Fálkinn - 10.04.1963, Side 35
□TTÓ DG BRLJÐUR SÆKDNUNGSINS
Ottó og Danni riðu á hægu tölti um sveitirnar. Þeir voru a
leiðinni til Arnarkastala. Engin voru tekin að grænka og það
var ilmur í loíti og Danna fannst gaman að vera til. Þeim
félögunum fannst þetta vera dásamleg hvíld eftir allar þær
mannraunir, sem þeir höfðu lent í nýlega. — Þeir ræddu um
hring Róberts og ævintýrið í sambandi við hann. Allt í einu tók
þá að svengja. Þeir komu að á nokkurri og Ottó sagði að þeir
skyldu taka til matar sins jafnsk.iótt og þeir væru komnir yfir
ána. Matur hafði alltaf verið Danna megin og auk þess fannst
honum hestbak enginn hægindastóll vera. Þeir komust upp á
bakkann hinum megin og lituðust um eftir góðum áningarstað.
Allt í einu sá Ottó eitthvað, sem vakti athygli hans.
Jörðin, sem enn var rök eftir undanfarandi rigningar, var niður-
bæld og mátti greinilega merkja spor í grasinu. „Þetta er
bjarnarslóði," sagði Ottó. Þeir rannsökuðu sporin og komust
að, því að þau voru nýstigin. ,,Ég hef aldrei heyrt um björn,
sem væri á þessum slóðum á þessum tíma árs.“ Veiðimanns-
eðlið vaknaði i honum og hann vildi óður og uppvægur halda
til að leita hans. Danni tók við taumunum á hestunum, og steig
á bak sínum hesti og fylgdist með húsbónda sínum i hæfilegri
fjarlægð. Allt í einu stanzaði Ottó, hann hafði fundið klæðis-
pjötlu á trjágrein og var hún blóðug mjög. Áður en hann gat
gert sér grein fyrir hverju þetta sætti, heyrðist neyðaróp um
skóginn.
Og ópið heyrðist aftur. Hvaðan kom það? „Þetta er áreiðan-
lega dádýr,“ sagði Danni ofur rólegur. „Björninn er að hakka
í sig dádýr, sannaðu til.“ Ottó hikaði andartak. Hann vissi að
dýraöskur gat úr fjarlægð oft virzt sem mannsóp. En hvaðan
kom þá þessi klæðispjatla? Auðvitað var hún af fötum aðalsmeyj-
ar. En meðan Danni var kyrr og gætti hestanna hélt Ottó lengra
inn í skóginn. Hann furðaði sig á þvi, að hann skyldi ekkert heyra
meira. En allt í einu kom ung stúlka hlaupandi á móti honum
og gríðarstór björn á eftir henni.
FÁLKINN 35