Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Blaðsíða 27

Fálkinn - 18.04.1962, Blaðsíða 27
MYIMDAGÁTA Myndagátur hafa verið vin- sæl dægradvöl til skamms tíma, en heldur hefur sézt lítið af þeim upp á síðkastið. Þær hafa sennilega orðið út- undan í krossgátuflóðinu. — Myndagátan hér að ofan er með venjulegu sniði og þarfn- ast engra skýringa. ATHYGLISPRÓF Hér til vinstri birtum við tvær myndir, sem virðast eins í fljótu bragði, en þegar betur er að gáð eru myndirnar frá- brugðnar hvor annarri í FIMM ATRIÐUM Gátan er fólgin í því að finna þessi atriði og reyna að koma orð- um að því hver þau eru á getraunaseðlinum hér aftar í blaðinu. HVER ERI) HJÓIM? Það er gömul algeng þraut að birta myndir af fólki og láta lesendur þekkja það. Að þessu sinni bregðum við út af venjunni. Við birtum myndir af sex þekktum íslenzkum mönnum sem lesendur kann- ast eflaust allir við, en jafn- framt birtum við myndir af eiginkonum þeirra, sem færri munu þekkja. Við höfum ruglað myndunum og nú er gátan fólgin í því að finna út, hver er giftur hverri. Getraunaseðlarnir eru á bls. 38

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.