Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Síða 8

Fálkinn - 03.02.1964, Síða 8
árinnar. Hún myndi kvefast og deyja síðan. Hún myndi ioks vera laus við mig. ,,Haíðu að minnsta kosti með- aumkun með barni okkar,“ sagði Marta. „Hættu ekki lífi þess að ástæðulausu.“ Hún sakaði mig um að leika mér að ást hennar, um að ég reyndi hana svo mikið, að hún þyldi ekki meira. Þegar ég mætti slíkum þráa, endurtók ég orð föður míns við hana, hún héldi fram hjá mér með hverj- um sem væri, en hún gæti ekki blekkt mig lengur. „Það er aðeins einn hlutur, sem aftrar þér að láta undan mér,“ sagði ég. ,,Þú væntir eins af elskhugum þínum hingað í nótt.“ Hvernig gat hún svarað svona brjálæðislegum og óréttmætum ásökunum. Hún sneri sér und- an. Ég ásakaði hana fyrir að stökkva ekki upp á nef sér við móðganir mínar. Ég hélt svo vel á spilunum, að hún féllst loks á það að eyða nóttinni með mér með því skilyrði að við værum ekki kyrr í íbúð henn- ar. Hún vildi ekki fyrir nokk- urn mun gefa húseigandanum tækifæri til að segja við sendi- boða foreldra minna daginn eft- ir, að hún væri þar. En hvar áttum við að sofa? Við vorum eins og börn, sem standa á stól og grobba af því að vera höfðinu hærri en full- orðið fólk. Kringumstæðurnar höfðu lyft okkur upp, en við vorum þeim ekki vaxin. Og ef reynsluleysi okkar lét viss flók- in mál sýnast einföld í okkar augum, þá átti hið gagnstæða sér einnig stað, að einföld mál sýndust okkur flókin. Við höfð- um aldrei þorað að nota pipar- sveinaíbúð Páls. Mér hafði fundizt, að ekki væri unnt að útskýra fyrir gæzlukonunni, þegar maður legði pening í lófa hennar, að við myndum koma þangað við og við. Þess vegna yrðum við að sofa á hóteli. Ég hafði aldrei verið á hóteli. Það skelfdi mig að stiga yfir þröskuld hótels. Bernskan er reiðubúin að bera fram afsakanir. Það er óhjákvæmilegt,að börn skrökvi, þegar þau eiga að standa for- eldrunum reikningsskap gerða sinna. Mér fannst nauðsynlegt að réttlæta sjálfan mig, jafnvel í augum þýðingarlítils skrif- stofumanns í hóteli. Og af þessari ástæðu lét ég svo sem við þyrftum að hafa með okkur tau og snyrtihluti og lét Mörtu pakka þeim niður. Við ætluðum að biðja um tvö herbergi, það yrði litið svo á, að við værum systkin. Ég hefði aldrei þorað að biðja um eitt herbergi, því vegna hins lága aldurs míns, áldurs, sem gerir það að verkum að manni er vísað út úr spilavítum, átti ég það á hættu að verða fyrir niðurlægingu. Ferðalagið klukkan ellefu að kvöldi var óendanlegt. Það voru tvær aðrar manneskjur í klefa okkar: kona, sem fylgdi bónda sínum, kapteini í hernum til Gare de l’Est. Hvorki var hiti né ljós í vagninum. Marta þrýsti höfðinu að votri rúðunni og lét undan duttlungum grimmlynds ungs drengs. Ég skammaðist mín einhvern veg- inn og þjáðist, þegar ég hugs- aði, að Jacques, sem var alltaf svo blíður við hana, ætti frekar ást hennar skilið en ég. Ég gat ekki stillt mig um að hvísla varnaðarorðum fyrir sjálfan mig. Hún hristi höfuðið. ,,Ég vildi heldur vera óham- ingjusöm með þér,“ tautaði hún, „en hamingjusöm með honum.“ Hér var ein af þessum ástar- játningum, sem hafa enga þýð- ingu og maður roðnar, ef mað- ur á að endurtaka þær, en láta manni þó hitna um hjartaræt- ur, þegar varir ástvinarins mæla þær fram. Ég ímyndaði mér jafnvel, að ég skildi orð Mörtu. Hvað þýddu þau annars raunverulega? Gettur maður verið hamingjusamur með ein- hverjum, sem maður elskar ekki? Ég velti því fyrir mér þá og ég velti því fyrir mér enn, hvort ástin leyfi manni að þrífa konu af örlögum, sem geta verið full af rósemi, þótt þau séu aðeins í meðallagi. „Ég vildi heldur vera óhamingjusöm með þér.....“ Innihéldu þessi orð ekki ómeðvitað ásökun? Ef- laust hafði Marta lifað gleði- stundir með mér, sem hún hefði ekki getað látið sig dreyma um með Jacques af því að hún elskaði mig, en gáfu þessir hamingjutímar mér rétt til að pynda hana? Við fórum út við Bastille. Og kuldinn, sem mér fannst svo auðvelt að þola, af því að ég gat ekki hugsað mér neitt hreinna í öllum heiminum, var verri á þessari stöð en hitinn í nokkurri hafnarborg og skorti auk þess þá gleði, sem bætir manni hann upp. Marta kvart- aði um krampa. Hún ríghélt í handlegg minn. Aumkunar- verðir elskendur, minnislaus á æsku okkar og fegurð, beygð- um við okkur eins og tveir betlarar. Mér fannst það nú hlægilegt ástand, að Marta skyldi vera kona ekki einsömul og ég gekk um niðurlútur. það var langt frá því að ég fyndi til nokkurs föðurlegs stolts. Við reikuðum stefnulaust um í köldu regninu milli Bastille og Gare de Lyon. Fyrir framan

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.