Fálkinn - 10.04.1963, Qupperneq 37
og horfði á mig sínu drungalega og
dýrslega augnaráði. Hún naut þrekleys-
is síns með sigrihrósandi brosi.
Sólin hækkaði á lofti og varpaði
hinni miskunnarlausu birtu sinni á
okkur. Sjórinn var ljósgrænn á allar
hliðar. Um miðjan daginn bað systir
Sonja um kex- og vatnsskammtinn
sinn. Er ég lét hana hafa helminginn
af skammtinum, leiftraði augnaráð
hennar af biturleik og hatri.
— Vatn! stundi hún. — Gefið mér
svolítið meira af vatni!
— Nei! sagði ég og horfði aftur í hat-
ursfull augu hennar. Það huggaði hana
ekki, að ég tók einnig helminginn af
mínum skammti!
Svefninn kúrði í útjaðri meðvitundar
minnar, reiðubúinn að steypa sér yfir
mig í fyrsta sinn, sem ég gaf höggstað
á mér. Augnalok mín voru þung eins
og blý. Einu sinni lokaði ég þeim —
til að prófa systur Sonju. Það leið ein
mínúta, ég andaði djúpt og reglulega
eins og ég svæfi. Systir Sonja kom
hægt skríðandi eftir bátnum í áttina til
mín. Er ég opnaði skyndilega augun,
snéri hún sér við og skreið aftur í skut.
Héðanaf gat ég ekki verið í neinum
vafa: Á sama augnabliki og ég sofnaði
myndi systir Sonja henda mér fyrir
borð enn einu sinni, og í þetta sinn
myndi ég vera svo örmagna, að ég
kæmist ekki um borð aftur!
Ég gerði mér Ijóst að ég átti aðeins
eina vörn: að verða fyrri til!
Ég stóð á fætur og reikaði fram eftir
bátnum. En er ég nálgaðist hina skelfdu
og samanbrotnu kvenveru í skutnum,
er ég sá hið hrukkótta og bólgna and-
lit hennar, hinar spenntu og framréttu
greipar hennar í bæn um vægð, þá gat
ég ekki gert það .... að kasta varnar-
lausri manneskju fyrir borð? Aldrei!
Ég reikaði aftur á stað minn í stafn-
inum, tók matinn og ákvað að halda
mér vakandi, hvað sem það kostaði. Ég
fór aftur með faðirvor og horfði yfir
sjóinn. En Guð sendi enn ekki skipið
sitt!
Nóttin skall á. Sama kyrrláta og
tunglskinsbj arta hitabeltisnóttin! Hin
þungu augnalok mín sigu og ég hafði
ekki lengur styrk til að berjast á móti.
Ég vaknaði á sama hátt og hina nótt-
ina — á því augnabliki sem mér var
velt yfir borðstokkinn. Spriklandi hvarf
ég í kaldan sjávarstrauminn. Ég kom
upp á yfirborðið aftur og meðan ég
buslaði ringlaður um, starði ég á eftir
bj örgunarbátnum. Þarna var hann og
þarna glampaði á andlit systur Sonju
bak við borðstokkinn. Hún hafði gripið
árarnar og réri nú burt af öllum kröft-
um, fastákveðin að gefa mér ekki neitt
tækifæri í þetta sinn.
Á fáeinum sekúndum var kominn
mikill skriður á bátinn vegna straums-
ins og árataka systur Sonju og það var
vonlaust _ að reyna að synda á eftir
honum. Ég gafst upp og lét mig reka
með straumnum og beið þeirra hákarla,
sem myndu binda enda á þjáningar
mínar.
Mig hafði rekið með straumnum í
nokkrar mínútur, þegar dökkur, stór
flötur kom í Ijós nokkur hundruð metra
í burtu, bakugginn á stórum fiski,
kannski risahákarli, hugsaði ég. Og þó,
til þess hreyfði hinn dökki flötur sig
alltof hægt. Svo uppgötvaði ég skyndi-
lega, hvað ég hafði séð: — Trébotninn
eða lokið af einum af hinum ristastóru
kössum, þar sem vísindamennirnir frá
hinu sokkna skipi höfðu geymt vísinda-
tól sín í.
Þessi gleðilega sjón gaf mér nýja
krafta. Þegar hið þykka, rekandi tré-
verk fór fram hjá mér, greip ég í það,
og fáum sekúndum síðar klifraði ég
um borð á hinum indælasta litla timbur-
fleka, sem maður í minni aðstöðu gat
haft fyrir augunum.
Er ég vaknaði, var sólin hátt á lofti,
og sjórinn í kringum mig var kyrr og
auður. Ég snéri mér örþreyttur við á
flekanum og hvítur silkibútur vakti
athygli mína.Hann sat fastur milli hinna
gráu og hefluðu borða timburflekans,
silkiklútur á stærð við stóran vasaklút,
en saumaður sem trekt, en op hennar
var fest á lítinn málmhring.
Á því aungabliki, sem ég stóð með
þetta óhemju þéttofna silkiefni í hönd-
unum, vissi ég, að ætti ég eftir að deyja
hér úti á hinu stóra hafi, yrði það hvorki
úr hungri eða þorsta. Því að það, sem
ég hafði fundið, var svifsía, hið smáa,
fíngerða silkigarn, sem vísindamenn
sjávarlífsfræðinnar nota til að veiða
hinar pínulitlu, oft ósýnilegu smálíf-
verur, sem reka um heimshöfin rétt
undir yfirborðinu.
Ég rétti handleggina út móti
hinum bláa himni og hló. Strax á eftir
byrjaði ég að veiða svif. Ég lagðist á
grúfu og stakk hinum trektlaga silki-
Sjá næstu síðu.
og maki hennar líkinu, og það verður
til þess að lögreglan kemst á sporið og
böndin berast að þeim. Arabella verst
lengi vel, en þegar eiginmaður Claudiu
segir lögreglunni allt, sem hann veit,
gefst hún upp og játar allt. En Paola
hafði leitað til æsltuvinar síns, Aldos.
Hjá honum fær hún ekki aðeins lög-
fræðilega aðstoð heldur einnig hollar
og góðar ráðleggingar. Hann telur hana
á, að tala við lögregluna og segja henni
allt af létta en þegar faðir hennar, upp-
gjafa herforingi, kemst að því hvaða at-
vinnuveg dóttir hans hafði stundað,
fremur hann sjálfsmorð. Það er Paolu
þungt áfall, en verður þó til þess að
hún tekur upp nýtt líf. En lögreglan
hafði sýknað hana af öllum ákæruatrið-
um í sambandi við dauða fyrrnefnds
viðskiptavinar hennar.
Aðalhlutverkið í þessari mynd er
leikið af Jeanne Yalerie, sem er ný-
byrjuð að Ieika í kvikmyndum, en Elsa
Martinelli fer einnig með stórt hlutverk.
Roberto Risso leikur eiginmann einnar
stúlkunnar og Jean Murat leikur faðir
Paolu. Leikstjóri er Daniele d’Anza og
það er ítalski kvikmyndaframleiðand-
inn. Dino Laurentiis, sem framleiðir
myndina.
P'ÁLKINN 37