Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1962, Side 19

Fálkinn - 18.09.1962, Side 19
rútar og gamlar hórur úr sér gengnar, trúðar og fjöllistamenn. Þarna er hægt að kaupa korpnaða skóræfla og gull- flúraða ramma, mislitar dulur og gamla silfurmynt. Af því fara ekki sögur hvaðan varan er fengin, en Ferró segir mér að oft megi gera þarna góð kaup. Skæraslípari einn hefur með sér fjölkunnuga geit sem er sú list lagin, að klifra upp í stiga og standa á efstu riminni á tveimur fótum. Stundum er slegizt á torginu upp á líf og dauða og var það þó einkum á dögum Alsír-stríðsins, þá voru hnífar á lofti og göturykið blandaðist heitu blóði. Eitt sinn gaf að líta nektardans á torginu, gömul kona, sem ekki tolldu nema tvær tennur í gómi, upphóf mik- inn kynbombudans og tíndi af sér spjarirnar jafnframt. Kannski hefur hún dansað í sínu ungdæmi fyrir pípu- hatta og verið klappað lof í lófa og endurminningin merlað enn fyrir aug- um hennar. Á daginn standa listmálarar gjarnan við trönur sínar og festa á léreft mót- ívin sem fyrir augun ber, þröngar göt- urnar sem liggja frá þessu torgi eru taldar með því fegursta sem fyrir aug- un ber í hinu forna borgarhverfi. Þarna gerist margt. Eitt sinn var morgunkyrrðin rofin er gríðarstór mjólkurbíll fældist upp úr þurru og renndi sér á húshliðina, þröngdi sér inn í verzlun sem er á neðstu hæð og var þá mikið um ó og æ. Munaði mjóu að húslengjurnar hryndu til grunna. Húsin eru ævaforn og ekki lengur að treysta máttarstoð- um. Það sannaðist átakanlega í vetur leið er þrjár hæðir í samliggjandi húsi hrundu niður eina nóttina, eiginmaður sem hafði háttað í bólinu hjá konunni sinni á sjöttu hæð vaknaði með hús- freyjuna á þriðju hæð í fanginu. Hús Ferrós stendur þó uppi ennþá, þó eru þar ýmis teikn á lofti og þó einkum á eldhúsloftinu: fjölskyldan var eitt sinn að matast í mestu rólegheitum þegar stór flykki úr loftinu féllu skyndilega ofan í súpudiskana. Það er allt að því daglegur viðburð- ur að kvikni í húsinu og brunaliðsmenn eru taldir allt að því fastir fjölskyldu- vinir. Enn sem komið er hefur þeim alltaf tekizt að slökkva eldinn áður en F Jökull Jakobsson ræðir við Ferró í París. Með- fylgjandi myndir af götulífi Parísarborgar tók Ferró út um gluggann sinn. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.