Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 26
kvenþjóðin ritstjóri KRI9TJANA STEIMGRÍMSDÓTTIR Páskahanar á páskaborðið Á hátíðum einkum jólum og páskum langar okkur til að dúka borðið fallega. Þar sem litur jólanna er rauður er litur páskanna gulur og grænn. Litir sem við fáum með páskaliljunum og litlum greinum, sem við höfum haft þá fyrirhyggju á að taka inn og láta standa í vatni. Einnig er hægt að útbúa pappírsservietturnar á skemmtilegan hátt. t. d. eins og myndin sýnir. Nota þarf venjulegar stórar, hvítar pappírsserviettur, sem brotnar eru í tvennt og klippt upp úr, svo myndist eins og kambur. Teiknið augu með „tuschi“, vefjið servietturnar saman og festið þeim saman að neðan verðu með títuprjón eða heftara. Búið til nef og sepa úr rauðum glanspappír, límt á Það eru ekki aðeins súkkulaðiegg, sem eiga að koma fram á sjónarsviðið um páskana. Máluð og lituð egg heyra páskunum til. Það er skemmtilegt starf, sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í en sem oft fellur í hlut barnanna að fram- kvæma. Sjóðið fyrst eggin (ef á að mála þau), og kælið þau alveg, áður en hafizt er handa. Bezt er að gera uppdrátt með blýanti, teikna útlínumar með „tusch“ og síðan fylla uppí með lit. Nota má hvert heldur er litarblýanta, vatnsliti eða auglýsingaliti. Þá síðasttöldu er auð- veldast að eiga við, því að þeir hylja bezt. Einnig er hægt að lita alveg eggin um leið og þau eru soðin. Setjið ávaxta- lit -(-1 tesk. af ediki í 1 líter af vatni. Athugið að eggin sem sjóða á séu alveg heil. Ef eggin eru sprungin smýgur lit- urinn inn og litar hvítuna. Sé laukhýði soðið með eggjunum, verða þau fallega gyllt á litinn. Soðin egg. Öll kunnum við að sjóða egg, en þrátt fyrir það getur verið gott að rifja upp grundvallarreglurnar. 1. Látið eggin ofan í það mikið vatn, að það fljóti nál. 3 cm. yfir þau; suðan látin koma fljótt upp. 2. Haldið aðeins við suðu; hlemmur látinn á pottinn. 3. Eggin látin liggja í 3—12 mínútur. Það fer eftir því, hvort þau eiga að vera lin — hálflin — eða harðsoðin. Ath. Ef ekki er hægt að lækka hitann það mikið undir pottinum, að vatnið sé aðeins við suðu, verður að skjóta t. d. asbestplötu undir pottinn. Takið aldrei eggin beint út úr ís- skápnum og setjið þau í pottinn,þá hætt- ir þeim til að springa. Gott er að láta þau liggja augnablik í volgu vatni áður. Ef ætlunin er að afhýða eggin, skal ísköldu vatni rennt yfir þau strax, en ekki látin liggja of lengi í því. Eggjasósur: Reynið að þeyta eggja- rauður eða heil egg vel og lengi yfir gufu (ekki of heitri þó). Þeytið þar til eggin eru létt og loftmikil. Þeytið þá sykur og eitthvert bragðefni saman við eggin. Úr þessu fæst ljúffeng sósa, sem ágætt er að bera fram með ávaxtasalati eða líkjör. Hlutföllin geta t. d. verið: getur t. d. verið rifinn appelsínu- eða sítrónubörkur, kanel, engifer, koníak eða líkör. Hlutföllin geta t. d. verið: 1 eggjarauða +2 msk. sykur eða flór- sykur —%—1 msk. rifinn börkur, 2 eggjarauður +3x/2 msk. flórsykur, + 1% tsk. kanell. 1 heilt egg +2yz msk. sykur, + 1—1% msk. líkjör. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.