Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Blaðsíða 19

Fálkinn - 18.04.1962, Blaðsíða 19
svona nokkuð á handleggnum. Yfirleitt er ég vandlátur um viðskiptavini. Drukkið fólk kemur til dæmis alls ekki til greina. Nú koma tveir nýir viðskiptavinir: Gamall maður vill láta laga tattóver- ingu, sem hann lét setja á sig hérna um árið, þegar hann var ungur og var í siglingum. Ung og ákveðin stúlka á tvítugs aldri vill láta tattóvera nafnið „Krölle“ á lærið'á sér. Ástin og vorið geta leitt mann út í sitt af hverju! Ole vinnur hratt og örugglega. Hann teiknar þetta allt saman fríhendis og notar til þess áhald sem hefur að geyma 12 nálar og annað áhald, sem hefur 20 nálar til þess að þekja grunnana með. Veggi^nir eru þakktir alls konar teikningum, sem viðskiptavinir geta valið um, ef þeir vilja láta tattóvera sig. Alls mun vera um 5000 teikningar að ræða. Ole hefur sjálfur teiknað öll mynstrin og hann verður alltaf að vera að finna upp á nýjum og nýjum gerðum til þess að bpta í safnið. — Því er nú einu sinni þannig farið, segir Ole, að sérhver sá, sem fæst við að tattóvera, hefur sinn eigin stíl. Fag- maður getur á augabragði sagt til um, hvort tattóvering er eftir Jackson í New Port eða Liskuse í Bristol eða einhvern enn annan, að ekki sé minnst á heimsfræga meistara í faginu eins og Bareymann í New York, Jack Strong í Long Beach, Corneliussen í Rotterdam eða Norðmanninn Tatto Knud í Santos. Hver um sig hafa þessir menn sín sér- einkenni, sem auðvelt er að þekkja. Mörgum kann að koma til hugar, Frh. á bls. 38 Danskur blaðamaður, sem skrifar undir nafninu Marco Polo, hefur sent FÁLKANUM þetta greinarkorn um Nýhöfnina, þennan undarlega stað, sem flestum leikur forvitni á að kynnast, þótt þeir hafi ekki hátt um dvöl sína þar. Hann ræðir meðal annars við Tattover-Ole um tatto- veringar, — hina gömlu og göfugu listgrein.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.