Fálkinn - 10.04.1963, Page 27
CGG
á ýmsa vegu
Egg í brauðkolliun.
Eggjahræra með laxi.
Karrýegg.
Fyllt egg. Byrjið á því að harðsjóða
eggin og kæla. Takið rauðurnar úr, sker-
ið neðan af hvítunum svo að þær geti
staðið.
Merjið rauðrnar og blandið þeim
saman við majones ásamt smátt skorn-
um eggjahvítubitunum (ofan af og neð-
an) einnig einhverri smátt skorinni
kryddjurt t. d. steinselju, karsa, dill.
Fyllið eggjahvíturnar með þessu, stingið
svo spegipylsu, reyktu fleski, rækjum,
ál, hangikjöti og laxi ásamt einhverju
grænu ofan í. (Sjá myndir).
Berið eggin fram á salatblaði eða
gúrkusneið og með steiktu hveitibrauði.
Páskabrauðsneið. Flysjið harðsoðin
egg og kljúfið þau varlega að rauðu.
Takið rauðuna heila úr. Saxið hvítuna
smátt, hrærið henni saman við jafnmik-
ið af smjöri, kryddað með frönsku sinn-
epi og salti.
Berið þessa smjörhræru þykkt ofan á
hveitibrauðssneið og skreytið hverja
sneið með heilli eggjarauðu.
Karryegg.
4 egg. 2 dl. hrísgrjón.
4 dl. vatn. Salt.
Sósa:
1 epli, súrt. 1 lítill laukur.
1 msk. smjörlíki.
1 tsk. karrý. 4 dl. soð.
1 msk. kartöflumjöl.
2 msk. rjómi.
100 g. rækjur.
Tómatar.
Eggin soðin í 6 mín., flysjuð. Hrísgrjón
in soðin í vægu saltvatni í 18 mínútur.
Epli og laukur skorið smátt, sett í pott
ásamt smjörlíkinu, látið sjóða í 1—2
mínútur. Karry og soði hrært saman við.
Soðið við vægan hita í 5 mínútur. Jafn-
að með karöflumjöli, sem hrært er út
með rjóma. Rækjunum hrært saman
við. Látið hrísgrjónin í hring á smá-
diska, egg í miðjunni, sósu hellt yfir.
Skreytt með tómati.
Eggjahræra með reyktum laxi
eða hangikjöti.
4 egg. 4 msk vatn.
50 g. reyktur lax eða hangikjöt.
2 msk. smjör.
Ögn af pipar.
V2 tsk. sítrónusafi.
1 msk. söxuð steinselja.
4 ristaðar hveitibrauðssneiðar.
Skerið laxinn eða kjötið í mjóar ræm-
ur, hitið það í smjörinu. Þeytið eggin
með vatninu. Kryddið með salti og pip-
ar. Hellt saman við laxinn. Hrært stöð-
ugt í með gaffli, þar til eggjahræran
er kornótt. Um leið og potturinn er
tekinn af eldinum er sítrónusafa og
steinselju hrært saman við.
Borið fram sem forréttur eða til
Framh. á bls. 30.
:......................................................................
FÁLKINN
27