Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Síða 22

Fálkinn - 17.07.1963, Síða 22
„Hringdu bara í Ferguson á skrif- stofunni minni. Hann mun sjá um allt. Gott.. . Strax eftir próf? Dásamlegt! Gott. Vertu sæll, sonur.“ Hann gekk að mér og tók utan um mitti mitt og endurtók: „Dásamlegt! Dásamlegt!" Ég vissi að ég gat auðveld- lega sýnt honum framan í mig núna, því að ég vissi, að andlit mitt sýndi ekki annað en gleði. Frá þessu augna- bliki skifti ekkert máli. Ég var ekki lengur hrædd eða særð og mig dreymdi ekki einu sinni um forna ást okkar. Allar stundir hugsaði ég um komu hans, og þótt ég þyrði ekki að sjá fyrir hug- skotssjónum endurfundi okkar og hin- ar löngu nætur, þegar hann yrði í hús- inu og ég gæti ekki komizt til hans, þá hélt ég áfram að horfa á bryggjuna og ímynda mér að hann væri að stíga upp úr hraðbátnum. Ég gat ímyndað mér hverja hreyfingu líkama hans, er hann stykki upp og rétti úr sér. Ég þekkti hvern vöðva í líkama hans og ég vissi hvernig hann myndi skýla aug- unum fyrir sólinni og depla augunum dálítið, andlit hans sviplaust þangað til hin litla mótstaða hans var brotin á bak aftur. Þar sem ég vissi, að það fór mér vel að vera brún, eyddi ég mestum tíma, þangað til hann kom, á ströndinni, inni í sóltjaldi til að geta látið sólina skína á allan líkama minn. Ég hirti mig betur en ég hafði gert síðan ég sá hann fyrst. Anna varð að bursta hár mitt klukku- stundum saman í einu og ég bannaði henni að vera með drungalega spá- dóma fyrir mér. Ég lék við Dimitri litla og faðmaði hann mikið, þangað til hann fór að kvarta: „Mamma, ég er ekki lítil stelpa!“ Ég velti því fyrir mér, hver hefði kom- ið þessari vitleysu inn í hann og grun- aði að það væri barnfóstran, sem var dálítill harðstjóri. „Það eru ekki bara litlar stelpur, sem geta kysst og kjassað, litli þyrnótti prinsinn minn. Ég hef þekkt stráka, sem þótti það mjög gaman líka,“ og ég hló að hinum vandræða- lega svip hans. „Mamma gerum göng alla leið til Aþenu!“ og lítilli stund síðar. „Nei, gerum þau til Istanbul. Allt i lagi?“ Og þegar sólin varð of heit. „Mamma, ég held að Istanbul sé of langt í burtu — ljúktu því við göngin.“ Anna hélt áfram að vera skuggi minn — dekkri og draugalegri en nokkru sinni fyrr, augu hennar sorgbitin eins og hún væri að fylgja mér til grafar. Einu sinni sagði hún: „Ertu ekki hrædd?“ Ég vissi að ég gat ekki logið að henni. „Auðvitað er ég hrædd. En ég er mjög hamingjusöm. Hann er að koma og það er það eina, sem skiftir mig máli.“ „Þú ferð í hundana svona hlæjandi.“ „Já, ég hugsa að ég geri það. Hvaða leið er betri til að fara í hundana?“ „Og ekkert annað skiftir máli?“ Hún at bogin yfir spilum sínum. Ég mundi 'ftir draugunum í sögunum, sem urðu að drekka ferskt, heitt blóð til að verða sýnílegir. Innan undir svörtum fötunv sínum var hún næstum ósýnileg líka. „Ekkert annað skiftir máli,“ sagði ég blíðlega. „Litli drengurinn þinn?“ „Vertu róleg! — nei, það er ekki neitt svar.. Vesalings drengurinn. Mér þykir vænt um hann og hann er svo töfrandi. En ég var aldrei góð móð- ir. Þú manst hvað ég var hrædd við að halda á honum, þegar hann var pínu- lítill. Ég hlýt að hafa verið dæmd til einhverrar refsingar áður en ég fæddist. Syndir mínar komu seinna. Er þetta ekki guðlegt réttlæti, eða hefur mér sézt yfir eitthvað?" „Enginn er dæmdur, áður en hann syndgar. Nema það sé formæling á honum.“ Hún sagði þetta í guðræki- legum tón, en brátt spurði hún: „Kannski það sé móðirin, sem er komin fram núna?“ „Góði guð, nei!“ hló ég. Sannarlega hafði ég ekki móðurtilfinningu gagn- vart Alexis. Þvert á móti, það var barn- ið í honum, sem ég var hrædd við. „Hvers konar líf er til fyrir slíka ást?“ Hún spurði þessa án þess að horfa á mig, hún leitaði enn í spilunum og lagði þau niður. „Ég er ekki hrædd get ég sagt þér. Ég þarf ekki að hugsa um, hvað muni ske, þegar ég er fjörutíu og fimm og hann þrjátíu og fimm. Við endumst ekki svo lengi, Anna, minn aumi spá- maður. Við munum koma og fara svona — uss!“ Hún leit upp, henni varð bilt við, svo signdi hún sig í flýti. „Hann mun aldrei sjá mig gamla.“ Hugsunin gerði mig dálítið móður- sjúka og ég byrjaði að hlæja upphátt, Thanos nálgaðist okkur barnalegur í sundskýlunni sinni, brjóst hans var mikið og loðið. „Þetta er stúlkan mín! Nú þekki ég þig — þú hlærð aftur.“ Hann settist niður í sandinn og byrjaði að bera á sig olíuna. Hin hrokknu svörtu hár loddu við hinar breiðu axlir hans í litlum bútum. Ég hló hærra og gat ekki hætt. Ég gat séð mig og Alexis sem þrumufleyg- inn — þjótandi gegnum nóttina, brennd upp af eigin eldi. „Anna spáir miklum atburðum fyrir son þinn, Thanos. Hún segir, að Ijós hans muni brenna skært.“ Ég hló og hló, þangað til tár komu í augun. Hann leit á gömlu konuna og augna- blik var það freistandi fyrir hann að spyrja hana nánar. „Þessi spil — hvílíkt kjaftæði!11 sagði hann að lokum, en rödd hans var ósannfærandi. Hún hélt áfram að vera bogin og óskrafhreyfin í návist hans. „Bíllinn ætti að fara að koma,“ sagði hann. „Viltu koma míð ’ r-' ht.r':- um skipað upp?“ Ég hætti að hlæja, ég mundi eftir Alexis í sýningarherbergjunum, hinn hugmyndaríka, fallega trúðdans hans, líkt og rússneskur ballettdansari. „Fljótt, fljótt .hvíslaði ég og reyndi að halda aftur af æsingu minni. „Hvað?“ „Já, auðvitað. Ég vil sjá hann koma. Ég vona, að þetta sé sá sami og hann dáðist að í sýningarglugganum í London.“ Ég lá og það gerði hann líka, og bæði tvö hugsuðum við um sama hlut- inn, sama manninn og með sömu áfjáðu eigingirninni. En ást Thanosar var eins og stór á, sem myndi bera son hans áfram og mín var eins og hungraður sjór, sem myndi gleypa hann og melta. Það yrði ekkert skilið eftir, sagði ég við sjálfa mig. Það var allt eða ekkert. Látum það vera allt. Næsta morgun ruddist Thanos inn í herbergi mitt og sagði: „Komdu fljótt, hann er kominn!“ Ég hafði verið sofandi og hélt að hann segði: „Alex er kominn.“ Óstyrk af æsingu klæddist ég kæruleysislega og hljóp út til að slást í fylgd hans. Saman gengum við til bryggjunnar, og ég velti því fyrir mér, hvers vegna hann hugsaði ekki um að fá einn af þjónunum til að bera ferðatöskur Alex- is. En ég var hrædd við að opna munn- inn. Þegar við komum á bryggjuna, var ókunnugur bátur þar og lyfti krana. Ég stóð kyrr og beið og gat næstum séð Alexis stíga á land. Thanos fór á undan og talaði og spaugaði við mennina í landi. Ég gekk til hans og sagði: „Hvers vegna ekki hraðbátinn?" „Ó þetta var þægilegra.“ Hann var að stríða rosknum manni með grátt hár, og maðurinn var hálf hlæjandi og reiði legur á svip. Skyndilega sá ég kranann lyfta löng- um, reifuðum hlut og sveifla honum hægt yfir borðstokkinn. Augnablik stóð ég ringluð og svo skildi ég. Þetta var bíllinn. „Og þetta er það, sem þú drógst mig fram úr rúminu til að sjá?“ hreytti ég í Thanos. „En sérðu ekki, þetta er bíllinn hans!“ Hann var ruglaður vegna reiði minnar. „Nema hvað? Heldurðu að ég hefði íarið úr rúminu til að sjá bílgarminn koma?" Ég sneri mér á hælunum og gekk aftur til hússins, sjóðandi af reiði og vonbrigðum. Um leið og ég gekk burtu heyrði ég gamla sjómanninn pliaedra 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.