Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Qupperneq 17

Fálkinn - 17.07.1963, Qupperneq 17
SMÁSAGA EFTER OÐDNÝJU GUÐMUNDSDÓTTÚR - SÍÐARI HLUTI - Örnólfur flugmaður reis á fætur og gekk nær skipsmyndinni á þilinu at- hugull á svipinn: „Þið farið ekki fet. Þið eigið að jafna ykkur eftir hrapið. Bændurnir fara með mér, krakkarnir — og Ásthildur." „Ókey“, sagði Dudda Sidda. Nú kom gamla konan inn með rjúk- andi kaffi, kleinur og jólabrauð, ásamt mjólk í stórri könnu. „Ég kom bara með það, sem ég hafði handbært. Það er svo leiðinlegt að láta gesti bíða. Ég get eins bakað nokkra pönnukökubleðla seinna. Gjörið þið svo vel. Þið líka, Ást- hildur og Helgi. Krakkar mínir, komið þið fram í eldhús. Borðskömmin er svo lítil. Grímur, kemst þú þarna við horn- ið? Hann Addi verður með krökkunum við eldhúsbekkinn." „Blessuð mamma, vertu ekki að tefja þig við allt Þúfnahyskið,“ sagði Helgi. „Við eigum skammt heim.“ „Þegiðu, barnið mitt. Ég held þú þigg- ir kaffisopann.“ Þúfnabóndi þagnaði líka og settist við svo búið, og fólkið gaf sig kaffidrykkj- unni á vald, eins og henni er lýst í ótal bókum, og engu er hægt að bæta við. Dedda vakti máls á barnafræðslunni aftur: „Farðu í Kennó, Ásthildur. Þá færðu réttindi og meira kaup.“ „Nei, ég fer í ljósmæðraskólann í haust. Það lá nærri, að kona hérna í sveitinni geispaði golunni í staðinn fyrir að ala barn í vetur. Fjörðurinn var bráðófær rúman sólarhring og skriðurn- ar voru flughálar. Og svo tók ófærðin við, þegar læknirinn loksins lenti. Hér er engin ljósmóðir.“ „Je minn,“ sögðu Reykjavíkurkon- urnar. „Út yfir tekur þó allan þjófabálk, að bráðum verðum við læknislaus. Sá gamli er að gefast upp, eins og ljós- móðirin. Og enginn sækir um Fagur- eyri,“ sagði Helgi. „Er nokkur von, að menn leggi í þessa agalegu erfiðleika og lífshættur á sjó og landi?“ Dedda tók svo nærri sér þessar þrengingar útnesjafólksins, að hún gleymdi þeim handahreyfingum, sem hún hafði lært í Yndisþokkaskól- anum, að hæfðu bezt válegum tíðind- um. Hún hreyfði hvorki leggi né lið. Ásthildur brosti: „Ég veit ekki, hvort embættismenn eru lífhræddari en aðrir. En Fagureyrarlæknishérað gefur ekki af sér þær aukatekjur, sem embættis- manni hæfa til mannsæmandi lífs.“ „Nefnið þið ekki mannsæmd í mín- um húsum,“ greip Grímur gamli fram í, „sízt þú, Ásta. Þetta er einhver mann- sæmd, sem við skiljum ekki, en er í tízku fyrir sunnan." Dudda Sidda kom til hjálpar og skýrði alúðlega fyrir bóndanum, að ekki væri hægt að standa gegn breytingum. Sjón- varp hlýtur að koma og allt það. Og allt kostar peninga. Tizkan er okkur yfirsterkari. Við því er ekkert að segja.“ „Já,“ sagði Ásthildur. „Hér er það tízka að vera Vestfirðingur." Síminn lét , skyndilega til sín heyra langlínuhringingu. Örnólfur flugmaður reis á fætur og ræddi tvö viðtalsbil við Reykjavík. „Hvað er í útvarpinu i kvöld?“ spurði Dudda Sidda og hugsaði hlýlega til menningarinnar syðra. „Barnaleikrit. Æ, við erum að hætta að hlusta á þau, nema við vitum, að þau séu eftir merkilega höfunda. Þessir blessaðir leikarar eru svo bóngóðir, að þeir leika hvaða flónsku sem er.“ Dudda Sidda svaraði fljótmælt: „Þeir þurfa að lifa.“ „Mikil ósköp,“ svaraði Grímur gamli. „Þeir mundu mjálma allt kvöldið, ef það væri bara ríflega borgað. En ekki eru þeir neitt að neyða okkur til að hlusta, aumingja mennirnir, svo við höfum yfir engu að kvarta.“ Krakkarnir höfðu ekki verið lengi að drekka og voru á sífelldum spretti kringum bæinn, en litu þó á andartaks fresti inn í eldhúsið til að spyrja, hvort ekki yrði farið að leggja af stað. Gamla konan bauð Tedda Óskars að og fylgdist með. Flugmaðurinn tygjaði sig til ferðar og bændurnir báðir. Ásthildur snaraði sér í úlpuna, hóaði saman krökkunum og fylgdist með. Gamlakonan bauð Tedda Óskars að halla sér út af á legubekknum og léði honum ábreiðu ofan, á sig. Konunum sýndi hún inn í lítið herbergi, þar sem var hjónarúm, og sagði: „Ungu hjónin koma ekki heim næstu daga. Þau eru á Eyrinni. Hún lét hreint á rúmin, áður en hún fór. Sá litli sefur inni hjá okk- ur. Addi litli er vanur að sofa á bekkn- um í stofunni. Nú flyt ég hann hérna upp á loftið. Þar er herbergiskytra, sem við notum ekki nema á sumrin. En honum ætti ekki að verða kalt, strákn- um. Ég ætla að búa um piltana á stof- unni, annan á flatsæng.“ „En öll þessi kássa af börnum!“ spurði Dudda Sidda. „Kennarinn og aðkomubörnin eru á Þúfum, en við lánum stofu til kennslu. Fólk hjálpast svona að.“ Gamla konan tók léreftsábreiðurnar af rúmunum, og Dudda Sidda braut þær saman með henni. Dudda Sidda harmaði það, að eng- inn hafði svefnpoka. En konan sagðist eiga nóg sængurföt. „Það ætti að vera til dúnfjöður í sæng, þar sem fuglinn er eins og hérna.“ Hún sýndi þeim líka hitt herbergið, líklega til þess, að gestirnir sæju, að nóg væri húsrýmið. Þar voru tvö rúm, sitt undir hvorum vegg, og borð á milli. Barnsrúm var aftan við annað rúmið, en rokkur aftan við hitt. „Hér erum við gömlu hjónin. Hver veit nema unga fólkið byggi. Þetta er nóg húsrými ennþá handa okkur öllum, en verður þröngt, ef mikið bætist við.“ Hún afsakaði við konurnar, að ekki væri salerni inni, en sýndi þeim út um gluggann, hvar útikamar var yfir safn- þró við fjósvegginn. Frammi í stofunni hafði Teddi Ósk- ars hallað sér endilangur á bekkinn, tekið litla strákinn og látið hann setj- ast tvívega fyrir brjóstið á sér. Lá vel á báðum. „Ég lagðist út af. Flugsi bannaði okk- ur að fara með. Hann vildi farskólann heldur.“ „Það var greinilegt," samsinnti Dudda Sidda og gaf Deddu auga. „Unga fólkið hefur þetta allavega," sagði gamla konan. Hún réð konunum til að hvíla sig rólegar, því að matur yrði með seinna móti, fólkið að heiman og hann Grímur ætti eftir að sinna skepnunum betur. Reykjavíkurkonurnar höfðu vaknað snemma um morguninn, og það, ásamt ónotalegri lendingu, gerði þær hvíldar- þurfi. Rúmið freistaði þeirra, og þær lögðust til svefns. Þeim kom saman um, að heimilið væri merkilega hrein- legt, en hræðilega fátæklegt, fólkið gott en smáskrítið í tali. Þegar Dedda var rétt að sofna, hvisl- aði Dudda Sidda: „Þetta sagði maður- inn minn, að ferðalagið t. ri óþarft. Hann hefur ekki húmor en er ein- hvern veginn klár á hlutunum.“ Ég gef ekki túkall fyrir húmor, sem ekki er hægt að hafa eitthvað upp úr, eins og við gerum,“ svaraði Dedda. Aðr- ir þurfa engan húmor.“ „Er Teddi greyið alltaf að ganga á eftir Toddu mágkonu þinni, Dedda?“ „Almáttugur, já.“ Listamennirnir Dudda Sidda Jósefs, Dedda Gunnars og Teddi Óskars, skammstafað D.D.T. í símskeytum til hægðarauka, lögðu af stað upp Bala- víkurháls snemma morguns. Veður var kyrrt og bjart, færi ágætt. Þau báru léttar handtöskur. Konurnar höfðu feng- ið að láni á bæjunum: önnur reimaða gönguskó, en hin lipur vaðstígvél. Að öðru leyti fóru þær vel búnar sunnan að. Þau ætluðu að ganga yfir hálsinn, fá bát á móti sér yfir fjörðinn og bíða næstu flugferðar frá Fagureyri. Margt fólk fylgdi þeim gangandi upp í miðjar brekkur og skiptist á um að bera töskurnar. Þetta var farskólinn allur, bóndinn á Þúfum og drengurinn á Ve,1; Framhald á bls 28 FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.