Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Page 4

Fálkinn - 03.02.1964, Page 4
HÁÐHÚS REYKJAVÍKURBORGAR Loksins hafa Reykvíkingar séð hylla undir ráðhúsið. Borg- aryfirvöldunum hefur lengi verið legið á hálsi sakir þess hvað ráðhúsbyggingin hefur dregist á langinn. Þegar sýningin á ráðhúslíkaninu var opnuð í Hagaskóla, gaf Geir Hallgrímsson borgarstjóri skýringu á seinaganginum: Borgarstjórnin hefur hingað til einbeitt sér að brýnni verkefnum í okkar litla bæjarfélagi, en þess má víða sjá merki, skólar, sjúkrahús og aðrar slíkar byggingar hafa risið víðsvegar um bæinn. Ráð- húsinu er ætlað að vera höfuðdjásn borgarinnar og því hef- ur ekki verið flanað að neinu: arkitektar og sérfræðingar hafa setið á rökstólum, staðsetning hússins verið lengi til umræðu og loks lögðu saman fimm arkitektar og teiknuðu húsið, árangurinn er orðinn lýðum ljós. Það sýnir bezt áhuga Reykvíkinga á málefnum borgarinn- Br að miklar umræður hafa orðið manna á meðal um ráð- húsið tilvonandi og staðsetningu þess síðan líkanið var sýnt almenningi. Eru menn ekki á eitt sáttir eins og að líkum lætur og kveður svo rammt að skoðanamismuninum að eineggja tvíburar eru jafnvel á öndverðum meiði. Þó mun óhætt að fullyrða að allur þorri manna sé ánægður með væntanlega byggingu og staðsetningu hennar. Byggingin er óneitanlega stílhrein og tignarleg og við sjáum hana speglast í kyrrum vatnsfleti Tjarnarinnar á mildum ágústkvöldum í framtið- inni, línurnar eiga jafnvel eitthvað sammerkt við arkitektúr Esjunnar, sem á eftir að mynda hæfilegt baksvið þessu ágæta húsi. Því fer fjarri að ráðhúsinu sé ætlað það hlutverk eingöngu að vera skrifstofur borgarstjórnar, þetta verður í raun og veru hús Reykvíkinga, þarna verða listaverkasalir, minjasafn og annað því um líkt þar sem Reykvíkingar geta mælt sér mót.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.