Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Síða 32

Fálkinn - 17.07.1963, Síða 32
Kcniiedy B'rarnh. af bls. 13. a.okumenn slyppir og snauðir höfðu komið ofan úr Andesafjöllum. Skæruliðar þessir höfðu annars kom- ð víðs vegar frá og með öllum mögu- legum farartækjum. Þeir styttu sér stundir við rommdrykkju, meðan þeir biðu eftir fyrirskipunum um að upp- reisnin skyldi hefjast. Þegar ekki var að vænta fleiri liðs- manna, kom E1 Toro út úr húsi þeirra félaga ásamt Leoncio Garda og José Lugo. Auk þeirra hafði kínverska al- þýðustjórnin sent liðsforingja nokkurn til þeirra, en hann átti að þjálfa þennan sundurleita lýð. — Við göngum til Caracas, hrópaði E1 Toro. — í kvöld sláum við upp tjöldum fyrir framan borgina. Þar mun mæta okkur liðsauki, svo að við verðum færir um að umkringja byggingar ríkis- stjórnarinnar. Á sunnudaginn, þegar forsetinn kemur, þá ráðumst við inn í borgirnar og ryðjum okkur braut til forsetahallarinnar. Fólkið í Caracas mun gera uppreisn og sameinast okkur. Þúsundirnar munu bjóða okkur vel- komin. Áður en dagur er að kvöldi er Venezuela orðið alþýðulýðveldi. og Castro mun senda okkur liðsauka, ef með þarf til þess að ryðja úr vegi bandarískum heimsvaldasinnum. Skæruliðarnir hrópuðu upp yfir sig í fögnuði. Og liðinu var deilt niður í flokka, tuttugu í hverjum og sérhver fékk byssu og skotfæri. Liðið lagði af stað niður fjallið áleiðis til Caracas, sem var 160 mílur í burtu. En á meðan skæruliðarnir marseruðu uður fjallveginn áleiðis til höfuðborgar- ;nnar, héldu félagar þeirra í Caracas uppi látlausum sprengjuárásum til þess að villa her og lögreglu sýn. Þeir brut- •ist meðal annars inn í útvarpsstöðina og sendu út boð til fólksins um að taka ekki á móti Kennedy forseta. Hann ikyldi ekki fá að gera Venezuela að handarískri nýlendu. En samt sem áður tókst uppreisnar- 'önnunum ekki að blekkja lögreglu og °r. Eftirlitskopti frá hernum kom auga \ skæruliðasveitina á leiðinni til Cara- -as og jafnskjótt og það varð kunnugt, ■•’ndi ríkisstjórnin út sveit orrustuflug- ála, sem splundraði lestinni og skæru- ;ðarnir flýðu sem fætur toguðu. Upp- eisnartilraunin hafði mistekizt. Upp- eisnarmenn voru strádrepnir og val- kösturinn varð stór í Yaracuy-fjöllun- im. En höfuðpaurar þessa uppþots sluppu. Tveir þeirra náðust þó aftur og játuðu sekt sína. En sá kúbanski komst undan. Hann hafði samt sem áður ekki látið sér segjast við hina mis- heppnuðu uppreisnartilraun. Hann valdi íér góðan stað meðfram stræti nokkru, sem Kennedy forseti átti að fara um og beið þar, tilbúinn til að kasta hand- sprengju á forsetann. En einmitt þegar hann ætlaði að kasta, stanzaði lögreglu- hjónn nnHnn- mótorhjól sitt og starði 32 FÁLKINN á hann. Kjarkur E1 Toro var rokinn út í veður og vind. Hann skalf allur og hikaði við að kasta sprengjunni. En þegar hann áttaði sig var skrúðfylk- ingin með forsetanum komin framhjá. Það var ekki annað að gera fyrir hann en halda aftur til Havana, þar sem biðu hans óblíðar móttökur, því að honum hafði mistekizt það, sem honum hafði verið falið að gera. Föriu lil ísafjarðar Framh. af bls. 31. goða höfuðstaðarins. Börn þessi og ung- menni voru einkar prúð og héldu sig í hæversklegri fjarlægð. Teddi Óskar.s hvíslaði að Duddu Siddu: „Þú verður beðin um rithönd- ina þina.“ „Allt í lagi,“ svaraði hún stutt í spuna. „Ekki skil ég, að þeir skrifi allir fegurðarskrift hér, frekar en ég.“ En enginn bað um neitt. Listafólkið staðnæmdist ósjálfrátt á bryggjusporð- inum og horfði með spyrjandi eftir- væntingu inn í þorpið. Vonin lætur sér aldrei til skammar verða. Frá þorpinu kom hávaxinn, rösk- legur maður í gráum frakka og stefndi beint út á bryggjuna. Ekki gat hann átt erindi þangað til vinnu. Og ekki var báturinn með póst. Ætti hann van- talað við .skipverja, gat hann víst beðið þess, að þeir kæmu heim. Maðurinn var áreiðanlega kominn vegna ferða- langanna. „Líklega bæjarstjórinn,“ hvíslaði Dedda og lagaði tösku og hanzka í hendi sér, eins og hún hélt, að snyrtilegast þætti í Yndisþokkaskól- anum, Maðurinn kom nær, bauð góðan dag, heilsaði gestunum með handabandi og nefndi sig Þorgils Þorgilsson. „Ég er formaður björgunarsveitarinnar „Báru- fleygs", bætti hann við, lítið eitt vand- ræðalegur, eins og honum þætti óvið- eigandi að segja sjálfur frá því, að hann væri yfirmaður. Þau litu hvert á annað, en áttuðu sig og tóku fegins hendi þeirri gest- risni, sem bauðst, þó að hún kæmi ekki úr þeirri átt, sem hennar var helzt að vænta. Þorgils Þorgilsson bauð ferðafólkinu heim með sér. Á leiðinni talaði hann um veðráttuna, einkum sjóveður, og mundi á hvaða klukkustund hann gekk upp með nóvemberveðrið í fyrra, og hvenær því tók að slota. Þau mundu ekki glöggt eftir nóvemberveðrinu. Það eru svo oft vond veður og alltaf eitt- hvert veður, svo að ekki er auðvelt að muna hvert um sig. Kona björgunarsveitarformannsins stóð í dyrum úti, miðaldra, geðfelld og vel klædd. Hún tók móðurlega við yfirhöfnum gestanna og kvaðst vona, að ekki væri kalt inni. Hún opnaði hurð inn að lítilli stofu. Þar voru mynd- ir af tveimur skipum. Annað var segl- skip, hitt togari. Á öðrum vegg var heiðursskjal í umgerð, með skrautletr- uðu nafni eigandans, Jóns Þorgilssonar. Á hlið við skjalið var allstór mynd af ungum, sviphreinum manni. í einu horninu var talstöð. Fjölskyldumyndir voru nokkrar á skáp: Gamall, skeggjaður maður með sjóhatt, skírnarbarn, fermingardrengur, ungur maður í sjóklæðum — — -—. Hvítur javadúkur var á skápnum með þessum sígilda saumi, sem kenndur er við Harðangur, og stendur af sér öll tízkumoldviðri. Húsmóðirin opnaði hurð inn að ann- arri stofu, lítið eitt stærri. Þar var borð á miðju gólfi, hlaðið ilmandi réttum, — já, hreint og beint rjúkandi heilag- fiski. „Ég var svo heppin, að ná í alveg glænýja smálúðu,“ sagði konan og lét fólkið setjast. Þorgils bað afsökunar. Hann varð að tala við mann í næsta húsi, og minnti konuna á að líta eftir talstöðinni. Hún fór fram fyrir og lokaði á eftir sér. Rétt í því lét talstöðin í fremri stof- unni til sín heyra. Formaðurinn á Tálkn- anum var að láta vita af sér. Honum leið vel, en hélt, að farið væri að undr- ast um bátinn. Konan hringdi síman- um og lét einhverja Katrínu vita, að Tálkninn væri á heimleið. Það var ekki flogið næstu daga. Vestfjarðafarið var í lamasessi og austanátt þrá. Aftur á móti lagðist Esja rólega og œðrulaust að bryggj- unni á Fagureyri á norðurleið. Hún flutti skipbrotsmönnunum bréf, dag- sett daginn eftir að fregnin kom um björgun þeirra. Dudda Sidda las bréfið frá manni sínum, þar sem hún sat í stofu slysa- varnaformannsins og spurði spil. Mað- yrinn hennar sagði svo: „í gleði minni yfir því, að þú ert heil á húfi, hef ég ákveðið Danmerkui’- ferðina á friðarþingið. Sjónvarp skaltu ekki hugsa um framar. Aldrei skaltu fara út í tvísýnt veður til fjárafla vegna þess ámátlega skrapatóls, að mér heil- um og lifandi, Signý mín--------.“ Hún las ekki lengra í bráðina, því að Dedda rak upp skræk yfir sínu bréfi. Hún fleygði því til vinkonu sinnar, og Dudda Sidda las í hljóði: „Elsku Dagbjört mín, þegar ég frétti, að þú værir lifandi, sagði ég við sjálf- an mig: Ekki dugir lífið eitt — held- ur nýtt líf. Ég seldi nýju íbúðina í dag og flutti í þá gömlu í Vesturbænum. Hún er 80 fermetrar, eins og þú manst, og helmingi minni en hin. En þetta nægir okkur tveimur. Ég seldi líka nýju húsgögnin, og þar bættust mér 100 þús- und krónur. Gömlu húsgögnin okkar sótti ég vestur á Seltjarnarnes til mömmu. Nú getum við lifað konung- lega. Ég þarf ekki að vinna eins og galeiðuþræll og éta margarín. Og þú þarft ekki að fljúga galandi út og suð- ur til að krækja í peninga. Hver veit nema við höfum nú efni á að eignast börn. En mest þykir mér varið í það, hvað okkur hlýtur að ganga vel að sofa, svona áhyggjulaus. Ég hugsa, að þrætur okkar hafi bara stafað af svefn- Framh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.