Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Qupperneq 9

Fálkinn - 10.04.1963, Qupperneq 9
ginni Það áttu fáir leið yfir Arnarhólinn um þetta leyti dags, og lítil bílaumferð um Hverfisgötuna. Veðrið var frekar gott að öðru leyti en því, að það var dálítið kalt. — Kannski kemst ég uppá, sagði Bessi. Þeir höfðu lokið við að mynda hann hangandi utan á stallinum. — Ef vörðurinn hefur stiga. Vörðurinn hafði ekki stiga og við horfðum á landnámsmanninn þar sem hann stóð á ókleifum stalli sínum. — Það er ekki ætlast til þess að menn séu að fara þarna uppá, sagði vörðurinn og fékk sér í nefið. — Er hurðin þarna læst? — Já. — Og opnast ekki þótt ég stígi á hún- inn? — Nei, það hugsa ég ekki. — Þá er málið leyst, maður. Ég stíg bara á húninn og veg mig svo uppá. Ég er ennþá í góðri þjálfun frá því ég var polli. Sjáið bara! Og hann var kominn uppá stallinn til landnámsmannsins. Vörðurinn horfði á eftir honum og þurrkaði sér um nefið með rauðum klút. — Er þetta ekki hann Bessi? spurði hann. — Jú, þetta er Bessi. Sjá næstu síðu. FÁLKINN V I K U B L A Ð Bessi Bjarnason er tvímælalaust í hópi vinsælustu gamanleikara hér~ lendis um þessar mundir. Hlutverk sem hann hefur gert okkur eft- irminnileg á síðustu árum eru orðin æði mörg. Og öll börn þekkja Bessa úr Dýrunum í Hálsaskógi, en þar lék hann sjálfan höfuðpaur- inn, Mikka ref. Á næstu síðum birtir FÁLKINN í myndum og texta nokkrar svipmyndir af Bessa í borginni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.