Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Side 4

Fálkinn - 10.04.1963, Side 4
Red Skelton er hér í skemmtilegum félagsskap, eða finnst ykkur það ekki? Þær eru þýzkar, dansmeyjarnar, og heita Ellen og Alice Kessler. Þær eru tvíburar og eru mjög frægar í heimalandi sínu, en nú hafa þær verið ráðnar til Hollívúdd. Á myndunum hér til vinstri og hægri, eru fjórir fótlegg- ir samtals. Tvo á Audrey Hepburn, en hina Marlene Dietrich. Hinn frægi klæð- skeri, Travilla, sem býr í Hollívúdd og hefur fengið Óskars-verðlaun fyrir föt sín, valdi þessa fótleggi sem þá fegur.stu í Hollivúdd. Fótum Audrey Hepburn lýsir hann svo: — Grannir, glæsilegir, ar- istokratiskir. En um fætur Marlene Die- trich hefur hann þessi orð: — Enda þótt Marlene sé nú 58 ára, búa fætur hennar enn yfir sérstökum kynþokka, og eru sérlega vel skapaðir. Lesendur góðir, spreytið ykkur nú á, 'hvora fótleggina Audrey Hepburn á. •uigaui bjjsuia nje jratj ‘^aj ja geþ ‘np VINNAN. Gamlir menn í Bandaríkjunum segja frá því, að utanríkisráð- herrann Philander Knox (1909—1913), hefði aldrei komið í ráðu- neyti sitt eftir hádegi af þeirri einföldu ástæðu að það var ekkert að gera fyrir hann. Gömlum kenn- ara segist svo frá: „Þegar ég kenndi sjö ára bekk í Lee Street School í Atlanta, var Dean nokkur Rusk nemandi minn, en hann er núna utanríkisráð- herra Bandaríkj- anna. Hann var mjög góður nem- andi, gáfaður, áhugasamur og iðinn, en einn- ig mjög ákveðinn. Dagur Valentínu nálgaðist óðum, og ég ákvað að láta bekkinn gert kort í tilefni dagsins og senda þau eins og venja er til í Ríkjunum. Jæja, bekkurinn settist við, teikn- aði og klippti af miklu kappi. En einn nem- andi sat auðum höndum. Það var Dean Rusk. Þegar ég spurði hann, hvers vegna hann gerði ekki eins og hinir, svaraði hann mér og sagði að hann hafnaði þessum sið. Mér fannst þetta kyndugt svar af aðeins sjö ára gömlum kauða, og krafði hann frekar um svar. Þá sagði hann: — Ég hafna þassum sið vegna þess, að kortin gera töskur póstmannanna svo þungar. Ég varð mjög hissa, unz það rann upp fyrir mér, að faðir hans var póstur. ★ Somerset Maugham, rithöfundurinn heims- kunni, sem nú er 88 ára, hefur nýlega heim- sótt vaxmyndasafn frú Tussads í Lundúnum. Þangað fór hann til þess að skoða vaxstyttu af sjálfum sér, sem ,sett var upp í safninu fyrir skömmu. Maugham hafði komið til Eng- lands í þessum eina tilgangi og ráðamenn safnsins voru uggandi um, hvernig honum lit- ist á styttuna. Nokkur vandamál höfðu nefni- lega komið upp í sambandi við klæðnað þann, sem styttan átti að vera í. En safnmenn voru vanir þess háttar vandamálum, og er gamli maðurinn kom og leit á styttuna, virtist hann vera mjög ánægður með hana. — Lesendur geta sér til dundurs spreytt sig á, hvor sé styttan og hvor skáldið. ★ Menntamaður nokkur ætlaði að gefa út bók með ræðum sínum og ritgerðum, en hann hafði þá um nokkurt skeið látið allmikið á sér bera í ræðu og riti. Árni Pálsson frétti þetta og varð að orði: — Mikill skaðræðismaður ætlar hann R. að verða, nú ætlar hann að fara að gefa út bók. 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.