Fálkinn - 10.04.1963, Síða 28
Þegar Jón . . .
Framh. af bls. 24.
lenti þar í vandræðum og varð að víkja
úr skóla. Fór hann þá norður að Hólum
og útskrifaðist þar árið 1731. Að loknu
stúdentsprófi, gerðist Jón smásveinn
Steins biskups og var í þjónustu hans
um stund.
Jón Marteinsson var gæddur ágætum
gáfum, var vitmaður mikill og brátt í
áliti nyrðra. Þar kom, að starfsfólkið
á Hólum fór að veita því athygli, að
Jón Marteinsson og Helga biskupsdótt-
ir, ekkjan unga, felldu saman hugi.
Þau áttu saman ástafundi í leynum á
Hólum, enda var þar á staðnum nóg af
greiðastöðum fyrir unga elskendur, og
í skjóli fjölmennis staðarins var vanda-
laust að dyljast. Ástir þeirra fóru leynt,
enda bjuggust hjónaleysin við heldur
lítilli hluttekningu hjá foreldrum henn-
ar, þar sem Jón var bláfátækur, aðkom-
inn úr fjarlægu héraði og þar að auki
lent í hálfgerðum vandræðum. En þau
Helga og Jón nutu hvors annars að vild
í leynum, og varð furðulítið umtal af.
En þar kom, að Helga biskupsdóttir
varð þunguð af völdum Jóns Marteins-
sonar. Sumarið 1732 fóru að kvikna af
því sögur um Skagafjörð, að biskups-
dóttirin á Hólum væri með barni.
Smjattaði fólkið á þessu og þótti mikið
söguefni og flaug sagan víða. í ágúst
um sumarið var svo komið, að Helga
gat ekki lengur leynt þunga sínum fyrir
heimafólki á staðnum eða foreldrum
sínum.
Þegar biskup varð þess vís, brást
hann þunglega við. Hann kallaði Jón
fyrir sig og lét hann meðganga brot
sitt. Síðan varð af þessu rekistefna
nokkur og málavafstur. Að lokum lét
biskup Jón taka opinberlegar skriftir í
Hóladómkirkju, og rak hann síðan burt
af staðnum. Jón ráfaði um sumarið um
Skagafjörð ráðvilltur og umkomulaus-
ari en nokkurn tíma áður. En um haust-
ið fékk hann far með Akureyrarskipi
til Kaupmannahafnar.
LEIKHÚSMÁL®
TÍMARII
AÐALSTRÆTI 1B.
REYKJAVÍK
Ég undirrituð/aður ......................................................
staða ............................................... sími ..............
heimili .................................................................
óska að gerast áskrifandi að tímaritinu LEIKHÚSMÁL frá og með tölu-
blaði nr............(8 hefti á ári).
Mun ég greiða í ársgjald kr. 300.00 (+ kr.. 20.00 ef senda skal blaðið í
innanlandspósti).
hinn ........ /........ 196 . . . .
(undirskrift).
Árgangurinn kostar
75.00 krónur.
Kemur út einu sinni
í mánuði.
ÆSKAN er stærsta og ódýrasta barnablaðið. —
Flytur fjölbreytt efni við hæfi barna og unglinga,
svo sem skemmtilegar framhaldssögur, smásögur,
fræðandi greinar og margs konar þætti og mynda-
sögur. Síðasti árgangur var 300 síður með um 600
myndum. Allir þeir, sem gerast nýir kaupendur að
ÆSKUNNI fá síðasta jólablað í kaupbæti.
Gerizt áskrifendur að ÆSKUNNI.
Greiðsla þarf að fylgja áskrift.
Ekkert barnaheimili getur verið án ÆSKUNNÁR.
Afgreiðsla í Kirkjuhvoli, Reykjavík, Pósthólf 14.
28
FALKINN
Næsta vetur var Jón Marteinsson
tekinn í háskóla í Kaupmannahöfn af
sérstökum góðvilja ráðamanna skólans.
Árið 1734 fékk hann uppreisn æru fyrir
lausaleiksbrotið með Helgu biskupsdótt-
ur, en slík uppreisn var nauðsynleg
fyrir háskólaborgara á þeim tíma, til
að fá full réttindi.
Jón Marteinsson kom aldrei framar
til íslands. Hann lauk ekki námi við
háskólann, en fékkst við margs konar
störf. Hann var um tíma aðstoðarmaður
við safn Árna Magnússonar, en missti
starfið. Upp frá því var hann sífellt að
rita klaganir yfir misbrúkun safnsins,
en fékk enga áheyrn. Hann er einhver
hinn mesti furðukvistur af íslenzkum
uppruna í Kaupmannahöfn. Örlög hans
urðu grimm og bitur, og hann bar þess
minjar alla ævi, að hann var leikinn
grátt í æsku, þó að fleiri hafi ef til
vill komið til, svo sem einþykkni hans
og fleiri skapbrestir. Eftir Jón Marteins-
. son er talsvert til af ritsmíðum og
margar furðulegar. Hann bar landi sínu
og löndum sérstaklega illa söguna.
Hann talar yfirleitt illa um alla í ritum
sínum. Hin beizka gremja hans kemur
alls staðar fram, enda var hann orð-
hákur hinn mesti í ritum sínum. Hann
fékkst talsvert við náttúrufræði, en
aðallega fornfræði. Halldór Kiljan Lax-
nes notar persónu Jóns Marteinssonar
í Eldur í Köbenhafn, sem allir kannast
við.
Eftir að Helga Steinsdóttir féll með
Marteini, dvaldist hún áfram á Hólum.
Hún giftist síðar Einari Jónssyni Hóla-
staðarráðsmanni í Viðvík.
*
Jórunn Steinsdóttir giftist Hannesi
Scheving sýslumanni í Vaðlaþingi og
klausturhaldara á Munkaþverá. Hann
var mikið valmenni. Jórunn missti
hann 1726.
Þegar Jórunn varð ekkja, var sýslu-
skrifari hjá manni hennar, fjósadreng-
urinn, sem forðum ávarpaði hana í
hátíðarbúningnum á páskadagsmorgun-
inn. Stefán Einarsson var manna ófríð-
astur, en mikill gáfumaður. Hann gerðist
nú ráðsmaður hjá Jórunni og fór brátt
mjög vel á með þeim, enda hafði
Hannes sýslumaður spáð því, að hann
yrði seinni maður konu sinnar. Þar
kom, að Jórunn varð þunguð af völdum
Stefáns. Hún ritaði þá föður sínum bréf,
og sagði honum hvernig komið var og
bað hann, að hún fengi að giftast
Stefáni. Biskupshjónunum á Hólum
þótti Stefán ekki nógu glæsilegt manns-
efni handa dóttur sinni, og dróst því
á langinn, að biskup svaraði dóttur
sinni. Jórunn fann brátt að ekki var
allt með felldu um það, hvað svar kom
seint frá föður hennar. Hún lét því
búa ferð sína, þó þunguð væri, og reið
vestur að Hólum, og hitti föður sinn
og fékk svo komið máli sínu við hann,
að biskup samþykkti, að hún giftist
Stefáni. Fyrsta barneign þeirra Jórunn-
ar og Stefáns bar of fljótt að, svo þau
urðu ber að lausaleiksbroti. Steinn
biskup útvegaði Stefáni síðar uppreisn