Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Blaðsíða 22

Fálkinn - 18.04.1962, Blaðsíða 22
ÞAÐ VAR eins og Gabrielu hefði verið gefið utan undir. Arnold Rasmussen gestur á heimili hennar! Það var svo ævintýralegt, svo ótrúlegt, að hún hélt í fyrstu, að hún sæi sýnir. Hún stóð hreyfingarlaus fyrir framan hann, eins og dáleidd af augnaráði hans. Arnold Rasmussen, fyrrverandi elskhugi henn- ar! Maðurinn, sem einu sinni hafði tekið hana og barn hennar að sér og sem hún hafði búið með í næstum fjögur ár... Henni tókst að þvinga bros fram á varir sér um leið og hún tók við blóm- vendi, sem hann rétti henni. Síðan stamaði hún þessum venjulegu setning- um og heyrði eins og gegnum þoku orð Julians Brandt: — Herra Arnold Rasmussen, félagi minn. Til allrar hamingju gerðu blómin það að verkum, að hún fékk tækifæri til þess að bregða sér frá andartak. Hún afsakaði sig og hraðaði sér fram í eld- húsið. Hún lagði blómin frá sér á bekk- inn og stóð og hélt hægri hönd um hjartað. Hvað átti hún að gera? Hvernig gat hún setið til borðs með eiginmanni sínum og fyrrverandi elskhuga? Þúsundir hugsana og möguleika skaut upp í huga hennar. Hún gat látið eins og hún hefði fallið í yfirlið. Hún var helzt á því að gera það. Þá mundi Julian koma æðandi fram og hjálpa henni upp í svefnherbergið. A þann hátt mundi hún losna við að standa augliti til aug- litis við fortíð sína. Og það gat alltaf komið fyrir, að fólk yrði skyndilega veikt. En þá gagntók hræðslan hana. Hún sá augu Arnolds fyrir sér. Hvað vildi hann í rauninni? Ef hann mundi nú af- hjúpa hana fyrir Julian. Var hann kominn til þess að ná sér niðri á henni? Nei, svo lítilmótlegur maður var hann ekki. En eitthvert gagn þurfti hann að hafa annað hvort af Julian eða henni. Annars hefði hann aldrei komið ... Þegar örvænting hennar var komin á þetta stig, sá hún skyndilega fyrir sér, hvað hún átti að taka til bragðs. Hún varð að fara aftur inn og horfast í augu við raunveruleikann. Hún varð að leika, — brosa, hlæja og vera hinn fullkomni gestgjafi. Vera eðlileg og kvenleg og sjá um að gesti hennar liði vel. Hún varð um fram allt að sjá um, að Julian yrði ánægður með hana og miðdegis- verðinn. Hún ætlaði ekki að gefa sig. Hún ætlaði að berjast til þrautar. Þetta hús var heimili hennar núna og Julian var eiginmaður hennar. Bæði hans vegna 22 FÁLKINN sjálfrar sín og Júrgen litla varð hún að standa sig. Þessar hugsanir stöppuðu í hana stálinu. Skjálftinn hvarf og hún hlaut aftur mátt sinn. Hún opnaði skáphurð, tók fram blómsturvasa og setti blómin í snatri ofan í hann. Síðan gekk hún hnarreist inn til mannanna tveggja. — Þið verðið að afsaka, sagði hún brosandi, um leið og hún gekk fram hjá þeim inn í borðstofuna og lét vas- ann á skáp. — Enda þótt maður eigi marga vasa, er alltaf erfitt að finna þann, sem hæfir bezt hverju sinni. Hún sneri sér við og horfði snöggt yfir matborðið. — Herrar mínir! Má ég bjóða ykkur að setjast til borðs. Hún tók eftir, að Julian leit aðdáunar- augum til hennar og það hughreysti hana mjög. Hún talaði í léttum tón um daginn og veginn og tók að rétta fötin með forréttinum. Julian skenkti í glösin. Það var ekki annað að sjá, en þessi máls- verður hæfist eins og þúsundir annarra. En allan tímann skynjaði hún spenn- inginn. Enda þótt ekkert mætti merkja í andlitsdráttum og hegðun Arnolds Rasmussens, þá fannst henni, eins og hann væri ánægður með að leika það hlutverk, sem hann hefði ákveðið fyrir- fram. Mitt í þessum nagandi óróa og angist veitti hún því jafnframt eftirtekt, hversu Arnold Rasmussen var glæsi- legur ásýndum. Nú sem fyrr var auð- velt að ímynda sér hann sem sjóræn- ingjakaptein, sjóræningja, sem hafði varpað frá sér sverðinu og klæðzt nú- tíma fötum. Húðin í breiðu og kröftugu andlitinu var sólbrún. Hakan og nefið vitnuðu um viljastyrk. Svart liðað hárið, sem óx langt niður á ennið, var þykkt, en gljáandi og vel greitt. Arnold talaði um ýmis efni. Engan sem ekki vissi það fyrir, gat grunað, að hann og Gabriela hefðu einu sinni verið í mjög nánum tengslum hvort við annað. Hann leit í kringum sig með velþókn- un. Það var fullt af broshrukkum um- hverfis blá augu hans. — Þetta er staður, þar sem manni finnst eins og maður sé heima hjá sér, sagði hann. — Og þetta er dásamlegur miðdegisverður. Hann leit brosandi til Julians og hélt áfram. — Ég má til með að óska yður til hamingju með þetta fallega heimili yðar, en að sjálfsögðu fyrst og fremst með hina ungu og töfrandi eiginkonu yðar... Julian brosti. Honum líkaði hólið bersýnilega vel. Hann hóf glas sitt og þau skáluðu þegjandi. Þá var heiti rétturinn borinn fram. Það var soðinn urriði með indælli sósu, sem þær Gabriela og Minna höfðu verið heilan klukkutíma að búa til. Julian leit í kringum sig. — Nei, hvernig stendur nú á þessu? Hef ég ekki gleymt að sækja vínið með fiskinum, hrópaði hann upp yfir sig. — Þér verðið að hafa mig afsakaðan. Ég verð að bregða mér stundarkorn niður í kjallara að sækja vínið. Gabriela reis upp til hálfs. — En kæri Julian! Láttu mig sjá um vínið . . . Julian bandaði frá sér með hendinni. — Ekki til að tala um .. . Hann reis á fætur og gekk að dyr- unum. Gabrielu langaði til þess að hrópa á eftir honum: Skildu mig ekki eftir eina. Láttu mig ekki vera eftir eina með þessum manni. En hið biðjandi augnaráð hennar hvarf um leið og hún leit til gestsins. Dyrnar lokuðust á eftir Julian og fótatak hans fjarlægðist hægt og hægt. Arnold Rasmussen fór að hlæja, lág- um, kurrandi hlátri. Það var hæðnis- glott í bláum, köldum augum hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.