Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 16
Ásthildur lauk við að raða sjúkra- gögnum sínum niður í kassann og lok- aði honum: „Það er frí í skólanum í dag. Það er ekki á hverjum degi, að fólk kastar sér fram af musterisbust- inni og kemur óbrotið niður. Ég var ekki neitt byrjuð að kenna. Aðkomu- börnin voru rétt komin austan að og ég sjálf að koma.“ „Frí. Já auðvitað er ekki nauið með frídaga hérna,“ sagði Dudda Sidda og ásetti sér að taka vel eftir sérkennum þessa fólks. Hver vissi nema Vikan yrði fegin að fá ferðasöguna og borgaði ríf- lega. Hún ásetti sér að ræða þetta við Tedda Óskars og fá hann til að taka myndir. Sumir ferðamenn sömdu meira að segja stóreflis bækur um fólkið í landinu fyrir stórfé og fengu þeim hrós- að. Aðrir settust á laup hjá karli og kerlingu og spurðu og skrifuðu kóf- sveittir, þar til þetta var orðin bók og komin í verð. Dudda Sidda sá hilla undir blessaða peningana og sjónvarpið sitt. „Teddi, er myndavélin þín ekki í lagi?“ Grimur gamli tók til máls: „Ég ætla að biðja ykkur þess, börnin góð, að segja ekki frá okkur i biöðunum. Það kom hérna maður í hitteðfyrra og var við messu, þegar fermt var. Nú var að 16 koma út eftir hann hnausþykk bók um búandmenn hér og þar á landinu. Þar lýsir hann guðsþjónustunni okkar. Hann segir að, allur söfnuðurinn hafi kysst fermingarbörnin. Fyrr mátti nú vera en áttatíu manns kyssti tvær telp- ur í einni lotu! Það liggur við, að telp- urnar hefni sín á bókinni. Krakkar eru nú svo fyrtnir á þessum aldri.“ Dudda Sidda horfði undrandi á manninn: „Lest þú hugsanir?" „Nei, en ég les blöðin. Þar er tjald- að því, sem til er. Blaðamennirnir þjóta eins og byssubrenndir á annað landshorn, ef hryssa kastar á góu eða kýr á tvo kálfa, birta myndir af þessu og annála um allt heimilisfólkið. Og einhverjum sagðist svo frá, að húsbónd- inn hafi staðið á axlaböndunum úti á hlaði. Þessi axlabönd hafa víst verið einhverjir garmar, fyrst troðið var á þeim. En ekki þykir mér það frásagnar- vert bæja á milli, þó að einhver hlutur liggi á glámbekk.” Teddi Óskars útskýrði málvenju höfuðborgarinnar fyrir sveitamanninum af mikilli lipurð, og bóndi lét sér skilj- ast, að Vestfirðingar fylgdust ekki með þróun móðurmálsins. „Klukkan gengur hægt á Vestfjörð- um en hún gengur ekki aftur á bak,“ sagði flugmaðurinn. Dudda Sidda var enn með undrunar- svipinn á andlitinu: „En hvernig „fatt- aðirðu", að ég var að hugsa um að skrifa eitthvað?“ Ásthildur varð fyrir svörum: „Vest- firðingar eru galdramenn. En hér þurft- um við ekki að beita neinu kukli. Þú spurðir eftir myndavélinni. Þessir frægu ferðalangar voru með myndavél- ar og óðu um alla kirkju í vaðstígvél- um, miðandi og smellandi myndavél- unum á allt og alla, meðan presturinn var að tóna pistilinn. Þú getur svo sem ímyndað þér, að enginn einasti unglingur hugsaði um dýrð skaparans, meðan á þessum ósköpum stóð. Gamlir menn eins og hann Grímur hérna, eru ekki enn búnir að ná sér. Og það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að minnast hér á myndavél." Teddi Óskars hló. Hann tók vasabók og sagði íbygginn: „Ég ætla að skrifa hjá mér veðurlýsinguna og barómets- stöðuna." Ásthildur leit á flugmanninn: „Það er sjálfgefið frí í dag. Þegar þeir fara með þér til að sækja hafurtaskið úr vélinni, vilja krakkarnir fara með Og ég fer lika.“ „Gerðu það. Ég þarf að tala suður. Svo förum við.“ „Við förum líka,“ sagði Dudda Sidda. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.