Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Blaðsíða 31

Fálkinn - 18.04.1962, Blaðsíða 31
EIGINMANNSINS UPPAHALDSMATUR Þar sem nú fer í hönd páskahátíðin, þykir mér hlýða að tala dálítið um mat, því að það er helzti starfi íslendinga um bænadagana að kýla vömbina. Eins og þið vitið, kæru lesendur, hefi ég ekki mikið flíkað einkalífi mínu í þessum dálkum hingað til, en í þetta sinn ætla ég að gera undantekningu, og leiða fram á ritvöllinn mína kæru eiginkonu og yfirmatráðskonu heimilisins, frú Dögun Anns. Hún ætlar að fara að dæmi víð- lesnasta dagblaðs landsins og segja ykkur frá því, hver sé uppáhaldsmatur eiginmanns hennar, þ. e. minn. Nú gef ég henni orðið: Honum Degi mínum þykir ýmiss mat- ur góður. Beztur held ég, að honum finnist maturinn í Naustinu, sérstaklega þegar einhver býður honum þangað. Á heimilinu gengur oft á ýmsu við matborðið, ef ég á að segja satt og frómt frá, og þar sé ég hann oftast skipta skapi, því sólskinsskap getur orðið illt og fúlt, þegar ég skelli soðnum þorski á borðið hjá honum. Annars þykja honum kartöflur ágætar, og skal ég nú segja ykkur, hvernig ég matbý þær. Ég tek þær úr pokanum, og gæti þess vandlega að kasta frá þeim, sem eru orðnar alveg grautlinar. Hinar læt ég í vaskinn og þvæ vandlega. Ef ang- ar eða spírur eru farnar að vaxa út úr þeim, er vissara að brjóta þær varlega af. Svo leg'g ég kartöfurnar, hreinar og fínar, í kastarholu og læt buna vatn í. Þar næst set ég kastarholuna á eldavél- ina og salta vel, en að því búnu læt ég disk yfir, því mig vantar lok á kastar- holuræfilinn. Suðan er látin koma upp, og þegar soðið hefur út á plötuna dá- litla stund, heyri ég vanalega frussið og kem hlaupandi. Minnka ég þá straum- inn. Þegar kartöfurnar hafa soðið í nægan tíma, tek ég þær og afhýði. Loks eru þær tilbúnar, og ber ég þær fram í grænu skálinni minni. Ef manni verður það á að sjóða of skamma stund, verða kartöflurnar glerharðar í miðj- unni. Ég veit náttúrlega ekki, hvernig aðrir eiginmenn taka slíku, en minn maður fer í þriggja daga fýlu. Kartöflurnar get ég sem sagt alltaf reitt mig á. En þess verður auðvitað að gæta mjög vel, að í engu skeiki með matreiðsluna á þeim. Með kartöflum má svo hafa ýmislegt kjötkyns. Beztar þykja Degi minum þar kjötbollurnar. Ekki er honum sama, hvar farsið er keypt, og vill hann gjarnan koma með mér að velja það. Á því verður að vera réttur litur, ef honum á vel að líka. Ég kaupi nú orðið alltaf fyrir 15 krón- ur, því þá fær maður meira, heldur en ef beðið er um vissa vigt. Búðar- maðurinn nennir sjaldnast að ragast í því, þegar hann er búinn að sletta tveimur sleifum á vigtarskálina, svo að vanalegast fæ ég einar tvær bollur extra. Þá er Dagur minn ánægður með mig. Bollurnar verð ég síðan að steikja vel og brúna, en síðan bý ég til sósu. Að sjálfsögðu hef ég þá kartöflurnar ómissandi með. Af þessari fæðu borðar maðurinn minn einar 7—8 bollur og annað eins af kartöflum. Svo er það nú eftirmaturinn. Þar eru nú hæg heimatökin, því bezt þykir honum skyr með rjóma. Það er líka einkar handhægt, því þá sleppur mað- ur við að laga kaffi eftir matinn, því minn maður drekkur aldrei kaffi ofan í skyr. En sama gildir með skyrið og hina réttina, að vanda verður mjög tilbúninginn. Það má ekki vera súrt, og alls ekki vill hann graðhestaskyr. Sem betur fer, þá er nú orðið sjaldgæft að maður fái hið síðarnefnda, og þakka ég mínum sæla fyrir það, því ég veit ekki, hvernig hefði þá farið um hjóna- bandið hjá okkur. Nú ég hræri skyrið í hrærivélinni og nota blöndu af vatni og mjólk til að þynna það út. Vandlega verður að gæta þess að vera búinn að hræra skyrið fyrir fréttir, því minn maður verður æfur, ef hrærivél er í gangi, meðan fréttir eru lesnar. Auðvitað set ég sykur út í, og hæfilegur skammt- ur í pund svona 8—10 matskeiðar. Þegar skyrið er orðið mátulegt, en það verður nok að vera nákvæmt eins og Dagur vill hafa það, set ég það í skál. Eiginmaðurinn vill þá fá væna dreif- ingu af sykri út á. Ég hefi sagt við hann 366 sinnum, að skyrið sé alveg nógu sætt, því ég hafi atdrei vanizt því að setja sykur út á skyr, en hann svarar alltaf, að sér sé alveg sama, því hann hafi vanizt því að hafa sykur út á skyrið. Eftir svona uppáhaldsmáltíð, er Dag- maðurin nennir sjaldnast að ragast í vaskað upp á eftir. Dögun Anns. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.