Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Page 12

Fálkinn - 17.07.1963, Page 12
Þcgar ráða áitti Kennedy ai dögum 12 FALKINN önnum er ef til vill í fersku minni, að Kennedy forseti fór í opinbera heimsókn til Suður Ame- ríku í desember 1961. Meðal þeirra ríkja, sem hann kom til var Venezuela. En einmitt þar gerizt saga sú, sem hér verður sögð. Höfuðborg Venezuelu, Caracas, stendur nokkuð frá sjó, en hár fjallgarður skilur hana frá borginni, La Guaira. Sú borg er hafnarbær Caracas. Milli borganna er á að gizka 25 enskar mílur. Svo hafði verið ráðgert, að Kennedy forseti kæmi til La Guaira og æki þaðan til Caracas. Fimm dögum áður en forsetinn átti að koma, var veður nokkuð þungbúið. Þykkir og gráir skýjaflókar huldu fjöllin í nágrenni Caracas. Almanakið sýndi, að í dag var 11. des- ember 1961 og klukkan var tæplega 12 um miðnætti. Fréttamenn, sem komið höfðu á undan forsetanum, símuðu blöðum sínum, að allt virtist með kyrrum kjörum í Caracas og þeir hefðu engar spurnir haft af því, að verið væri að undirbúa óeirðir vegna komu Bandaríkjaforseta. Um miðnætti þann 11. desember 1961 gerðist atburður nokkur í litlu þorpi um 200 mílur vestur af Caracas. Þetta þorp, Urachiche, var friðsælt af suðuramerísku þorpi að vera og menn lifðu þar yfirleitt í sátt og samlyndi. Lögreglan hafði ósjaldan mikið að gera og oft kom fyrir, að hún væri kölluð út að næturlagi. Þetta kvöld var óvenju hljóðlátt. Enginn sást á ferli og síðustu slarkararnir komnir heim í bæli sín. Lögreglan átti því rólega nótt fyrir höndum. A lögreglustöðinni sat einn lögregluþjónn í varðstofunni við lítið skrifborð og reit skýrslur fyrir foringjann, Pablo Lopez, sem svaf svefni hinna réttlátu í hengikoju inn af varðstofunni. A efri hæð hússins sátu þrír lögregluþjónar yfir kaffibolla og mösuðu glaðlega saman. Bifreið stanzar fyrir utan. Skyndilega heyrist ekki til vélar hennar. Allt í einu er hurðinni á lögreglustöðinni hrundið upp með braki og brestum og sex grímuklæddir menn ryðjast inn. Þeir eru allir væddir eins; í snjóhvítum skyrtum og buxum, háum stígvélum og sérhver vopnaður skammbyssu. Áður en lögregluþjóni þeim, sem sat við skrifborðið, gafst tóm til að átta sig, höfðu þeir skotið hann til bana. Skot- hvellirnir vöktu Lopez upp af værum blundi og hann þaut fram úr kojunni inn í varðstofuna. Þeir skutu hann líka til bana. Einn hinna þriggja lögregluþjóna, sem höfðu setið yfir kaffibollum sínum, ætlaði að stökkva niður stigann til hjálpar, en það fór á sömu leið fyrir honum og þeim Lopez og undirmanni hans. Hinir tveir lögregluþjónar, sem enn voru uppi standandi gáfust upp. Þegar þeir sexmenningarnir höfðu náð valdi á lögreglu- stöðinni, hófust þeir þegar handa um að safna öllum vopnum, sem til voru í húsinu. Fengur þeirra varð óvenju mikill; þeir höfðu 40 skammbyssur upp úr krafsinu, eina vélbyssu og slatta af handsprengjum. Þeir sexmenningarnir skáru á símaleiðslurnar og hurfu síðan úr þorpinu til aðseturs síns, er var í 30 mílna fjarlægð frá þorpinu, upp í Yaracuy-fjöllum. Nær klukkustund leið, áður en lögreglan í Barquisimeto, næstu borg við Urachiche, fékk nokkuð að vita um árás þessa. Þegar hún kom til hjálpar voru bófarnir í öruggri höfn. Þar töldu þeir saman öll þau vopn, sem þeir höfðu yfir að ráða. Auk þeirra vígvéla, sem þeir höfðu stolið frá lög- reglunni í Urachiche, áttu þeir í fórum sínum miklar birgð- ir af tékkneskum byssum og skotfærum, sern hafði verið smyglað til þeirra með fiskibátum frá Kúbu. Tveir þessara sexmenninga, þeir José Antonio Lugo og Leoncio Garda voru helztu forsprakkar kommúnista þar um slóðir og miklir aðdáendur Fidels Castrós. Einn af þessum sex var E1 Toro, kúbanskur byltingaseggur, alþekktur undir nafninu „Bolinn“. Vann hann undir stjórn hins ofstækis- fulla skæruliða, Ernesto Che Guevara. Þessir menn sitja nú á ráðstefnu og hyggja á uppreisn. Það er E1 Toro, sem hefur orðið: — Che verður hreykinn af olckur. Við náðum í vopnin eins auðveldlega og að drekka vatn. Nú er aðeins eitt eftir, það er að beita þeim gegn Kennedy, sjálfum. t

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.