir voru alveg búnir að gleyma sér við spilið. Ottó beindi hins vegar allri athygli sinni að mönn- unum. í fyrstu unnu þeir sitt á hvað, en brátt tóku guii- peningarnir að hrúgast upp fyrir framan þann eldri. Ottó tók strax eftir því, að hann hafði rangt við og hann beið eftir hentugu tækifæri til að benda hinum á svindlið. „Þrettán, ekki svo slæmt“, muldraði yngri vörðurinn, og leit um leið á Ottó. Ottó horfði beint í augun á honum, en leit svo snöggt yfir á hinn, sem var búinn að taka upp peningana og var að hrista þá. Þá kom félagi hans auga á svindlið og hljóp upp og ásakaði félaga sinn um að hafa rangt við. Þetta var það, sem Ottó hafði beðið eftir. Hann beygði sig og fór frá, náði í teppi, sem hékk þarna. Síðan sneri hann sér leiftursnöggt við og sveipaði teppinu yfir rifrildisseggina. Ottó var ekki lengi að binda þessa verði og kefla þá. Þeir voru ekki lengur tálmi á vegi hans. Ottó leit varlega út um tjaldskörina. Alls staðar ríkti þögn í tjaldbúðunum. Hann glotti, þegar hann hugsaði um hvernig Fáfni yrði við, þegar hann kæmi að tjaldinu morguninn eftir. Bara að Fáfnir kæmi ekki of snemma. Ottó mátti engan tima missa. Hann skreið út í myrkrið. Hljóðlega læddist hann á hnjánum um tjaldbúðirnar og loks kom hann að tjaldi Fáfnis. Hann skreið varlega upp að því og hleraði... FALKINN 37

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.