Fálkinn - 10.04.1963, Page 31
lagi fundið lík konu hans, væri hann
þegar lentur í Evrópu. Þá var aðeins
eftir að skipta um nafn, kaupa sér
falsað vegabréf — og hverfa ....
Þegar dyrabjöllunni var hringt, brá
Darby svo hastarlega, að hann missti
blaðið, og í fáti, næstum angist, leit
hann á klukkuna. 8.21. Hver í fjáran-
um gat fundið upp á því, að hringja
bjöllunni hjá honum um þetta leyti
morguns? Og hverra erinda?
Hann ýtti stólnum aftur, reis á fætur
og gekk fram og lauk upp. Á tröppun-
um stóð maður, sem bauð honum bros-
andi góðan daginn. í annarri hendi hélt
hann á opnum kassa, sem var fullur
af alls konar burstum og öðrum undar-
legum smáhlutum, en í hinni bar hann
stóran poka með nafn fyrirtækis prent-
að á gullnum stöfum.
— Eruð þér hr. Darby? Ég er að
koma með það, sem þér hafið pantað.
Darby glápti á hann eins og naut
á nývirki. — Pantað?
— Já, burstana yðar — eða réttar
sagt konu yðar.
Darby horfði skilningsvana á bursta-
salann. — Konu minnar?
Bros sölumannsins varð dálítið hik-
andi. — Já, bur.stana, sem kona yðar
pantaði hjá mér í síðustu viku.
Kæri Astró.
Mig langar mikið til að vita eitt-
hvað um framtíð mína og leita ég því
til yðar í von um að fá svar sem fyrst
í vikublaðinu Fálkanum.
Ég var borin í þennan heim kl.
12.00 á hádegi.
Ég er mikið hneigð fyrir ferðalög
og hef óskaplega útþrá og langar mig
að vita hvort mér eigi eftir að auðn-
ast að líta hinar stóru borgir augum
á næstu árum. Ég er frekar skapstór,
en tekst þó furðulega að stilla skap
mitt. Ég hef ákveðið að keppa að
einu vissu marki á braut menntar-
innar og langar að vita hvort ég næ
því marki.
Um heilsu mína vil ég ekki vita,
tíminn rpun leiða í ljós hvernig
heilsufari mínu er háttað.
Einnig langar mig að vita hvort
ég hafi nú þegar kynnzt þeim er
muni verða eiginmaður minn, ef ég
þá giftist. -
Svo vonast ég fljótlega eftir svari
frá yður, og kærar þakkir fyrir að
birta þetta. Gjörið svo vel að sleppa
fæðingardegi, mánuði, ári og fæð-
ingarstað.
Stella.
Svar til Stellu.
Það, sem vekur mesta athygíi við
stjörnukort þitt er það, hve margar
plánetur eru í sjöunda húsi félags-
skaparins og hjónabandsins, en þar
Darby leit á úrið sitt.
— Það getur ekki verið rétt, sagði
hann dálítið hryssingslega. — Hvernig
'hefði hún átt að geta pantað bursta?
Hún er algerlega lömuð og rúmliggj-
andi.
Bros burstasalans varð enn efablandn-
ara. Hann leit á húsnúmerið, kinkaði
kolli og dró pappírsmiða upp úr jakka-
vasanum.
— En þér eruð þó hr. Darby, ekki
satt? Ég hef pöntunina hérna: einn hár-
bursti úr næloni, ein dós af handkremi
— „Blue Memory“, ein flaska af bað-
salti ■— furunáladuft .... Allt saman
pantað af frú Elmo Darby. Hún stóð
sjálf í dyrunum og lét mig fá pöntun-
ina í síðustu viku — á mánudaginn,
held ég helzt, að það hafi verið.
Svo að það var þá satt, sem hann
■hafði grunað allan tímann. Konan hans
hafði sannarlega ekki verið fötluð! Reið-
in sauð niðri í Darby. í heil tvö ár hafði
hann látið hana kúga sig, þjónað henni,
gert hreint í húsinu hvern einasta sunnu-
dag, búið til mat handa henni, hoppað
og skoppað fyrir hana út í það óendan-
lega upp og niður stigana .... honum
gramdist næstum, að hann hefði ekki
vakið hana, áður en hann ....
8.23!
— Jæja, en við viljum ekki sjá þetta,
eru átta plánetur. Þar getur að líta
Satúrn næstan geisla hússins, þannig
að gifting þín gæti dregizt fram yfir
tuttugu og fimm ára aldurinn. Allar
horfur eru á að gifting muni geta
átt sér nokkuð óvænt stað sakir
skyndihrifningar, sem grípur þig.
Allar þessar plánetur þarna benda
til þess að hjónaband þitt verði mjög
viðburðaríkt sérstaklega í sambandi
við það að þú munt hafa talsverðan
metnað til að starfrækja einhverja
félagsstarfsemi heima fyrir og muntu
hljóta blessun margra fyrir en aðrir
munu líta það óhýru auga. Annars
kemur heimilið eða geisli fjórða
húss undir áhrif Úranusar, sem er
nákvæmlega á geisla hússins. Úran-
us þarna hefur tilhneigingu til að
valda skyndilegum breytingum á
heimilisstað manns. Jafnan þannig að
maður hafði ekki reiknað með slíku
fyrirfram. Slíkt getur átt sér stað
sakir starfa manns sjálfs eða mak-
ans. Úranus hér bendir oft til þess
að efri ár ævinnar séu umhleypinga-
söm og viðburðarík.
Merki nautsins á geisla annars
húss bendir til þess að þú sért hag-
sýn í meðferð fjármuna, en þú hefur
einnig talsverðan metnað til að afla
þér fjár. Þér mundu fara vel úr
hendi störf sem gjaldkeri eða af-
greiðslustúlka þar sem mikið fjár-
magn er haft um hönd. Ráðandi plán-
eta fjármálanna er Venus í sjöunda
sagði Darby stuttur í spuna og bjóst
til að skella aftur.
Burstamaðurinn starði á þann þrumu
lostinn. — Viljið þér ekki sjá það? En
kona yðar pantaði það þó, hr. Darby.
Það er kannski bezt, að ég fái að tala
við konu yðar augnablik, þá ....
— Hvað segið þér, maður? hrópaði
Darby næstum þvi. — Guð sé oss næst-
ur! Nei og aftur nei. Þér fáið ekki
að tala við hana. Hún er að borða morg-
unverðinn .... Nei, ég á við, að hún
er ekki kominn á fætur ennþá, — hún
sefur ....
Hann leit aftur á úrið sitt. Hann vissi
vel, að hann var of óstyrkur í fram-
komu — of æstur. Burstamaðurinn færi
brátt að halda, að það væri eitthvað
að honum. En áætlunin! Áætlunin, sem
átti að standast upp á mínútu! Allt átti
að líta eðlilega út. En það var enn tími
til að bjarga þessu og halda síðan áfram
eftir áætlun.
— Hvað kostar þetta? spurði hann.
Það var greinilegt, að burstamaður-
inn varp öndinni léttara. Hann leit á
reikninginn. — Já, við skulum sjá, ....
jú, þetta gerir alls fjögur hundruð tutt-
ugu og eina krónu .... söluskattur inni-
falinn, því að þér skiljið, að ....
-— Já, já, ágætt. 8.24. Dr. Darby var
Sjá næstu síðu.
húsi sem bendir til þess að þátttaka
þín í félagslífinu muni hafa mjög
hagstæð áhrif á þróun mála á sviði
fjármálanna.
Ég held að lítil ástæða sé fyrir
þig til að hafa áhyggjur af skaps-
munum þínum. Það sem helzt væri
að þér er það að þú munt vera helzt
til of tilfinninganæm fyrir umhverf-
inu, þar eð Sólin er í merki Krabb-
ans. Slíkt þarf náttúrlega að tempra
sem mest.
Ég álít að miklar horfur séu á að
þú getir ferðast til útlanda, þar eð
geisli níunda húss, sem stendur fyr-
ir ferðalög meðal annars fellur í
sjálft langferðamerkið Bogamanninn.
Júpíter er áhrifapláneta ferðalanga
hjá þér í hagstæðri afstöðu við Úr-
anus og bendir til þess að þér bjóðist
tækifæri títt á óvæntan hátt að kom-
ast í ferðalög til útlanda. Júpíter í
sjöunda húsi bendir til þess að þú
munir eiga eftir að ferðast talsvert
með eiginmanni þínum eða öðrum
nánum félögum áður en þú kynnist
honum. f þessu sambandi er 21. og 22.
aldursár mjög athyglisvert, einnig
árin um og yfir 30, en þá er það með
eiginmanni þínum.
FÁLKINN 31