Fálkinn - 03.02.1964, Síða 6
UNDIRFÖT OR NYION OG PRJÖNASILKI
CERES, REYKJAVIK
— Bíddu þangað til konan
mín sér þig. Sú verður hissa!
Um sígarettureykingar. f
Háttvirta vikublað.
Heldur óþyrmilega var stugg-
að við okkur reykingamönn-
um, þ. e. a. s. þeim sem reykja
sígarettur, og okkur hótað til-
tölulega fljótlegum dauðdaga
ef við létum af okkar sið og
hættum að reykja sígarettur.
Þetta var gert með þeim hætti
að veifað var flaggi frá ein-
hverjum „sérfræðingum“ vest-
an hafs þar sem þeir kváðu
upp með það að sígarettureyk-
ingar væru sérlega óhollar.
Aftur á móti var sagt að vindla-
og pípureykingar væru tiltölu-
lega meinlausar. Nú skeði það
næst í málinu að veifað var
öðru plaggi frá þýzkum „sér-
fræðingum“ þar sem þeir sögðu
þetta tiltölulega meinlaust allt
saman.
Nú er það svo að maður á
voðalega erfitt með að ákveða
hvorum hópnum á að trúa. Ef
þeir vestan hafs reykja ein-
göngu vindla eða pípu — þ. e.
„sérfræðingarnir" þá öðlast
plagg þeirra alveg ný sannindi,
að maður nú ekki tali um ef
þeir reykja ekki neitt. Ég fyrir
mitt leyti er geysilega vantrú-
aður á þetta allt saman og
held áfram að reykja mínar
sígarettur. Og ég held að það
sé stórhættulegt að skella
þessum fréttum af slíku kappi
fyrirvaralaust á menn. Það
hefði átt að fara rólegar í sak-
irnar. Það líður varla sá dagur
að maður hitti ekki einhverja
kunningja, sem eru hættir við
sígaretturnar og komnir yfir í
pípuna og þeir virðast allir
vera rétt ódauðir úr krabba-
meini.
Reykingamaður.
Reykingar.
Kæri Fálki.
Nú er verið að segja manni
að það sé hættulegt að reykja
og þeir sem hafi reykt eitthvað
magn af sígarettum geti verið
nokkuð öruggir um að fá
krabbamein þar af. Þessar upp-
lýsingar eru veittar nokkuð
hranalega að fólki og það er ,
mjög hæpin athöfn þeirra, sem 0
að henni standa. Það getur hver
heilvita maður séð að fólki
hlýtur að bregða ónotalega við
ef allt í einu er hveðinn upp
yfir því dauðadómur af mönn-
um sem kalla sig sérfræðinga
í læknavísindum. Ég veit þess
mörg dæmi að fólk hefur orðið
mjög hrætt við þessa yfirlýs-
ingu og að sumt hefur hrein-
lega „sjokkerast“. Ég hélt að
þessir menn ættu frekar að að-
stoða fólk en hræða það.
nefndum lögum. Reykingamaður.
Úrklippusafnið.
Háttvirta vikublað.
Ég hef nú í nokkurn tíma
sent ykur úrklippur úr ýmsum
blöðum og tímaritum, sem mér
hafa þótt spaugilegar. Nokkrar
hafa þegar birtzt en margar
eru enn óbirtar. Eitt er það í
þessu sambandi sem ég hef
ekki skilið. Stundum birtast
þær úrklippur sem ég sendi en
annar er skrifaður fyrir þeim
og ég fæ blaðið ekki sent. Ég
hélt að ef birtist sams konar
úrklippa og ég sendi þá fengi
ég blaðið. Er þetta einhver
misskilningur hjá mér?
Svo þakka ég fyrir margt
gott.
Lesandi.
Svar:
Þeir, sem fá birta úrklippu fá
blaöiö sent. Þeir sem senda sams
konar úrklippur og birtast fá þaö
Tiinsvegar ekki. Ef okkur ber-
ast margar sams konar úrklippur
þá drögum viö úr. ViÖ fáum marg-
ar úrklippur þar sem stafavixl
liefur átt sér staö eöa línurugl-
ingur en slíkt birtum viö ekki
nema þaö sé á einlivern hátt
spaugilegt. ViÖ erum aö reyna aö
fiska eftir spaugilegum úrklippum
en ekki venjúlegu stafa- og línu-
rugli.
Hvers vegna má ekki
auglýsa brennivín?
Háttvirta blað.
Hvernig í ósköpunum stend-
ur á því að ekki má auglýsa
áfengi? Það má auglýsa síga-
rettur eins og þær eru nú sagð-
ar hættulegar en ekki áfengi.
Mikið er þetta asnalegt. Ég er
viss um að áfengisneyzla mundi
ekki aukast neitt þótt þetta
yrði leyft og maður mundi þá
kannski fræðast svolítið um
vínið.
Með beztu kveðjum.
Bakki.
Svar:
Þessi lög um aö ekki megi aug-
tysa áfengi eru vitanlega sett til
þess aö hamla á móti notkun þess.
Aftur á móti fer þaö ekki milli
mála aö hér er áfengi augtyst
ekki síöur en erlendis því í öllum
þessum sæg af erlendum blööum
og tímaritum, sem hér eru seld
og lesin, er mikiö um áfengisaug-
lýsingar. Þess vegna vaknar sú
spurning hvort sala blaöa meö
áfengisauglýsingum sé ekki brot
0 FALKINN