Fálkinn - 10.04.1963, Síða 38
Sigurðiir Sigurðssou
Framhald af bls. 21.
ur, söngkonu. Förin var mjög lærdóms-
rík. Ég man til dæmis, þegar ég stóð
einu sinni á Times Square og virti fyrir
mér mannfjöldann. Þá sé ég allt í einu
hvar nokkrir af íslenzku knattspyrnu-
mönnunum koma gangandi. Þá varð
mér hugsað til þess, að enda þótt þeir
hefðu þurft að leggja hart að sér og
fórna miklu fyrir íþrótt sína, þá er ekki
víst, að þeir hefðu fengið tækifæri til
þess að standa hér á Times Square, ef
þeir hefðu ekki byrjað að sparka bolta.
Ég held að ferð á borð við þessa hafi
verið þeim ríkuleg laun erfiðis síns.
— Þú ert kannski á móti atvinnu-
mennsku í knattspyrnu?
— Já, ég er ekkert hlynntur henni.
Mér finnst, að þá sé knattspyrnan ekki
lengur íþrótt, heldur einhvers konar
„Show Business“. Hins vegar vil ég alls
ekki lasta þá afreksmenn okkar, sem
hafa komið sér áfram á þessari braut
erlendis. Mér dettur í hug vinur minn
Albert Guðmundsson í þessu sambandi.
Ég er sannfærður um, að almenningur
gerir sér alls ekki Ijóst, hvílíkrar frægð-
ar hann aflaði sér. Ég get sagt ykkur
ofurlitla sögu: Þegar ég var á Olympíu-
leikunum 1960, fór ég til Nissa, en var
svo óheppinn, að umslag með öllum
peningum mínum varð eftir í Róm. Ég
símaði strax þangað og þeir lofuðu að
senda umslagið, en töldu að það gæti
tekið nokkra daga. Þá datt mér í hug
að leita á fornar slóðir Alberts Guð-
mundssonar og hitti að máli einn af
stuðningsmönnum félags hans, sem er
veitingamaður, og bar honum kveðju
frá Albert. Hann tók okkur með kost-
um og kynjum og bauð okkur að borða
með sér og bauð okkur síðan að koma
og borða þerna eins oft og við vildum.
Ég var svo heppinn, að peningarnir
komu fyrr en ég hafði vonað og hvað
eftir annað vildi ég fá að borga. For-
stöðumaðurinn sagði alltaf, að við skyld-
um gera þetta upp, þegar ég færi. Kon-
an mín var með mér í þessari ferð og
við borðuðum þarna í heila viku. Síð-
asta daginn fer ég til mannsins og bið
hann um reikninginn. Hann segir mér
að bíða andartak og fer að skrifa aftan á
póstkort til Alberts og biður okkur að
skrifa á það með sér. Að því loknu spyr
ég enn um reikninginn og þá svarar
hann: „Já, en þetta var reikningurinn.“
— Ég get sagt ykkur fjölmörg önnur
dæmi, sem sýna hversu ótrúlegra vin-
sælda Albert naut og hversu mjög
Frakkar og ítalir dá knattspyrnumenn
sína. Þið hafið heyrt söguna um Albert
og Toscanini?
— Nei.
— Hún er á þá leið, að einhverju sinni
sat Albert á veitingahúsi. Við annað
borð skammt frá sat Toscanini. Ungur
piltur kemur að borði Alberts og biður
hann um eiginhandaráskrift og fær
38 FALKINN
hana strax. Síðan fer pilturinn að borði
Toscanini og biður hann um hið sama.
En Toscanini hristir höfuðið. Albert
verður var við þetta og álítur, að Tos-
canini sé með þessu að sýna sér lítils-
virðingu. Hann vilji ekki skrifa nafn
sitt á sama blað og hann. Albert stend-
ur því á fætur og gengur út.
Nokkru síðar dvelst hjá Albert gamli
skólastjórinn hans, Jónas Jónsson frá
Hriflu. Jónas hefur hug á að skoða tón-
listarhöllina, en hún er ekki opin ferða-
mönnum. Albert segir, að þeir skuli
samt fara þangað og freista þess að fá
að skoða höllina. Þegar þeir koma á
staðinn, sjá þeir hvar gamall maður
gengur út úr byggingunni. Þegar betur
er að gáð sjá þeir, að þetta er Toscan-
ini. Albert gengur til hans og ber upp
erindið, segir að með sér sé fyrrverandi
forsætisráðherra íslands og langi tiT að
skoða höllina. Toscanini opnar strax
og segir, að þeim sé guðvelkomið að
skoða hana eins lengi og þeir vilji. Að-
ur en þeir ganga inn, tekur Toscanini
Albert afsíðis og segir eitthvað á þessa
leið: „Þú hélst, að ég væri að sýna þér
lítilsvirðingu, þegar ég vildi ekki skrifa
nafn mitt fyrir piltinn á eftir þér. í því
sambandi langar mig til að sýna þér
þetta.“ Hann sýndi honum skjálfandi
hendur sínar, en bætti síðan við: „Ég
get ekki skrifað lengur.‘“
— Og einhvern tíma fórstu til Fær-
eyja?
— Jú, jú. Ég hafði mjög gaman af
þeirri för. Ég fékk svo mikinn áhuga á
landi þeirra og þjóð, að ég tók upp
nokkra þætti fyrir útvarpið auk lýsing-
arinnar á landsleiknum. Til dæmis tók
ég upp einn þátt frá Olafsvökunni, en
hún er alveg einstök í sinni röð. Öll hús
standa opin, og það er dansað í sam-
komuhúsum, á torgum, í heimahúsum
og hvar sem vera skal. Það ber alls ekki
mikið_ á ölvun meðan á vökunni stend-
ur. Ástæðan er kannske sú, að þeir
drekka af einu ,,steypi“, eins og þeir
kalla það. Hver maður fær ekki sitt
glas, heldur gengur eitt staup á milli.
Mér líkaði sérlega vel við Færeyinga.
Þeir eru lausir við minnimáttarkennd
og standa að því leyti til framar sum-
um öðrum Norðurlandaþjóðum. Og
efnahagur þeirra er góður. Bankastjór-
inn í Færeyjum sagði mér, að engin
þjóð ætti jafnmikla innistæðu á hvern í-
búa.
★
Þannig höldum við áfram að spjalla
um hitt og þetta, sem drifið hefur á
daga Sigurðar í starfi hans sem íþrótta-
fréttaritari útvarpsins. Það er orðið á-
liðið kvölds, þegar við búumst til brott-
ferðar. Sigurður stendur upp og segir:
— Eins og ég sagði ykkur í upphafi,
var það í rauninni algjör tilviljun að ég
gerðist íþróttafréttaritari útvarpsins. f-
þróttir hafa nefnilega aldrei verið mitt
hobbý. Tónlistin hefur alltaf verið mitt
tómstundagaman. Ég er mikill aðdáandi
fiðlunnar og leik sjálfur ofurlítið á það
ágæta hljóðfæri ...
Sjóiiiaðiiriuii ...
Framh. af bls. 37.
dúk í sjóinn, svo að hann fylgdi hinum
rekandi fleka eins og slóði. Eftir eina
klukkustund dró ég netið um borð og
hvolfdi úr því í lófa mína. Veiðin sam-
anstóð að mestu af pínulitlum rækju-
laga krabbadýrum, hrognum og leifum
fisks og skeldýra. Ég hámaði það allt í
mig. Það var í fyrsta sinn á ævi minni,
sem ég bragðaði svif, og mig hefur
dreymt um það síðan, því að það var
á bragðið eins og safamikil brauðkolla
úr rækjum og humar.
í næstu átta sólarhringa lifði ég frjáls
og óþvingaður af svifsíu minni. Sían úti
í einn tíma og ég gat dregið hana upp
með næstum kílói af næringarríkri
fæðu. Martröð hungurs og þorsta var
að baki. Ég hræddist aðeins eitt núna:
rok!
Við og við leiddi ég hugann að syst-
ur Sonju. Hafði hinn mikli meistari
sent skip sitt að lokum? Eða lá lík
hennar núna í botni björgunarbátsins
á reki einhvers staðar úti á hinu stóra
hafi?
Á níunda sólarhringnum eftir að ég
hafði fundið svifsíuna kom norskt gufu-
skip auga á mig og bjargaði mér.
Gufuskipað varð skyndilega á leið minni,
er ég vaknaði um morguninn og það
var minna en eina sjómílu í burtu. Ég
stökk upp og veifaði hinum hvíta silki-
dúk svifsíunnar og það var tekið eftir
mér!
Ég var ekki alveg örmagna, þegar
ég að lokum stóð á þilfari gufuskips-
ins og ég kom alveg nógu tímanlega
til að vera viðstaddur hátíðlega athöfn
um borð, nefnilega útför ungrar konu,
sem áhöfn skipsins hafði veitt upp úr
rekandi björgunarbát einum tíma áður.
Ég þekkti líkið strax: Systir Sonja!
Skipstjórinn hélt stutta prédikun og
ég get nokkurn veginn munað, hvað
hann sagði. Að íbúar suðurhafsins
myndu sakna hennar, en hún hefði gert
lífið fegurra fyrir þá með því að færa
þeim hinn háleita boðskap trúar sinnar.
— Blessuð sé minningin, sagði skip-
stjórinn, — um sjálfsfórn hennar og
hin mörgu góðverk, sem hún vann.
Ég hneigði höfuð mitt, þegar lík systur
Sonju var látið síga í sjóinn. Ég hugs-
aði um það verk, sem systir Sonja
framkvæmdi síðast í þessum heimi. Það
verk, þegar hún hratt mér fyrir borð
um nóttina undir hinum föla mána
Kyrrahafsins, en með því verki bjarg-
aði hún lífi mínu.
Síðasta góðverk hennar!
Vegna Guðs?
Hilmar Foss
Löggiltur skjalþýOandi
og dómtúlkur
Hafnarstræti 11 . Sími 14824 . Rvík