Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Page 18

Fálkinn - 10.04.1963, Page 18
vegurmn suður öfugt, en menn vilja heldur vera á sömu vélinni. — Sumir segja að engin vél sé eins af sömu tegund. Er það rétt? — Það er engin vél eins. Þær eru allar með sínum sérstaka hætti þótt þær séu frá sömu verksmiðjunni og það er eins og maður þurfi að kynnast hverri vél fyrir sig eins og því fólki sem maður umgengst. — Er þetta ykkar mötuneyti? — Já, við höfum hér mötuneyti. Vegagerðin leggur til ráðskonu og svo höfum við smávegis dagpeninga í fæðis- kostnaS. — Er ekki leiðinlegt að vinna að vega- gerð í snjó og kulda? — Snjórinn hefur ekki verið í vetur, en myrkrið er alltaf leiðinlegt. Við röbbuðum áfram við þá og þeir luku við kaffið sitt og stóðu á fætur og sögðu kaffitímann úti. Við spurð- um þá hvort við mættum ekki fara með þeim í aksturinn og það var auð- sótt mál. Við fórum í einn bílinn og sá sem ók hét Kristinn Jónsson og sagðist vera Engelhart Svendsen, jarðýtustjóri, við farartæki sitt. úr Fljótunum og vera búinn að vinna hjá Vegagerðinni í fimm ár. — Þú hefur ekki kunnað við þig í sveitinni? — Jú, að mörgu leyti, en það er nú einu sinni svo að menn langar að sjá heiminn. Á vorin langar mann alltaf í sveitina og sumar í bænum gæti ég ekki hugsað mér. Hann setti bílinn í gang og ók af stað. Sólin féll inn um framrúðuna og hann setti sólhlífina niður. — Nú fer sauðburðurinn að byrja, einu sinni átti ég þrjátíu kindur, sagði hann og skipti um gír. Hljóðið í bílnum breyttist og hann hossaðist, þegar aftur- hjólin fóru yfir ójöfnu. Það var stutt að fara frá húsunum þangað sem þeir sóttu efnið. Bíllinn á undan okkur var fljótur að fyllast. Hann þurfti ekki nema átta skóflur frá ámokstursvélinni og við ókum undir. Þar var stór bingur af grófu efni sem hafði verið ýtt þarna upp og gam- an að sjá hvernig skóflumaðurinn beitti vélinni í binginn, fyllti skófluna og snéri gálganum með skúffunni og opn- aði hana yfir bílnum. Það kom örlítill slinkur á bílinn þegar rauðamölin kom á pallinn og rykmökkur gaus upp. Við tókum átta skóflur og ókum af stað. — Ekki er einn maður á skóflunni? — Nei, þeir eru tveir þegar svona mikið er að gera. Annað væri ekki hægt. Það var óslétt og bíllinn hossaðist á ójöfnunum. Við römbuðum í sætunum, en Kristinn mætti hreyfingum bílsins- betur. — Hvaða verkfæri er þetta? spurð- um við og bentum á einkennilega klukku í mælaborðinu. — Við köllum þetta kjaftakerling- una. Þetta er klukka sem skrifar á kort allt sem bíllinn er hreyfður. Á kortinu sést hvað ekið hefur verið hratt og hvernig og á hvaða tíma. Það er mikið öryggi að þessu því að ef eitthvað kem- ur fyrir má sjá það allt nákvæmlega á kortinu. Verkstjórinn fer yfir kortin á kvöldin og þá sér hann afköstin. Það var stutt á typpinn og uppfyll- ingin var það breið að hann þurfti ekki að bakka til að snúa við heldur snéri á uppfyllingunni. Þegar hann sturtaði af heyrðust miklir skruðningar og bíll- inn hristist allur til. Við fórum úr bílnum og sögðumst ætla að ræða við typpmanninn. í eina Framh. á bls. 29. 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.