Fálkinn - 10.04.1963, Síða 12
SMÁSAGA EFTIR ERLIIMG POtLSEM
f
0
Á fjórða sólarhing um
nóttu var hrópað: — Eldur
um borð! Allir á þilfar! Við
höfðum farið frá Valpariso í
Chile til Evrópu. Við höfð-
um farþega með um borð,
alls fjóra: þrjá vísindamenn
með vísindailegan útbúnað
í farangri sínum — og einn
kventrúboða: Systur Sonju.
Á leiðinni til Panamaskurðar
ins áttum við að kasta fest-
um undan Galapagoseyj-
unum til að setja vísinda-
mennina og systur Sonju í
land.
Eldurinn hafði bersýnilega
verið í lestinni í marga
klukkutíma og hafði aðeins
skort súrefni til að láta al-
mennilega að sér kveða.
Hugsunarlaus skipsdrengur
var sá, sem fyrstur hafði
fundið lyktina af hinum
seitlandi reyk, en í staðinn
fyrir að hlaupa á stundinni
til skipstjórans, hafði hann
svei mér opnað lestina til
að sjá, hvort það væri þar,
sem brynni. Með þessum
aðgerðum fékk eldurinn ein-
mitt það, sem hann hafði
not fyrir: loft! og á fáum
mínútum hafði hann breiðzt
upp og niður svo að allt mið-
skipið logaði!
Það var dimm nótt, þegar
ég, drukkinn af svefni og
hræðslu — kom æðandi upp
á þilfar, þar sem skipverjar
hlupu fram og aftur eftir
öskrandi skipunum skip-
stjórans. Slökkvitækin voru
12 FALKINN
notuð, en það var öllum
ljóst, að það var ekki í
mannlegu valdi að hemja
þennan eld. Það varð að yfir-
gefa skipið!
Systir Sonja var sú eina,
sem ekki var enn komin upp
á þilfar og skipstjórinn
sendi mig niður að sækja
hana. Ég æddi beint inn í
káetu hennar. Hún sat á
stóli, dálítið föl, en annars
alveg róleg. í kjöltu henn-
arlá biblía og greipar hennar
spenntar á henni. Hún bað
fyrir hinu brennandi skipi
og áhöfn þess! Er ég greip
í hana til að draga hana
með upp á þilfar, snéri hún
sér að mér með róandi og
umburðarlyndu brosi.
— Guð mun hjálpa okkur,
sagði hún. — Verið ekki
hræddir!
Fyrstu björgunarbátarnir
höfðu nýlega verið settir
niður í hinn úfna sjó, þegar
ég um síðir kom upp á þil-
far með systir Sonju. Vís-
indamennirnir þrír voru á
bát númer 1, þeir höfðu í
flýti tekið með sér hluta af
vísindaútbúnaði sínum, auk
þeirra voru tveir hásetar á
bátnum. í bát númer 2 var
hinn hluti hinnar óbreyttu
áhafnar.
— Setjið ykkur strax í
samband við hina bátana!
hrópaði skipstjórinn, þegar
hann og stýrimaðurinn hentu
síðasta björgunarbátnum
niður með skipshliðinni. Það
voru bara systir Sonja og ég
í þeim bát. Skipstjórinn og
stýrimaðurinn ætluðu að
koma á eftir. Þeir ætluðu
að stökkva í sjóinn í björg-
unarvesti, og það var ætlun-
in, að systir Sonja og ég
slæddum þá upp í okkar bát
um leið og ég hefði róið frá
hinu brennandi skipi.
Stýrimaðurinn stökk fyrst-
ur. Meiddist hann í fallinu
niður í sjóinn? Fékk hann
krampa, er sjórinn luktist
yfir höfði hans? Að minnsta
kosti hvarf hann. Við sáum
hann aldrei meir.
— Komið skipstjóri, þrum-
aði ég um leið og ég réri á
móti straumnum til að reka
ekki of langt frá skipinu.
Skipstjórinn svaraði mér
ekki. Ætlaði hann alls ekki
að stökkva? Ætlaði hann að
vera kyrr um borð og sökkva
með skipi sínu? Ég sá hon-
um bregða fyrir í brúnni um
leið og ég barðist með árun-
um við að þvinga bátinn
móti hinum þunga straumi.
— Skipstjóri! æpti ég aft-
ur. Ætlið þér að koma? Ég
get ekki haldið bátnum
móti fjandans straumnum
til eilífðar. Komið nú! Kom-
ið nú! Ég fékk ekkert svar.
Ég réri og réri til að koma
bátnum aftur að skipinu, en
það var vonlaust. Straumur-
inn var of þungur.
— Rólegir! sagði systir
Sonja hvað eftir annað, með-
an ég æpti og æpti til skip-
stjórans, að hann skyldi yfir-
gefa skipið, meðan tími væri
til. — Guð mun hjálpa okk-
ur. Verið ekki hræddir!
Straumurinn hafði þegar
hrakið hina björgunarbátana
norður eftir úr bjarmanum,
sem logarnir frá hinu glat-
aða skipi köstuðu mót himni
og hafrótinu. Ég gat ekki
komið auga á þá, en þeir
gátu séð mig. Ég heyrði köll
þeirra út í myrkrið og réri
eftir hljóðinu.
En ég hafði ekki róið
mjög lengi, þegar ég skildi,
að það var brjálæði, að ég
skyldi hafa farið einn í þenn-
an bát með systur Sonju.
Einn hafði ég alls ekki næga
krafta til að fylgja þeirri
stefnu, sem hinir höfðu tek-
ið, nefnilega norð-norð-aust-
ur skáhallt við hinn þunga
Humboldtstraum móti
ströndum Perú og Ekvadors,
þar sem miklar líkur voru
á því, að eftir okkur yrði
tekið af hinum mikla fjölda
skipa, sem þar sigldu um.
Meðan ég setti allan minn
kraft á áratökin til að ná
hinum bátunum, lét systir
Sonja sína blíðu kvenrödd
hljóma gegnum myrkrið frá
skut bátsins.
—- Guð mun hjálpa okkur!
Verið ekki hræddir!
Ég gat séð móta fyrir
hinum granna og dálítið
álúta líkama. Biblían lá á
kjöltu hennar undir spennt-
um greipum. Hún bað!
— Það eru ekki bænir,
sem við höfum þörf fyrir
núna, sagði ég bitur — það
eru duglegar hendur og
handleggjakraftur og takið
á með mér, ef þér getið,
systir!
Hennar milda og dálítið
umburðarlega bros ljómaði
í myrkrinu, sá ég, og hún
endurtók enn einu sinni, að
Guð myndi hjálpa okkur og
að ég skyldi ekki vera
hræddur. Þar á eftir hélt
hún áfram að biðjast fyrir.
Eftir næstum tveggja
stunda örvæntingarfulla
baráttu við hinn þunga haf-
straum dró ég árarnar inn
og gafst upp. Ég hné niður
í bátinn rennvotur af svita,
dauðþreyttur og með svima.
Á meðan ég hallaði mér út
af og starði upp í nóttina,
gerði ég mér grein fyrir,
hvað biði systur Sonju og
mín. Humboldtstraumurinn
myndi bera okkur í norður
í einn eða tvo sólarhringa,
þar næst myndum við lenda
í Ekvadorstraumunum, sem
lágu þversum og þeir myndu
bera okkur í vestur og þar
næst í suður í átt að Páska-
eyjunum' eða Tuamotueyj-
unum, en allt voru þetta
svæði á hinu stóraKyrrahafi,
þar sem sjóferðir voru