Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Page 25

Fálkinn - 17.07.1963, Page 25
— Það heM ég ekki og þú ert ekki sá fyrsti, hvíslaði hún. — Hver var hann? — Ég vil ekki tala um það. Ég hata hann. En síðan hefur enginn .. . Það voru ekki aðeins orðin heldur einnig hreimurinn í rödd hennar sem gáfu honum til kynna, að ekki væri ráðlegt að ræða þetta mál frekar að sinni. í staðinn strauk hann henni um hárið og hvíslaði í eyra henni: { — Það skiptir mig engu hvort einn maður hefur komið við sögu í lífi þínu eða þúsund. Það hafa fjölmargar kon- ur komið við sögu i lífi mínu og ég » ætla ekkert að leyna þig því. Þess kon- ar ást get ég fengið án minnstu fyrir- hafnar og það er ekki þess vegna sem ég bað þig um að koma með mér heim. Ef þú vilt tala um hann, þá skaltu gera það. Annars skaltu láta það vera. Þú skalt vera hér hjá mér í nótt. Þú hefur gott af því að finna, að maður getur ekki bjargast einn í veröldinni til langframa. Oið hans róuðu hana. tiun lann aö nú leið hennj betur en áður. Hún vissi að það sem hann sagði var satt, að hann mundi aldrei krefjast af henni meira en hún var reiðubúin til að láta honum í té. Hún sofnaði í örmum hans, eins og barn í móðurfaðmi ÞEGAR HÚN VAKNAÐI var þegar tekið að birta af degi. Hún sneri sér við. Hann var vakandi og mætti augnaráði hennar. — Hefur þú ekki sofið, spurði hún. — Jú, svolitið. — Hvað hefurðu verið að gera? — Hugsa. Um þig. Um mig. Um okk- ur . . . Hún hafði verið hjá honum alla nótt- ina. Hún vissi að i rauninni hlaut henni að finnast það fáránlegt og hræðilegt. En svo var ekki. Þvert á móti fannst henni nú eins og nýr kapituli hefði hafizt í lifi hennar. Hér eftir mundi ekkert verða eins og áður. Þegar hún leit yfir farinn veg, fannst henni eins og líf hennar hefði verið óraunveru- legt og snautt, þar til nú. — Ég verð að fara heim. sagði hún lágt. — Ef einhver þarf að ná í mig og sér, að ég hef ekki sofið í rúminu mínu í nótt, þá verður áreiðanlega far- ið að óttast um mig. — Ég skil það. Ég skál aka þér heim. —- Nei, það er ekki.... ---Ekki alla leið, Christel. Bara ofur- litið á leið. — Snúðu þér undan, bað hún og reis á fætur. Hún klæddi sig inni á bað- herberginu og þegar hún kom aftur inn í svefnherbergið var hann einnig klædd- ur. Þau læddust hljóðlega niður stigann sem lá framhjá þeim hluta hússins, sem bróðir hans átti. Úti á götunni stóð bíll- inn döggvotur í morgunskímunni. Hann ók hægt gegnum bæinn. Kyrr- látar göturnar voru eins og nýbaðaðar. Nokkurn spöl frá sjúkrahúsinu stanz- aði hann. — Góða nótt, Christel, sagði hann. — Eða öllu heldur góðan dag. Viltu borða með mér kvöldverð aftur í kvöld. Jafn- vel þótt við séum búin að biðja hvort annað fyrirgefningar? Spurning hans gladdi hana. Hún vís- aði á bug óttalegum hugsunum sem höfðu ásótt hana meðan þau óku um bæinn — tilhugsunin um það að hann mundi aðeins kveðja hana og síðan yrði hún að strika yfir þennan atburð og allt yrði aftur snautt og dautt eins og það hafði verið undanfarin ár. — Já, gjarna. Ég á frí í dag. — Þú getur sýnt mér hæfileika þína sem húsmóðir í eldhúsinu mínu heima. Viltu það? — Já sagði hún. — Ég get þá verzl- að síðdegis í dag. — Það er einmitt það, sem ég hafði hugsað mér. Ég sæki þig um sexleytið. Hann rétti fram hendina og tók um hnakka henni og kyssti hana. Síðan lét hann hana fara og hún gekk út úr bílnum, sem hvarf 1 áttina að borginni EYRR í lífinu hafði hún verið eins glöð og hamingjusöm og þessa morgunstund. Það var ferskt loít og svalandi andvari. Hún hljóp við íót í áttina að sjúkrahúsinu og fannst eins og hún hefði aldrei verið eins létt á fæti. Hún gekk rakleitt framhjá nætur- verðinum. Þegar var búið að kveikja ljós í sumum gluggum, en henni tókst að komast upp í herbergið sitt án þess að mæta nokkrum. Þegar hún fór úr kjólnum, minntist hún þess hvernig hann hafði klætt hana úr honum kvöldið áður, og þegar hún hafði afklætt sig til fulls, stóð hún dá- góða stund fyrir framan spegilinn. í fyrsta skipti virti hún fyrir sér sinn eigin líkama — eins og hún vildi sjá hann með augum hans. Allt í einu gladdist hún yfir því, að hún var vel vaxin hvar sem á hana var litið. Hún brá sér í náttkjól og lagðist í svöl sængurfötin. Hún ætlaði að sofa í nokkra tíma, og síðan ætlaði hún að hitta hann aftur. Hún vissi ekki hvers vegna, en hún var ekki hið minnsta hrædd lengur, heldur full eftirvænt- ingar. ÞEGAR HÚN VAKNAÐI var klukk- an þegar orðin þrjú. Hún settist upp í rúminu svefndrukkin og furðaði sig á því, að hún skyldi hafa sofið svona lengi. Ekkert hljóð heyrðist í húsinu. Systurnar sem verið höfðu á nætur- vakt sváfu sennilega og hinar voru að vinna úti i sjúkrahúsinu. Þær sem áttu frí eins og hún voru líklega allar komn- ar í bæinn. Hún stóð á fætur og klæddi sig. Hvað átti hún að kaupa til kvöld- verðarins? Eitthvað einfalt varð það að vera, því að hún var enginn snillingur í matartilbúningi. Geðjaðist ekki flest- um karlmönnum bezt að kjöti? Hún ákvað að kaupa hakkað kjöt. Það var fljótlagað og gott. Hún tók veskið sitt og hraðaði sér niður stigann. Það var glaðasólskin og sóiin speglaðist í gluggum hússins. Hlið- ið stóð opið upp á gátt og í tilefni af því varð henni hugsað til þess að nú var heimurinn utan sjúkrahússins einn- ig hennar. Áður hafði sjúkrahúsið verið einj vettvangur hennar. Inni í varðstofunni var vörðurinn ein- mitt að flokka niður kvöldblöðin. Nokkr- ir stórir blaðabunkar stóðu við fætur hans. Hún sá forsiðu tveggja blaðanna Augu hennar staðnæmdust við feitletr- aðar fyrirsagnir. Hún las þær hægt, síðan aftur og aftur eins og hún tryði ekki sínum eigin augum: Fimm ára gömul stúlka foreldralaus í annað sinn! Munuð þér eftir tökubarninu frá Vrá. Það var sama barnið sem missti báða foreldra sína í bílslysi fyrir nokkrum dögum. Hún hrökk við eins og við vondan draum. Varðmaðurinn stóð við hlið henni með eitt blaðanna i hendinni og sagði: Framhald í næsta blaði FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.