Fálkinn - 10.04.1963, Qupperneq 14
Persónurnar úr Islandsklukku
Kiljans eru öllum í fersku minni, sem kynnzt
hafa verkinu annað hvort í formi leik-
ntsins eða sögunnar. Hver man
ekki eftir Jónunum þremur, Jóni Hreggviðssyni,
Grindvíkmgnum og Jóm Marteinssym.
í þessari grein rekur Jón
Gíslcison hina raunverulegu sögu Jóns
Marteinssonar.
Þegar
]ðn Marteinsson
Fyrr á öldum komu oft upp undarleg
mál á biskupsstólunum, Hólum og Skál-
holti, út af lausaleiksbrotum. Á stund-
um áttu hefðarstúlkur hlut að máli,
höfðu lagst með ótíndum almúgamönn-
um. Hin stranga siðalöggjöf kirkju og
konungs í hjúskapar- og ástamálum,
var svo úr garði gerð, að ekkert var
auðveldara en verðá brotlegur við hana.
Hugsunarháttur þeirra er hana mótuðu
og settu, var langt frá vegi ungs fólks
á öllum öldum. Einnig reyndist hún
ofviða hinum ströngustu og færustu
siðgæðisvörðum, og sannast þar boð-
skapur alþýðustökunnar:
Betra er að passa hundrað flær
á hörðu skinni,
en píkur tvær á palli inni.
Á biskupsstólunum var fjölmenni.
Þar var mikill fjöldi þjónustu- og vinnu-
fólks á bezta aldri, auk kennara og
skólasveina. Ungar stúlkur sóttust auð-
vitað eftir því, að komast í kynni við
stúdentsefnin og stúdentana. Það var
von um gott gjaforð að fá stúdent til
lags. En oft varð raunin sú, að skóla-
sveinar reyndust hviklyndir í æskuást-
um sínum og varð aðeins lausaleikur
úr. Ótal dæmi eru um þetta og er of
langt mál að rekja hér.
Á stundum henti það, að ungur og
mannvænlegur stúdent eða stúdents-
efni næði ástum hefðarstúlku, meðan
hann var enn óreyndur námssveinn í
skóla eða ekki hlotið embætti og stað-
festu. Út af slíku urðu rekistefnur, mála-
14 FÁLKINN
vrafstur og skriftir. Oftast bitnaði hegn-
ingin með fullum þunga á stúdentinum
unga, og varð oft til þess að eitra hugar-
far hans og eyðileggja ævi hans, sem
annars hefði ef til vill orðið glæsileg
og hamingjusöm. Svo var valdi í sið-
ferðismálum beitt áður fyrr af vörðum
kirkju og laga. Hér verður sögð saga
af einum slíkum, eitt dæmi af mörgum.
Árið 1710 var síra Steinn Jónsson
prestur að Setbergi í Eyrarsveit, kvadd-
ur til að taka við Hólabiskupsdæmi.
í þennan mund voru siglingar mjög
litlar til landsins, sakir ófriðar milli
Dana og Svía. En Ólafsvíkurskip var
eitt af þeim fáu, sem náði til landsins
um vorið, og sigldi biskupsefni með því.
Hann fékk veitingu fyrir Hólabiskups-
dæmi 25. maí 1711 og var vígður til
biskups á trinitatis. Steinn biskup tók
sér far til íslands þegar um vorið með
Stykkishólmsskipi og varð vel reiðfari.
Hann sat næsta vetur um kyrrt á Set-
bergi, en tók við Hólastól 1712 og hélt
til æviloka.
Steinn biskup Jónsson var velgefinn
maður, skáldmæltur, valmenni mikið
en enginn skörungur. Hann var mikill
vexti, karlmenni og rammur að afli.
Hann tók við prentverkinu, er fyrir-
rennari hans, Björn biskup Þorleifsson,
hafði keypt, og rak prentsmiðju að Hól-
um. Hann gaf út talsvert af bókum
bæði frumsömdum af sjálfum sér og
þýddum, auk biblíunnar, sem alþýða
nefndi Steinsbíblíu og var þriðja út-
gáfan á íslandi. Steinn biskup var
kvæntur Valgerði Jónsdóttur prests á
Staðarhrauni Guðmundssonar. Þau eign-
uðust 11 börn, 7 sonu og fjórar dætur.
Dóu flest börnin í æsku og allir syn-
irnir á undan foreldrunum, en þrír
þeirra komust þó vel á legg, mjög vel-
gefnir menn. Einungis tvær af dætrun-
um lifðu foreldra sína...Barnalán bisk-
upshjónanna var því heldur lítið. En
margt manna er frá þeim komið, og
margt merkisfólk. Meðal sona þeirra
Steins biskups og Valgerðar, var Jón,
er tók sér viðurnefnið Bergmann, og
varð frægur læknir, en lítill hamingju-
maður — sem frægt er.
í biskupstíð Steins biskups, skeði
margt sögulegt á Hólastað. Biskup var
sérstakt góðmenni og vildi halda uppi
reglu og aga, án þess að beita hörku.
En oft brá útaf í þessum efnum. Meðan
hann var Hólabiskup, fengust skóla-
sveinar talsvert við galdraiðkanir, þó
galdratrú væri mikið farin að dvína
hér á landi í byrjun 18 aldar. Á hans
tíma var til dæmis hinn frægi Galdra
Loftur í Hólaskóla, og útskrifaðist
þaðan árið 1722. Þjóðsögur herma, að
hann hafi vakið upp úr Hólakirkjugarði
biskupana fornu, og ætlaði sér að ná
af þeim galdrabókinni Gráskinnu, dýr-
mætasta kjörgrip galdrafræðanna, sem
til hefur verið á íslandi. En honum
heppnaðist það ekki. Hann varð sturlað-
ur og varð skammlífur.
*
í biskupstíð Steins virðist hafa verið
f jölmenni á Hólum. Heimilisandi
var þar þýður og viðkunnanlegur,