Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Side 11

Fálkinn - 17.07.1963, Side 11
Á miðjum heitum júnídegi kom bónda- strákur ríðandi á feitum, gráum hesti eftir afskekktum engjavegi. Hagþyrni- blómin á háu limgerðinu meðfram göt- unni voru skrælnuð og brún, og villt- ar ljósrauðar og hvítar rósir voru að springa út eins og stjörnur í þéttu, grænu laufinu. Loftið var þungt af ang- an hins komandi sumars, lykt deyjandi hagþyrniblómanna, ilmi rósanna og ang- an hins fullþroskaða grass. Drengurinn hafði farið úr jakkanum og hengt hann yfir matarkörfuna, sem hékk við hnakkinn. Það voru bjórflösk- ur í körfunni, og jakkinn hlífði þeim fyrir sólarhitanum. Hesturinn fór fót fyrir fót, og dreng- urinn hleypti honum aldrei á brokk. Stundum stöðvaði hann hestinn og snerti flöskuhálsana með fingrunum eins og það væri nauðsynlegt að fara varlega með bjórinn. Flöskuhálsarnir voru svalir, en snei'tingin við jakkann var brennheit. Bráðlega beindi hann hestinum gegn- um hvítt híið frá götunni og inn á eng- ið. Hliðið stóð opið, og hann reið hest- inum beint yfir bugðótta ljána, sem lá og þornaði í sólskininu. Þetta var sjö eða átta ekru land og einn þriðji hlúti þess hafði þegar verið sleginn. Heyið var skraufaþurrt undir hófum hestsins, og hvítu blómin, sem höfðu vaxið inn- an um grasi, lágu og skrælnuðu í sól- skininu. Á hinum enda engisins var maður að slá, og kona sneri görðunum. Maður- inn var hversdagslegur í útliti og dökk- ur yfirlitum. Konan var klædd hvítri blússu og gömlu grænu pilsi, sem hafði upplitast, svo að litur þess líktist helzt litnum á grasinu. sem maðurinn var að slá. Drengurinn reið i áttina til þeirra. ú Sólin var í hádégisstað og skin henn- ar brennandi og miskunnarlaust. Það var engin forsæla á enginu fyrir utan í skugga asks nokkurs, sem óx í einu horni þess og við víðirunna, sem stóðu við vatnsból í öðru. Alls staðar var þögn, og hið mjúka hljóð hesthófanna i heyinu og suðið í býflugunum innan um blómin i óslegnu grasinu virtust gera hana enn dýpri. Konan rétti úr bakinu, hallaðist upp að hrífunni, bar hönd fyrir augu og horfði yfir til drengsins, þegar hún heyrði hann koma. Maðurinn hélt áfram að slá, sveiflaði orfinu hægt og reglu- bundið og sneri baki í konuna. Konan var dökkhærð og lagleg, hörund henn- ar mjúkt og dökkleitt, kinnbeinin mjög há með mjúkum roða. Hún hafði lang- ar, þykka, svarta fléttu, sem hún vafði umhverfis höfuðið, svo að hún líktist sofandi snák, sem hafði hringað sig saman. Sjálf líktist hún líka snák. Hinn hávaxni líkami hennar var grannur og sveigjanlegur og svört augun tindrandi og skær. Drengurinn reið til hennar og steig af baki. Hún sleppti hrífunni, tók um höfuð hestsins og strauk fingrunum upp og niður flipann á meðan hann renndi sér úr hnakknum. „Getur hann komið?“ spurði hún. Drengurinn hafði ekki tíma til að svara, áður en maðurinn kom. Hann strauk svitann af andliti og hálsi með óhreinum rauðum vasaklút. Hann var breiðleitur og varaþykkur og andlits- drættirnir þunglamalegir. Augun voru grá og einfeldnisleg. Hörundið á and- liti hans og höndum var þurrt og brúnt af sól og veðri eins og á Indíána. Hann var um fertugt og ofurlítið axlasiginn, haltur á vinstra fæti og gekk hægt og gætilega. „Sástu hann?“ sagði hann við dreng- inn. „Hann var efra, þegar ég náði i bjór- inn,“ sagði drengurinn. „í Drekanum?“ Hvað sagði hann?“ „Hann sagðist ætla að koma.“ Konan hætti að strjúka flipa hests- ins og leit upp, „Þetta sagði hann nú í gær,“ sagði hún. „Já, það er ómögulegt að tala við hann. Hann fer sínu fram,“ sagði mað- urinn.„Var hann drukkinn?" „Það held ég ekki,“ sagði drengurinn. „Hann var fullur í gær.“ Maðurinn þurrkaði sér óþolinmóðlega um hálsinn, hnussaði fyrirlitlega og tók þvínæst upp úrið. „Hálfur dagurinn liðinn, og fjandinn má vita, hvort hann kemur,“ muldraði hann. „Ef Ponto segist koma, þá kemur hann,“ sagði konan hægt. „Hann kem- ,ur áreiðanlega.“ - „Hvernig veiztu það? Hann gerir hlútina, þegar hann vill og hvorki fyrr né seinna.“ „Hann kemur, ef hann segist koma,“ sagði hún. Drengurinn teymdi hestinn yfir eng- ið í áttina að askinum. Konan vék úr vegi fyrir honum og lagði síðan hríf- una sína á heyhrúgu og fylgdi honum. Sólin var nú komin úr hádegisstað. Maðurinn gekk til baka að orfinu og dró brýnið úr vasa sínum og lagði það varlega í slægjuna. Um leið og hann fór úr jakkanum sneri hann sér við og starði á hvíta hliðið. Hann sá þar engan og gekk á eftir drengnum og konunni að askinum. Undir askinum var drengurinn að tjóðra hestinn í forsælunni, og konan að taka upp brauð, kaldar kartöflur og kjötbúðing. Drengurinn hafði lokið við að tjóðra hestinn, þegar maðurinn kom og var að birgja bjórflöskurnar með heyvisk. Þegar maðurinn sá bjórinn, mundi hann eftir nokki’u. „Þú hefur sagt honum, að bjórinn væri handa honum,“ spurði hann. „Hann spurði mig, hver ætti hann, og ég sagði honum það, sem þú sagðir,“ svaraði drengurinn. „Það er ágætt.“ Hann fór að brjóta sundur pokann, sem ljárinn hafði verið vafinn í. Hann breiddi hægt og vandlega úr pokanum á grasinu við i'ætur asksins og settist þyngslalega á hann. Drengurinn og konan settust við hlið hans. Hann losaði þúnga hérmannahníf- inn af belti sínu, opnaði hann og fægði blaðið á buxnahnéi sínu. Konan sneiddi niður búðinginn. Maðurinn tók við disk- fylli af búðingi, brauði og kartöflum, spýtti tölunni og byi’jaði að stinga í matinn með hnífsoddinum. Hann át græðgislega. Þegar hann notaði ekki hnífinn, notaði hann fingurna og rumdi og ropaði ánægjulega. Konan lauk við að skammta búðinginn, sleilcti feiti af löngum fingrum sínum og byrjaði líka að eta. Þau sögðu ekki orð á meðan átu. Manneskjurnar þrjár horfðu út yfir hálfslegið engið. Bugðótt ljáin var byrjuð að hvítna í brennheitu sólskin- inu. Jörðin titraði í tíbrá í fjarska. Innan stundar þurrkaði maðurinn disk sinn með brauðbita og í'enndi nið- ur matnum með köldu tei, sem hann drakk í löngum teygum úr blárri könnu. Þegar hann hafði lokið við að drekka, hallaði hann höfðinu upp að askinum og lokaði augunum. Drengurinn lá á maganum og las í íþróttablaði á meðan hann át. Loftið var kæfandi heitt, jafn- vel undir askinum, og það heyrðist ekk- ert hljóð í hádegiskyrrðinni annað en hringlið í mélum hestsins, þegar hann beit hin ungu grænu lauf hagþyrnisins. En skyndilega reis konan upp til hálfs, og hinn syfjulegi svipur livarf af andliti hennar. Maður hafði birzt í hvíta hliðinu og var á leið vfir engið. Göngulag hans var í senn reigingslegt og óstöðxxgt, og við og við staðnæmdist hann og tók upp handfylli af heyi, sem hann sleppti síðan aftur. Hann bar orf og Ijá um öxl. Hún gaf honum nánar Framhald á bls. 36. 11 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.