Fálkinn - 10.04.1963, Síða 6
Hefi fyrirliggjandi yfir 50 gerðir af kven-
úrum og yfir 60 gerðir af herraúrum.
Franch Michelsen
úrsmíðavinnustofa
Laugavegi 39, Reykjavík.
Kaupvangsstræti 3, Ákureyri.
G FÁLKINN
Kaupið
úrin hjá
ÚRSMIÐ
Eins árs
ábyrgð!
Póstsendum
Hljóðmerki.
Kæri Fálki!
Það er einn ósiður manna
sem mig langar til að skrifa
þér um. Það er sá ósiður
leigubílstjóra að flauta um
nætur þegar þeir hafa verið
pantaðir. Og það er einkenni-
legt af fólkinu að vera ekki
til staðar þegar bílarnir koma.
Bílstjórarnir flauta sennilega
til þess að gefa til kynna að
þeir séu komnir. Þetta er
alveg óþarfa hávaði sem hef-
ur ekki annað í för með sér
en raska næturró manna.
Þegar fólk pantar bíl að sínu
húsi á það að fylgjast með
þegar hann kemur svo bíl-
stjórinn þurfi ekki að flauta
og auglýsa þannig fyrir ná-
grönnunum þetta næturrölt.
Svo þakka ég þér fyrir allt
gamalt og gott. Mér lýst vel
mér lýst vel á nýju fram-
haldssöguna.
Fimm barna móðir.
Um Útvarpið.
Ég er einn hinna mörgu
sem hlusta á Útvarpið. Mér
finnst það alltaf batna en að
sjálfsögðu er eitt og annað
sem maður gæti fett fingur
út í. Ég hlusta ekki á allt sem
útvarpið flytur enda væri
drjúgur tími sem færi í það.
Ég tek heldur fyrir ákveðna
„pósta“ ef svo má segja. Ég
hlusta alltaf á leikritin á
laugardögum og þau eru oft
góð þótt manni finnist þau
mega vera fleiri íslenzk. Þá
hlusta ég á framhaldsleikrit-
in og eins er með þau, að
manni finnst þau geta verið
fleiri íslenzk. Ég hlusta líka
alltaf á fréttirnar og það er
nú einmitt það sem ég er
hvað mest óánægður með.
Mér finnst alveg ótækt að
hafa alltaf erlendu fréttirnar
á undan þeim innlendu því
það eru nú þær sem maður
vill allajafna hlusta á. Ætli
Útvarpið vildi ekki breyta
þessu og hafa þær innlendu
á undan nema eitthvað sér-
staklega gangi á hjá þeim úti
í hinum stóra heimi. Svo
þakka ég ykkur margt bráð-
skemmtilegt efni í blaðinu
um leið og ég hvet ykkur til
að gera meira og þakka fyrir
birtingu bréfsins.
Sveitamaður.
Svar:
Viö þökkum „Sveitamanni“
bréfið. Sjálfsagt er þaö mats-
atriöi hvorar fréttirnar eigi aö
vera á undan, þær innlendu eöa
erlendu. En viö komum liug-
myndinni hér meö á framfœri.
Söngur fangans.
Nýlega var birt hér í Póst-
hólfinu bréf frá Billý þar sem
beðið var um texta, sem við
kunnum ekki en báðum les-
endur að senda okkur hann ef
þeir kynnu. Okkur hafa nú
borizt þrjú bréf með þessum
texta og þar sem nokkurs
misræmis gætir þykir okkur
rétt að birta allar útgáfurnar
og bréfin, svo hver geti haft
það sem honum bezt líkar.
Kæri Fálki!
Ég sá í Pósthólfinu bréf
frá einhverjum Billý, sem bað
um að það yrði birt kvæði
sem byrjar: Ég verð færður
í fangeki á morgun. Ég á
kvæðið skrifað hjá mér og
mig langar að biðja ykkur að
birta það eins og það er, en
ég veit ekki hvort það er
lengra. Það heitir „Ástarsöng-
ur fangans.“ Höfundurinn er
ókunnur. Það er svona:
Ég verð færður í fangelsi
að morgni,
í framtíð að búa þar einn.
Allt í kring verða
járngrindur kaldar
og koddinn minn hrufóttur
steinn.
Ég vildi að ég ætti mér
ástvin,
sem ég elskaði falslaust
og hreint.
Ég þrái svo sárt heita samúð,
því sál mín er einmana
og þreytt.
Ef hefði ég engilsins vængi,
þá flygi ég frelsinu frá.
Ég flygi í ástvinararma.
og ánægður dæi ég þá.“
Svo þakka ég þér fyrir
allar skemmtilegar sögur og
óska þér góðrar framtíðar.
Þökk fyrir birtinguna.
Dollý.