Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.04.1962, Blaðsíða 12
SMASAGA EFTIR OSCAR WILDE DULARF17LL Einu sinni sat ég fyrir utan Café de la Paix síðla dags og horfði á glæsi leik og töturmennsku Parísarlífsins. Ég var að furða mig á öllum þeim blend- ingi fátæktar og stertimennsku, sem framhjá mér leið, meðan ég dreypti á vínglasinu, þegar ég heyrði einhvern nefna nafn mitt. Ég sneri mér við og sá að það var Murchison lávarður. Fundum okkar hafði ekki borið sam- an síðan við vorum á háskólanum fyr- ir nálega tíu árum síðan. Mér þótti vænt um að hitta hann aftur og við tókumst hjartanlega í hendur. Við höfðum verið miklir vinir í Oxford. Mér geðjaðist óskaplega vel að honum, hann var svo glæsilegur, svo gáfaður og heiðarlegur. Við vorum vanir að segja um hann, að hann væri afbragðs náungi, ef hann segði ekki alltaf satt. Þó held ég nú að við höfum dáðst enn meir að honum fyrir hreinlyndið. Nú fannst mér hann allmikið breytt- ur orðinn. Hann virtist svo kvíðafullur og kyndugur, líkt og hann væri í vafa um eitthvað. Ég fann, að það gat ekki verið almenn efasýki, því Murchison var eldheitur íhaldsmaður og trúði á fimm bækur Móse jafn eindregið og hann treysti lávarðadeild þingsins. Mér fannst því líklegast að hér væri um konu að ræða, og spurði hvort hann væri kvongaður. — Ég skil ekki kvenfólkið nógu vel, til þess, svaraði hann. — Kæri Gerald minn, sagði ég. — — Konur eru til þess að elska þær, en ekki skilja. — Ég get ekki elskað það, sem ég ekki get treyst, anzaði hann. — Ég trúi þú gangir með eitthvert leyndarmál, Gerald, varð mér nú að orði. —Segðu mér frá því. — Við skulum aka spottakorn, svaraði hann, — það er svo mikil þröng hér. Nei, ekki gulan vagn, einhvern lit ann- an — þarna, þennan dökkgræna vil ég — og nokkrum mínútum síðar brokkuðum við niður breiðgötuna, í átt til Madeleine. — Hvert eigum við að fara? sagði ég. 12 FALKINN — O, hvert sem þér sýnist! svaraði hann, — á einhvern gildaskála. Þar skulum við snæða og þú segir mér allt um sjálfan þig. — Mig langar til að frétta af þér fyrst, mælti ég. — Láttu mig heyra um leyndarmál þitt. Hann tók upp úr vasa sínum lítið leðurhylki með silfurspennum, og rétti mér. Ég opnaði það. í því var Ijósmynd af konu. Hún var há og grönn, en ein- kennilega þróttmikil, með stór og dreymin augu, slegið hár og klædd dýr- mætri loðkápu. Mér fannst hún hljóta að sjá gegnum holt og hæðir. — Hvað finnst þér um þetta andlit? sagði hann. — Er það sannsögulegt? Ég virti það rækilega fyrir mér. Mér fannst þessi svipur búa yfir leynd- armáli, en hvort það var gott eða illt, gat ég ekki sagt. Fegurð þessara meyjar var mótuð af launung og duld, — feg- urð, sem vissulega var sálræn, en ekki eins og mótuð af myndhöggvara. Veikt bros er lék um varir hennar, var alltof kænlegt til að geta kallast indælt. — Jæja, hrópaði hann óþolinmóður, — hvað segirðu? — Þetta er safalaklædd seiðkona, anzaði ég. — Leystu nú frá skjóðunni um hana. — Ekki núna, mælti hann. — Eftir matinn, og sneri talinu að öðru. Þegar veitingamaðurinn hafði fært okkur kaffi og vindlinga, minnti ég Ger- ald á loforð hans. Hann reis úr sæti og gekk stundarkorn um gólf í herberginu, hallaði sér því næst aftur á bak í hæg- indastól og sagði mér eftirfarandi sögu: — Einu sinni var ég á gangi niður eftir Bond Street, um það bil klukkan fimm að kvöldi dags. Þarna hafði vagna- lest komizt í óskaplegt öngþveiti, og umferðin hafði nærri stöðvazt. Rétt við gangstéttina beið lítill, gulur léttivagn, sem einhverra hluta vegna vakti at- hygli mína. Um leið og mér varð gengið framhjá honum, leit út úr vagninum andlit það, er ég sýndi þér áðan. Ég hreifst þegar í stað af þessu andliti. Ég gat ekki um annað hugsað alla nótt- ina og allan næsta dag. Ég gekk aftur á bak og áfram um götuna og gaut aug- unum inn í hvert farartæki, ég var allt- af að vonast eftir gula léttivagninum. En ég gat hvergi fundið ma bella in- 'Con(ne, og loks var ég farinn að haldal’ að hún hefði verið draumsýn ein. Um það bil viku síðar snæddi ég kvöldverð hjá frú de Rastail. Borðhaldið hafði ver- ið ákveðið klukkan átta, en þó vorum við látin bíða í setustofunni fram til klukkan hálf níu. Loks opnaði þjónn- inn dyrnar og kynnti lafði Alroy. Hún var konan sem ég hafði verið að leita eftir. Hún gekk mjög hægt inn, og var tilsýndar eins og tunglsgeisli í gráum knipplingakjól. Mér til ósegjanlegrar ánægju var ég beðinn að leiða hana til borðs. Þegar við vorum sezt, mælti ég und- ur sakleysislega: — Ég held að ég hafi séð yður bregða fyrir á Bond Street fyrir nokkru síðan, lafði Alroy. Hún fölnaði upp og sagði við mig í hálfum hljóðum: — Gerið svo vel að tala ekki svona hátt, það getur heyrzt til yðar. Ég blygðaðist mín fyrir að hafa byrjað svona illa, og fitjaði af handahófi upp á samræðum um franska sjónleiki. Hún talaði mjög lítið og alltaf í sama, lága og hljómþýða rómnum. Það var eins og hún óttaðist að einhver lægi á hleri. Ég varð gripinn heimskulegri, ástríðu- þrunginni ást til hennar, og hin ólýsan- lega dulúð, sem umlukti hana, æsti for- vitni mína eins og áfengt vín. Hún hélt á brott mjög skjótlega að máltíð lok- inni, en þegar hún var að fara, bað ég hana leyfis að mega koma í heim- sókn til hennar. Hún hikaði snöggvast við, litaðist um til að vita hvort nokk- ur væri nálægt okkur, og sagði síðan: — Já, á morgun, þegar klukkuna vant- ar fimmtán mínútur í fimm. Ég bað frú de Rastail að segja mér eitthvað um hana, en fékk ekki aðrar upplýsingar en þær, að hún væri ekkja og ætti fallegt hús í Park Lane. Og þegar einhver sprenglærður leiðinda- poki fór að halda fyrirlestur um ekkj- ur, er hann taldi óhrekjanleg dæmi sanna, að bæru alla hina beztu kosti

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.