Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1962, Qupperneq 27

Fálkinn - 18.09.1962, Qupperneq 27
I DRENGJAPEYSA S Þessi þykka peysa, sem er svo einföld og prjónuð með fallegu mynstri, er nær óslítandi. — Ef ykkur finnst hún óhentug prjónuð í hvítu og bláu, er hún ekki síðri þótt hún væri til dæmis prjónuð með 2 gráum litum. Stærð: 8 — 10 •—-12 — 14 ára (brjóstvídd mál. = 87 — 92 — 98 — 103 cm). Efni: nál. 400 (8 ára) — 400 (10 ára) — 450 (12 ára) — 450 (14 ára) g blátt gróft ullargarn og nál. 200 — 200 -— 250 — 250 g hvítt af sömu gerð. Prjónar nr. 3V2, hringprjónn nr. 3% og sokkaprjónar nr. 3V2. 22 1. sléttar =10 cm. Bak og framstykki: Fitjið upp 144 — 156 — 168 — 180 1. með bláu garni á hringprjón nr. 3V2 og prjónið 3 umf. sl., 1 umf. br. (brotið inn) og 5 umf. sl. Iialdið áfram með slétt prjón og prjónið eftir mynstrinu (Það eru 35 umf. í hverjum heilum mynsturskafla), prjónið beint í nál. 10 cm, setjið þá mislitan merkjaþráð í hvora hlið (í lykkju á milli tveggja mynstra), og aukið út um 1 1. hvorum megin við merking- una (takið upp band milli lykkja og prjónið það snúið rétt) með IV2 — 1% — 2 — 2 cm millibili 12 sinnum (nú eru 192 — 204 —-216 — 228 1. á). Prjónað beint þar til komnir eru 47 — 51 — 54 — 57 cm. Þá eru prjónaðar 3 umf. sl., 1 umf. br., 3 umf sl. með bláu garni. Fellt laust af. Ermar: Fitjið upp 42 — 42 — 48 — 48 1. með bláu garni, skipt niður á sokkaprjóna nr. 3V2 og prjónið 3 umf. sl., 1 umf. Framh. á bls. 30. X = hvítt, hinar 1. prjónaðar með bláu garni. Tölurnar í brún mynstursins telja umferðirnar. GÓÐ MÓTKAKA MEÐ SÖXUÐUM MÖNDLUM ■ 250 g. smjörlíki. 250 g. sykur. 3 egg. 250 g. hveiti. 1 stk. lyftiduft. 50 g. möndlur. Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst, eggjunum hrært saman við, einu og einu í senn. Hrært vel. Hveiti og lyfti- dufti sáldrað út í, hrært í deigið. Möndl- unum, sem eru afhýddar og saxaðar smátt, hrært síðast í deigið. Kakan bök- uð í vel smurðu og brauðmylsnustráðu hringmóti í 1—IV4 kl.st. við 200°. FALKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.