Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Page 9

Fálkinn - 17.07.1963, Page 9
 jazz verður ef til vill ekki skilinn held- ur; það eru bara áhrifin sem segja til sín. Það er ekki hægt að skrifa um jazz að minnsta kosti er næstum allt sem ég hef lesið um jazz píp. Þess vegna ætla ég ekki að skrifa um jazzleikara. — Hverjir eru þínir uppáhaldsmenn í jazz? — Það veit ég ekki. Þeir eru margir. — Þú varst á jazzhátíð í fyrra? — Já, ég fór til Washington. Það var að mörgu leyti skemmtileg og minnis- stæð ferð. — Kynntist þú mörgum jazzleikur- um? — Þarna með mér var ungur maður sem gegndi herþjónustu en hafði fengið leyfi til að fara á þessa hátíð. Hann var leiðsögumaður minn og kom þvi í kring að ég fékk tækifæri til að ræða við nokkra af þeim snillingum sem þarna voru saman komnir. Ég kynntist þeim ekki en hafði tækifæri til að þakka þeim ýmsa góða hluti. Þetta voru sann- ir listamenn, yfirlætislausir og elsku- legit'. Þú minntist á það áðan að sumir væru á móti jazz og það er á vissan hátt skiljanlegt. Jazz var einu sinni klúryrði — klám. Þeir sem lögðu stund á jazz fengu ekki vinnu nema á hæpn- um stöðum þar sem var samankominn alls konar glæpalýður. En jazzinn var hafinn upp yfir þetta og leiðirnar skildu. Vegir listarinnar eru stundum órannsakanlegir. — Hvað varst þú gamall þegar þú samdir fyrsta lagið? — Mín skoðun er sú, að allir sem geta haldið lagi, geti búið til lag og þeir gera það sjálfsagt. Ég hef eiginlega aldrei samið lag en við sömdum að gamni okkar söngleik og það gaman hefur haldið áfram. Ef þér hefur dottið í hug að skrifa að ég væri tónskáld þá er ég það ekki. Ég er enginn lista- maður. — Þú hefur stundum leikið í útvarp- ið. — Já, það hefur verið bæði lítið og ómerkilegt. — Hvað finnst þér um sjónvarp? — Hvað mér finnst um sjónvarp? Mér finnst að það ætti fyrir löngu að vera komið. — Og áhugamálin? — Ég á eitt stórt áhugamál og það er lúðurinn og reyndar annað líka. Ég vil helzt fara einu sinni á dag í Sund- höllina. Það er ekki ólíkt að synda og að spila á lúður. Til þess að spila á lúð- ur þarf maður að læra að anda. Til þess að geta synt þarf maður að læra að anda og til þess að geta lesið þarf maður að læra að anda. Ég er sammála Benna Waage um að Sundhöllin sé heilsubrunnur Reykvíkinga og stund- um hefur mér fundizt að það væri allra meina bót. Valdimar Örnólfsson íþrótta- kennari útvarpsins segir að maður trigi ekki að fara í Sundhöllina nema fara í loftbað og því er ég sammála líka. Ég treysti þeim algjörlega í þessum efnum Benna Waage og Valdimar Örnólfssyni. Mér finnst að allir ættu að hafa það áhugamál að fara einu sinni á dag í Sundhöllina. — Eru miklir sportmenn hér hjá stofnuninni? — Mér hefur gengið illa að fá menn til að leggja stund á hvað heitir það nú aftur? — lílcamsrækt er það eklci? Þó hefur mér tvisvar tekist að koma Högna Torfasyni í Sundhöllina og Thor- olf Smith einu sinni sem hvort um sig er mikið afrek. Þeir hafa hér skáksveit sem kölluð er Riddaraliðið undir ör- uggri stjórn Baldurs Pálmasonar en ég Framhald á bls. 30 9 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.