Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Page 23

Fálkinn - 17.07.1963, Page 23
spyrja Thanos: „Hvað er þetta, herra Kyrils? Líkkista?" Thanos hló hátt. „Ha, ha! Fín lík- kista! Já þetta er hraðskreiðasta lík- kista, sem þú hefur nokkurn tíma séð. Knúð áfram af hundruðum hesta,*‘ hló hann og virtist drukkinn af ham- ingju. Ég stanzaði, reiði min minnkaði, og ég heyrði í gamla manninum nær mér, rödd hans var ásakandi: „Líkkist- ur þarfnast ekki hesta, herra Kyrilis, herra, ekki einu sinni likkistur ríka fólksins. Maður getur komist til hel- vítis eins hratt í trékassa og bundinn við ótamda hesta .. Skyndilega vissi ég, hvers vegna gamli maðurinn hafði virzt kunnug- ]egur — hann var faðir brjálaða manns- ins. Hann hafði sömu líkamsbyggingu og sama hvelfda ennið og rödd hans líktist djúpum hreimi prestanna. Ég ímyndaði mér, að hann hlyti að vera einn af hinum guðræknu ofstækistrúar- mönnum í þorpinu, og ég velti því fyrir mér, hvort predikaranir hans um elda vítis og fall mannsins hefðu ekki gert son hans brjálaðan. Döpur í bragði gekk ég hægt heim að húsinu. Hin glæsta von, sem hafði geislað hið innra með mér allt frá sím- talinu við Alexis hafði eyðzt í þeytingn- um um morguninn og hin ásakandi orð gamla mannsins féllu eins og blý á sál mína. Þegar Anna kom inn í herbergi mitt, var ég komin í sundföt. Ég hafði ákveð- ið að bíða ekki eftir Alexis heldur lieilsa honum kæruleysislega, þegar hann kæmi. Ég bað hana að koma ekki með mér á ströndina og segja barn- fóstrunni að halda barninu í fjarlægð líka. Ég vildi vera ein og reyna að horf- ast í augu við það, sem gerðist með eins köldum huga og ég gæti. En heit sólin og gljái sjávarins voru ekki góðir félagar til sjálfskönnunar, og ég blundaði áður en ég gat fundið meiningu hins skyndilega ótta, sem hafði bælt niður hina fagnaðarríku eftirvæntingu minnar skjótráðu ástar. I sólbökuðum draumum mínum ók Alexis tvíhjóla vagni og geystist fram- hjá mér og gat ekki stöðvað. Vagninn sjálfur líktist líkkistu og hestarnir voru með froðu um munninn. Ég vaknaði hrygg í bragði og með slæman höfuð- verk. Anna var við hliðina á mér og ég gleymdi að ég hafði sagt henni að vera kyrr í húsinu. Ég sagði henni drauminn og hún hristi höfuðið dapur- lega. „Phaedra, öil teiknin eru hérna. Þú getur enn hindrað hann í að koma eða þú getur farið burt. En þú hlustar ekki á mig.“ „Það er vonlaust, Anna. Ég veit það. Það er of seint núna.. Það var of seint í París, og það var sennilega of seint, þegar ég fæddist. Ég get ekki dáið frið- samlega í rúminu, gömul virðuleg frú. Ef ég á að glatast, skulum við láta það verða á þann hátt, ótamdir hestar og allt.“ Hún beygði höfuðið jafnvel enn lengra niður og haka hennar hvíldi á brjóstinu. Ég sá, hvað hún var gömul kona og vorkenndi henni. „Gleymdu mér Anna, hugsaðu um Dimitri litla — hann ætti að vera í þinni vörzlu núna. Ég á ekki annars úrkosta. Gáðu nú, hvort þú getur náð í aspirín handa mér.“ „Hvað ef ótömdu hestarnir eru ekki fyrir þig? Hvað ef hann væri sá, sem glataðist og þú værir skilin eftir? Veiztu hverju það líkist að syrgja að eilífu?" Það varð þögn. í fjarska gat ég heyrt fiskimennina hrópa yfir netum sínum og brimhljóðið deyfði allt og dreifði úr því. Alexis, komdu fljótt, hugsaöi ég Komdu og lofaðu mér að sýna þér heiminn minn. Hann er hjátrúarfull kona, saklaust barn og metnaðargjarn miðaldra maður. Geta þau komizt á milli ástar okkar? Ég sýni þér olívugarðana og víngarð- ana, gömlu hofin og nýju þjóðvegina, sem liggja framhjá þeim, gömlu kon- urnar með sjölin og hina hrokafullu yfirstétt. Það er bara einn hlutur, sem ég get ekki gefið þér -— skip . . . Ég skildi Önnu eftir á ströndinni. Það var að minnsta kosti enn einn dag- ur til að eyða í sjálfsskoðun og von og því minna, sem ég sæi af henni, því betra. Þetta kvöld bauð ég fjölda fólks í kvöldverð og á eftir dönsuðum við og drukkum heilmikið. Ég drakk of mikið og vonaði að komast í ölvímu, sem svæfði allar tilfinningar mínar. Mér tókst það ekki alveg, en timinn leið nógu fljótt og það var of mikill hávaði Framhald í næsta blaði. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.